blaðið - 04.07.2005, Qupperneq 12
mánudagur, 4. júlí 2005 b blaðið
Yfir 100 manns
farast í flóðum
Vilhjálmur Bretaprins heilsar hér áhorfendum þar sem hann var viðstaddur athötn í Wellington, höfuðborg Nýja-Sjálands þar sem minnst var þeirra Ný-Sjálendinga sem létust
í seinni heimsstyrjöldinni. Hinn 23 ára gamli prins lagði blóm að minnisvarða og ræddi við gamla hermenn. Var þetta fyrsta opinbera einstaklingsferð prinsins og viðhélt hann
þeim óformlegu venjum sem hann hefur verið þekktur fyrir. Ferð Vilhjálms til Nýja-Sjálands varir í tíu daga.
Flóð vegna Monsún rigninga hafa nú
umlukið yfir 7000 þorp á Indlandi og
í Pakistan. Yfir 175.000 manns eru
nú heimilslausir vegna flóðanna, en
131 einstaklingur hefur látið lífið í
þeim. Monsún - rigningarnar hefjast
í júní og standa yfirleitt út septemb-
er. Búist er við fleiri flóðum á svæð-
inu á næstu dögum og vikum. Farið
hefur verið fram á fjárhagsaðstoð
vegna ástandsins sem skapast hefur
á svæðinu en um þessar mundir er
unnið að björgunaraðgerðum meðal
annars á mótorbátum. Svæðisstjórn-
ir segjast nota alla þá krafta sem þeir
hafi yfir að ráða til að koma íbúum á
svæðinu til aðstoðar en að það dugi
ekki og því þurfi landsstjórnin og al-
þjóðasamfélagið að bregðast við.
Flóðin hafa ekki einungis kostað
mannslíf því eitt af 359 ljónum af
tegund sem er í útrýmingarhættu
drukknaði í flóðinu að sögn dagblaðs-
ins Hindustan Times.
Bresku tónlistarmennimir Paul McCartney og George Michael troða upp á Live 8 tónleikunum í Hyde Park í London um helgina. Ógrynni stjórstjarna kom fram á tónleikunum
sem haldnir voru í tíu borgum í fjórum heimsálfum Vilja margir meina að um hafi verið að ræða stærstu tónlistarsýningu sögunnar. Markmiðið með viðburðinum var að þrýsta
á þjóðarleiðtoga G8 að beita sér harðar fyrir því að útrýma fátækt í Afríku. Leiðtogafundur G8 fer fram í Skotlandi á miðvikudag.
Gordon Brown segir baráttuna
gegn fátækt vera ævistarf
bjornbragi@vbl.is
Gordon Brown, fjármálaráðherra
Bretlands, segir að það muni taka
meira en einn G8-fund til að ákvarða
A
5’
R
510-3799
Auglýsingadeild
510-3744
Smáauglýsingar
510-3737
framtíð Afríku til langs tíma litið. Þó
hafi miklum framfórum verið náð í
baráttunni gegn fátækt á síðustu vik-
um.
„Það er ævistarf sem gengur út á
að við felum fólkinu í Afríku og þróun-
arlöndunum valdið til að taka eigin
ákvarðanir" sagði Brown. Hann sagði
einnig að samkomulag hefði náðst
um tvö lykilatriði, tvöfóldun aðstoðar
við fátæk lönd og 100% skuldalausn.
„Við höfum náð þeim áfanga að 13
Evrópuríki hafa samþykkt að auka
aðstoð sína við fátæk lönd í 0,7% af
innkomu sinni. Það er eitthvað sem
við höfum ekki áorkað á 30 árum,
þrátt fyrir miklar tilraunirsagði
hann ennfremur. Einnig hafði hann á
orði að Live 8 viðburðurinn hafi veríð
dæmi um Bretland í sínu besta formi.
„Þeir voru sönnun um að fólkið getur
haft valdið ef það lætur fmna fyrir
skoðunum sínum,“ sagði Brown.
Benedikt XVI páfi lét sig ekki vanta
í hóp þeirra sem hvöttu þjóðarleiðtog-
ana til að grípa til aðgerða vegna fá-
tæktar í Afríku. Hann hvatti þá til að
gera allt sem í þeirra valdi stendur
til að útrýma hungurdauða og hjálpa
fátækum löndum að þróast.
Leiðtogafundur G8 hefst næst-
komandi miðvikudag f Gleneagles
í Skotlandi og munu fátækt og lofts-
lagsbreytingar vera þau málefni
sem aðallega verða rædd. Fundinum
verður stýrt af Tony Blair, forsætis-
ráðherra Bretlands. Aðildarríki G8
eru Bandaríkin, Kanada, Frakkland,
Þýskaland, Ítalía, Bretland, Rúss-
land og Japan.
Handteknir
vegna hryðju-
verka í
Indónesíu
Indónesísk lögregluyfirvöld hafa
handtekið fjölmarga grunaða um
hryðjuverk og mun hafa þá í haldi í
a.m.k. viku samkvæmt indónesískum
lögum. Lögreglustjórinní Da’i Bachti-
ar neitaði að gefa upp hverjir voru
handteknir en aðilarnir eru grunaðir
um aðild að sprengjuárásum í Bali
2002 og sprengjuárásinni á Marriott-
hótelið í Jakarta 2003. Réttað hefur
verið yfír fjölmörgum vegna sprengju-
árásanna en talið er að báðar árásirn-
ar hafi verið verk Jemaah Islamiah,
múslimsk hernaðarsamtök sem vilja
stofna sameinað íslamskt ríki þvert
um endilanga Suð-austur-Asíu.
Minningarathöfn í Nýja-Sjálandi
blaðið=