blaðið - 04.07.2005, Page 20

blaðið - 04.07.2005, Page 20
20 rnatur mánudágúr, ^PJÖIf 2ÖÖ5 I blaðið Óvænt tískufyrirbæri Jamie Oliver hefur unnið hug og hjörtu heimsbyggðarinnar sem Jkokk- ur án klæða“ og eldað allskyns lysti- semdir í sjónvarpi. Nýverið beitti hann sér fyrir heilsuvæðingu skólamáltíða í Bretlandi og vann þar mikla sigra. Margir töldu að þar hefði Oliver náð hátindi ferils síns, enda ekki lítið afirek að breyta vafasömum matarvenjum í breska skólakerfinu, en annað hefur svo sannarlega komið á daginn í sum- ar. Aspasæði Fæstir hafa miklar skoðanir á aspas. Þegar fermingamar ganga í garð birt- ist þetta undarlega grænmeti í brauð- tertum í óhóflegu magni, en annars er notkun á aspas handahófskennd í besta falli. Það sama verður ekki sagt um Breta, og það er hægt að rekja það beint til Jamie Oliver. Hann kom fram í sjónvarpsauglýsingu fyrir Sa- insbuiys - matvörukeðjuna, þar sem hann sást þurrsteikja aspas á pönnu og bera fram með parmesan, óh'vuoh'u og örlitlum sítrónusafa. Þessi auglýs- ing, ásamt fréttum um gildi aspas til megrunar og mögulega sem ástarlyf, hóf mikið og óvænt aspasæði hjá Bret- um. Neyðaraspas frá Perú Mikil ásókn í aspas í verslunum Sains- burys í siunar hefur valdið fjaðrafoki og hitt mjög illa á, því aspasbændur koma mjög illa undan vetri. Sainsbuiys-keðj- an hefur því brugðið á það ráð að flytja inn neyðaraspas frá Perú svo þeir geti boðið upp á aspas allan ársins hring. Þetta þykir Samtökum Aspasbænda súrt í broti, en Nicola Watkins, tals- maður samtakanna segir „það hefur verið biturt fyrir félaga okkar að horfa á stórmarkaðina byrgja sig upp af inn- fluttum aspas frá Perú. Perú er með fullkomið veðurfar til þess að rækta aspas allan ársins hring og stóru fram- leiðendumir þar hafa fengið að- stoð við ræktun fráfrönskumsér- fræðingum." Þá er bara að bíða og sjá hvort asp- astískubylgjan breiðist hingaðJl Aspas slær í gegn Þorskur á tvo vegu snorri@vbl.is Það verður seint komið að tómum kofanum hjá Sigga Hall og félögum á Óðinsvéum. Blaðið hóaði í Eyþór Rúnarsson yfirmatreiðslumann, sem snaraði fram glæsilegri þorskupp- skrift eins og hendi væri veifað: Þorskur á tvo vegu - steiktur hnakki og brandada í stökku deigi framreitt með paprikumarmelaði og brúnuðu kryddsmjöri með sesam og engifer. Þorskur Ca. 800 gr. flak 520 gr. þorskhnakki eða 130 gr. steik á mann. Ca 300 gr. af afskurði - þunnildi og sporður fyrir brandödu. Flakið er hreistrað og yfir það er stráð þéttu lagi af grófu salti, Látið standa í tuttugu mínútur í kæli. Saltið skolað af flakinu og það skorið í steikur, afskurðurinn settur í ólífuolíu og kryddaður með smá salti og pipar. Brandada - plokkfiskur sælker- ans Shallottlaukur og hvítlaukur skorin fint niður og settur í pott með rjóm- anum. Þetta er látið sjóða niður um helming eða þar til ijómin er þykk- ur. Kartöflur bakaðar í ofni við 160 gráð- ur í 1 klukkustund, kældar og flysjað- ar. Þorskurinn er grillaður með roðið niður á logandi heita grillpönnu og ál- pappír settur yfir. Þegar þorskurinn er orðin eldaður í gegn er fiskurinn skafinn af pönnunni, roðið skilið eftir og því hent. Kryddjurtimar em saxað- ar smátt niður. Þegar allt er orðið kalt er því blandað saman og kryddað, deigið skorið út og penslað með ólífuolíu, brandadan mótuð og brotin saman inn í deigið. Laxahrogn 70 gr. laxahrogn 1 msk. ólífuolía salt,pipar limebörkur og limesafi af ca. V2 lime Öllu blandað saman og kryddað til. Paprikumarmelaði 2 stk. rauðar paprikur 2 stk. grænar paprikur 2 stk. sítrónugras 400 ml. kjúklinga- eða fiskisoð. 25 gr. sykur salt og pipar eftir smekk. Ca. 2 msk. Sherry edik Paprikur skornar í helminga, kjarn- hreinsaðar, penslaðar með ólífuolíu og bakaðar í 220 gráðu heitum ofni í ca. 15 mín eða þar til að skinnið er farið að losna af. Kældar og afhýdd- ar. Þær em skomar í fallega strimla, síðan er öllu blandað saman í pott og látið sjóða varlega í ca. 45 mín. Smakkað til með salti, pipar og meiri sykri og sým ef að þurfa þykir. Látið standa í tvo tíma með sítrónugrasinu í pottinum, takið sítrónugrasið úr. Kryddsmjör 150 gr. smjör V4 rauður chili Vi grænn chili 1 hvitlauksgeiri V2 skallottlaukur 10 gr. engifer 10 gr. ristuð sesamfræ lmsk. söxuð steinselja 1 msk. sojasósa pipar smá salt Smjör sett í pott á hæsta straum og eldað þar til það er orðið dökkt. Sigt- að í gegnum klút. Öllu blandað sam- an og smakkað til. Kartöflumús 2 bökunarkartöflur smjör ijómi salt kartöflur flysjaðar skornar niður, soðnar. Vökvi sigtaður frá. Marðar í gegnum sigti, soðnar með rjóma og smjöri. Meistaramir á Óðinsvéum mæla með því að þegar allt er tilbúið til matreiðslu sé þorskurinn steiktur fyrst, síðan brandadan, músin, samhliða sósunni snarað á diskinn og skreytt að lokum með laxahrognum. Sköpunargáfan ein takmarkar framsetningu á þessum glæsirétti. g vmkœlar Verð 25.000 kr. ís-húsið 566 6000 Barmmerki 300 gr. afskurður 2 bökunarkartöflur 1 shallottlaukur 1 hvítlauksgeiri 400 ml. ijómi 5 gr. steinselja 5 gr. basil 4 blöð brick-deig ættarmót Prentum á barmmerkin ef okkur eru send nöfnin í Excel skjali. Pappírinn kemur rifgataður í A4 örkum, fyrir þá sem vilja prenta sjálfir. Hægt er að velja á milli þess að hafa snúru, hangandi klemmu eða klemmu og nælu á baki barmmerkis. Staerðir á barmmerkjum. Vörunúmer haeð* breidd 1018 K 3.5 7,5 cm 1020 K 43 7,5 cm »025 K 6 9.5 cm 1033 63 9,5 cm tw MULALUNDUR fyrir betri framtíb Barmmerkin fást ( mörgum litum sem bjóða upp á flokkun aettartengsla þegar ættarmót er haldið. Virmustola SÍBS • Hatúm lOc • Slml: 562 8500 • Fax; 552 8819 • Heimaslða www.mulalundur.is Ræktun kryddjurta Þráinn Lárusson í matvöruverslunum hér á landi er úr- val ferskra kryddjurta alltaf að auk- ast. Það getur hinsvegar verið spenn- andi fyrir áhugafólk um matargerð að rækta sitt eigið krydd. Það er þó ekki ætlunin í þessum litla greinastúf að fjalla um ræktun einstakra tegunda, heldur ætla ég að stikla á stóru um þau grundvallarat- riði og aðferðir sem ræktendur þurfa að hafa í huga, hyggi þeir á ræktun kryddjurta. í megindráttum gilda sömu reglur um alla garðrækt. Skjól, hlýja, birta og hentugur jarðvegur eru þau atriði sem skipta mestu ásamt greiðum að- gangi að næringu og vatni. Kryddjurt- ir eru flestar upprunnar af suðlægum slóðum og þarf að hlúa sérstaklega vel að þeim svo ræktunin skili árangri. Hér á landi er vindasöm veðrátta yfirleitt höfuðandstæðingur rækt- enda. Því þarf að velja skjólgóðan stað sem ekki er opinn fyrir veðrum og vindum. Garðurinn þarf að vera sólríkur og hlýr og tryggja þarf að vatn standi ekki uppi í honum til lengdar. Blautur jarðvegur er súrefn- issnauður, kaldur og örverulíf þrífst þar illa. Jarðvegurinn verður of súr til að rætur plantnanna geti notfært sér næringarefnin sem skyldi og sjúk- dómshættan eykst, til dæmis af völd- um sveppa. í lélegum jarðvegi nær rótarkerfi plantnanna litlum þroska og árangur ræktun- arinnar verður rýr. Oft má hafa það til marks að þar sem mosi er mikill í grasflöt er líklegt að ræktunarskil- yrði séu að óbreyttu óhagstæð. Góð ræktunar- mold inniheldur mikið lífrænt efni, til dæmis mómold sem blönduð hefur verið safnhauga- mold í hlutfóllunum 1 á móti 3. Þar sem jarðvegur er loftlítill er til mik- illa bóta að blanda í hann dálitlu af vikri eða grófum sandi. Gróðursettar plöntur sem hafa ekki náð fullri rótfestu og ungar sáð- plöntur þarf að vökva sérstaklega vel. Hægt er að útbúa lífrænan áburðarlög á mjög auðveldan hátt og nota hann við vökvunina. Húsdýraáburður, til dæmis hrossatað, er sett í grisjupoka og hann lagður í bleyti í vatnstunnu í 1-2 sólarhringa. Hlutfallið í þessari blöndu getur verið 5 kíló af húsdýra- áburði á móti 100 lítrum af vatni. Tak- markaður ávinningur er í að vökva á sólríkum sumardögum og mun betra að vökva árla morguns eða að kvöldi. Einnig er gott að dreifa safnhauga- mold yfir beðin á nokkurra vikna fresti. Margar kryddjurtir er auðvelt að rækta innanhúss. Sumar þeirra eru fallegar stofuplöntur og gefa frá sér þægilegan ilm. Þær eru ræktaðar á svipaðan hátt og önnur pottablóm. Forðist ofvökvun! Berist blaðlús, roða- maur eða önnur meindýr í plönturn- ar er venjulega hægt að losna við þau með því að baða plönturnar úr volgu grænsápuvatni, skipta um efsta moldarlagið og skola þær síðan með hreinu, volgu vatni. Farsælast er að kaupa forræktað- ar kryddjurtir í gróðrarstöðvum þótt sumum tegundum sé einnig hægt að sá beint í garðinn. Þegar keyptar eru forræktaðar plöntur á að velja stinn- ar, vel grænar plöntur með þroskuðu rótarkerfi. Æskilegt er síðan að herða plönturnar í um það bil vikutíma ut- anhúss fyrir gróðursetningu. Fáið upplýsingar um ræktun hverrar teg- undar hjá plöntusalanum.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.