blaðið - 15.07.2005, Blaðsíða 14

blaðið - 15.07.2005, Blaðsíða 14
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Kart Garðarsson. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn og auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510-3700. Símbréf á fréttadeild: 510-3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510-3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar® vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. Bannað að fjalla um einkamál Persónuvernd segir að fjölmiðlar hafi ekkert með það að gera að fjalla um einkamál landsmanna, þ.e.a.s. mál sem flokkast ekki undir samfélagslega eða þjóðfélagslega umræðu. Álit Persónuverndar er allrar athygli vert, ekki síst vegna þeirrar miklu umræðu sem verið hefur vegna frétta af einkamálum þekktra einstaklinga hérlendis. Einstök blöð hafa sætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa gengið of nærri einstaklingum og vald- ið bæði þeim og fjölskyldum þeirra skaða. Blaðið hefur meðal annars tekið undir þessa gagnrýni í leiðara sínum. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Um það geta flestir verið sam- mála. Það er erfitt að skilja blaðamennsku sem miðar eingöngu að því að smjatta á einkalífi þekktra og óþekktra einstaklinga í okkar litla þjóðfélagi - blaðamennsku sem svífst einskis svo lengi sem hægt er að selja viðkomandi blað. Blaðamennsku þar sem ekkert pláss er fyrir tilfinningar eða samúð með ein- um eða neinum. Því miður hafa á síðustu misserum sprottið upp slíkir fjölmiðlar á íslandi. Blaðið mun áfram gagnrýna til- veru þeirra og þá sem bera ábyrgð á þeim. Það er ekki þar með sagt að Blaðið taki undir allt sem Persónu- vemd segir. í áliti hennar kemur eftirfarandi fram: Þannig eiga almannapersónur rétt eins og annað fólk, rétt á því að ekki séu teknar myndir afþeim á stöðum eða við aðstæður þar sem þær mega vænta þess að fá að njóta friðar um einkalíf sitt. Slíka staði er m.a. að finna utan fjögurra veggja heimilisins og má í dæmaskyni nefna skemmtistaði, sundlaugar og líkamsræktarstöðvar. Hér gengur Persónuvemd allt of langt í túlkun sinni á ffiðhelgi einkalífsins. Það hlýtur að vera einstakt í hinum vestræna heimi ef ekki má taka myndir af þekktum einstaklingum, sem em að sinna einkaerindum, fyrir utan heimili þeirra án leyf- is viðkomandi. Hversu þröng á síðan túlkunin að vera? Mega ljósmyndarar og blaðamenn búast við málssókn ef þekktur ein- staklingur slæðist inn á mynd sem tekin er á knattspymuvelli eða á 17. júní? Þarna em menn sannanlega að sinna einkaer- indum. Það er alla vega ljóst að hættulegt er að taka mynd á líkamsræktarstöð og menn mega búast við hveiju sem er ef þekktur einstaklingur birtist á slíkum myndum. Það sama gildir um sundlaugamar. Margt í áliti Persónuvemdar á fullan rétt á sér og blaðamenn þurfa svo sannarlega að skoða eigin mál. Þar ætti Blaðamanna- félag íslands að vera ffemst í flokki. Öfgar gera þó ekkert ann- að en ógagn - og gildir þá einu í hvora áttina er farið. Hér gengur Persónuvemd of langt. SUMARIÐ ER K0MIÐ! ¥AP0NA FLUGNA- & GEITUNGAVÖRURNAR SÖLUAÐILAR OLlS • ELLINGSEN • FJARÐARKAUP • HAGKAUP • BYKO • BYGGT OG BÚIÐ • HÚSASMIÐJAN • ESSO • SAMKAUP • SHELL • KAUPFÉLAG STEINGRlMSFJARÐAR • ÞlN VERSLUN • HLlÐARKAUP SKAGAFIRÐI • HÓTEL SKAFTAFELL • VERSLUNIN BRYNJA • VALBERG • NETTÓ • 10-11 • SÖLUSKÁLINN SKAGASTRÖND • VERSLUNIN KASSINN ÓLAFSVlK Dreifing: OLÍS Simi: 515-11 fimmtudagur, 14. júlí 2005 I blaðið Að búa við ríkisræði öeGO Ódýrt bensln + ávinningurl Við búum ekki í lýðræði, við búum í ríkisræði. Það er ekki hægt að friða mig með því að vegna þess að ég fæ að kjósa annað veif- ið þá sitji ég undir stýri. Það er fráleitt í mínum huga. Það er ekki ein- vörðungu sinnuleysi rík- isvaldsins gagnvart þegn- um sínum né graðleiki þeirra sem þvi stjórna í að svala sínum eigin fýsn- um og hagsmunum eftir hentugleika sem sannfær- ir mig um slíkt. Slík hegð- un er raunverulega einungis auka- verkun af aðalvandamálinu. Því að við nennum ekki að taka ákvarðanir. Ég get ómögulega útskýrt af hveiju, en einhvers staðar í lýðræðis- þróuninni þá hætti fólk að vilja ráða sér sjálft. Skipti slíkum ónotum útfýr- ir ríkisvottað tálsýndar-öryggi og sið- ferðislega sótthreinsun. Betra er að banna hluti sem gætu gerst og fram- selja þannig ákvörðunarrétt okkar til báknsins fremur en að bera ábyrgð á sjálfum sér. Betra er að leyfa ríkinu að segja þér hvað þú mátt og mátt ekki gera við eigin líkama, hvert þú mátt og mátt ekki fara, hvað þú mátt og mátt ekki segja, en að þurfa að ganga í gegnum þau óþægindi að taka slíkar ákvarðanir sjálfur. í dag er svo orðið að margar þess- ar afdala reglur og lagasetningar eru orðnar það samfélagslega inn- rættar að þær þykja nánast náttúru- legar. Félagslega ákveðnar breytur samdar af mönnum orðnar jafn eðli- legar staðreyndir í hugum fólks og þær að himininn sé blár og vatn sé blautt. Fyrir mér er slíkt hámark sjálfseyðingarhvatarinnar. Að hafa ekki einu sinni metnað til að lifa sínu stutta lífi eftir eigin höfði heldur láta leiðsögubók ríkisbáknsins lóðsa manni hálf-dofnum í gegnum það vel afgirtum af allskyns frelsishamlandi leikreglum og kreddum með gommu af afvegaleiðandi afþreyingu í boði til að drepa tímann þangað til að við drepumst. Söguskýringin lýðræði virðist enda fyrst of fremst snúast um vald, líkt og allt ann- að í holum nútímaheimi. Vald er konungur vímu- gjafanna og engar fíknir eru valdflkninni sterkari, enda aldrei hægt að svala henni að fúllu. Hún er botnlaust hyldýpi. Lýð- ræðis-formúlan gerir best klæddu eitursjúklingum mannheima, stjómmála- mönnunum, kleift að upp- fylla og auka skammtinn sinn reglulega með því að telja okkur trú um að þeir einir viti hvað sé okkur fyrir bestu, að þeim þyki vænt um okkur, að all- ar þeirra aðgerðir séu okkur í hag. Ef þetta ferli fær að halda áfram óá- reitt þá skal ég lofa ykkur því að við vöknum upp einn daginn og áttum okkur á því að valdaframsalið er orðið svo geigvænlegt að ekki verður aftur snúið, ferhð verður óafturkræft og við sitjum uppi í samfélagi, ríki, heimi sem segir okk- ur hvað við eigum að gera og hvemig við eigum að gera það. Báknið sem við sköpuðum, lýðræðisríkið, rödd fólksins, verður bú- ið að eignast okkur. Pat- ent-lausnin, seld sem hið endanlega móteitur illsku og mannhaturs, lýðræð- ið, virðist ekki nægilega sterkt til að sigrast á þessum faraldri. Það reyndist lyfleysa. Ef áfram held- ur sem horfir þá er óumflýjanlegt að sköpnuðurinn yfirtekur skaparann. í stað þess að við eigum ríki þá eignast ríkið okkur. Öll frelsisskerðing er réttlætt með göfugum rökum, ást fyrir náungan- um, kærleik. Það er hægt að banna allflest í umhverfi okkar og rökstyðja það með gildum útskýringum. Það væri hægt að banna kynlíf til að halda okkur frá hinum mörgu skæðu sjúkdómum sem smitast með þeirri iðju, svo ekki sé talað um allan þann særandi andlega farangur sem sú af- káralega iðja virðist bera á þessum hádramatísku tímum sem við lifum á. Hljómar farsakennt, en bíðið þið bara. Með hverju skrefi sem tekið er í þessa átt, með hverjum hlut eða gjörð sem við bönnum, þá erum við að framselja meira frelsi til ríkisins. Við erum að framselja ákvörðunarrétt okkar til elítu sem endurspeglar okk- ur ekki á neinn hátt. Skref fyrir skref er verið að naga frelsið utan af okkur með þeim rökum að það sé okkur fyr- ir bestu. Að slíkt tryggi ffelsi okkar í framtíðinni. Það er hinsvegar ekki á nokk- urn mögulegan hátt hægt að verja ffelsi einstaklinganna með því að skerða það. Það er bara ekki hægt. Slíkt er þversögn. Öll þessi boð og bönn eru litlir ósigrar fyrir frelsið sem virðast í fyrstu rökrænir. Það er samt sem áður svo rosalega margt sem getur skaðað okkur, enda hægt að finna skaðlegan flöt á nánast öllum hlutum, iðj- um og gjörðum. Við getum ekki látið þetta gerast. Það er ekki lengur hægt að sitja og vonast til að allt reddist, að þetta verði allt saman allt í lagi. Slíkt aðgerðar- leysi virkar sem áburður á þegar íturvaxinn arfa samfélagsins, hina ráð- andi stétt. Það þýðir ekki lengur að fela sig undir yf- irborðinu, rúnta svalur ut- an radarsins, að vera þægilega óupp- lýstur og einbeita sér af fullum þunga að því að halda kúlinu. Það er nauð- synlegt að gott fólk láti í sér heyra, komi í veg fyrir þessa þróun. Við verð- um að passa upp á það sem er okk- ar, hinn frjálsa vilja. Það er kominn tími til að fólk fari að taka ábyrgð á sjálfu sér og grípi stjórnartaumanna á eigin lífi úr græðgissveittum lúkum yfirvaldsins, því fávískan er svo sann- arlega ekki alsælan eina. Höfundur er Stjórnmálafræðingur. Þórður Snær Júlíusson II-------- Vald er konungur vímugjaf- anna og engar fíkn ir eru vald fíknlnni sterkari Dekk- ■ Smurþjónusta • • Peruskipti - • Rafgeymar* Sk -20% afsláttur > -20% afsláttur af sumardekkjum af low-profile ^ -20% afsláttur > Polar-rafgeymar af sendibíladekkjum á tilboðsverði Bón og alþrifá tilboði Sækjum og sendum báðar leiðir. Verð frá kr. 850 afsláttur af vinnu við smur Þú gerir góð kaup með þv( að láta okkur (Bílkó sjá um að smyrja bllinn. Vaxtalausar léttgreiðslur! BIUKCn Betri verd! Smiðjuvegi 34 | Rauð gata | bilko.is | Sími 557-9110 L

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.