blaðið - 15.07.2005, Blaðsíða 20

blaðið - 15.07.2005, Blaðsíða 20
a föstudagur, 15. júlí 2005 I blaðið óeGO Ódýrt bensín + ávinningurf Nú er komið að hinum vinsæla tísku- viðburði, Iceland Fashion Week, en þessi árlegi viðburður stendur yfir dagana 14. -18. júlí. Aðaltískusýningin er haldin laugardaginn 16. júlí á Vegamótastíg kl. 22:00 en þar munu koma fram fyr- irsætur oghönnuðir, innlendir sem er- lendir, auk þess sem hópur erlendra fjölmiðla hefur boðað komu sína. Má þar meðal annars nefna ítalska og franska Vogue, Fashion Television í París, Wireimage.com og fleiri. Þá koma hönnuðimir einnig víðs vegar að úr heiminum til þess að sýna fót sín kaupend- um og fjölmiðlum. Þétt dagskrá er fyrir gesti tískuvikunnar alla dag- ana og farið verður í Bláa Lónið, út á land og út að borða á veitingastaðina Óliver og Vegamót. í gærdag voru haldin svokölluð 'showroom'og 'casting,' í Smáralind, en þar gat að líta for- smekk hönnun- arinnar sem sýnd verður laugardaginn og fyrirsætur vom end- anlega valdar fyrir sýninguna. Styttist óðum í Snoop Dogg halldora@vbl.is Mikil spenna ríkir fyrir fyrir tón- leika rapparans Snoop Dogg, en kappinn mun stíga á svið næst- komandi sunnudagskvöld í Egils- höll. Að sögn ísleifs Þórhallssonar hafa viðbrögðin verið afar góð og greinilegt að landinn er spennt- ur fyrir hinum goðsagnakennda rappara. „Viðbrögðin em hreint út sagt frábær. Enda er það nú kannski ekki skrítið ef tekið er mið af því hversu stór listamaður hann er. Ein- hverra hluta vegna þykir hann mjög sérstakur á sínu sviði, en það gæti verið út af mikilli fjölmiðlaumfjöllun um hann, sögu hans og fjölbreytni í hans störfum. Hann er auðvitað farinn að taka að sér kvikmynda- hlutverk o.s.frv. þannig að fólk er al- mennt spennt fyrir honum sem stór- um listamanni, ekki bara rappara. Hins vegar er það nú svo að lsland er í síauknum mæli að fá til sín stór númer og það er auðvitað bara mjög gott mál,“ segir ísleifur, en hann seg- ist ekki trúa öðm en að þetta verði hinir bestu tónleikar. Snoop er nú ekki þekktur fyrir annað en góða og skemmtilega sviðsframkomu svo að aðdáendur ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum í Egilshöllinni. Kappinn, sem kemur hingað til lands á sunnudaginn, lætur mikið fyrir sér fara og fer ekki leynt með mikilvægi öryggisins þegar tónleika- ferðir em annars vegar. „Sjálfur kem- ur hann í einkaþotu með einhveijum lífvörðum og hans nánasta samstarfs- fólki, en hljómsveitin og aðrir úr 'crewinu' sem samanstendur af 30 Ryðfrítt alvöru gasgrill - engar afsakanir! manns koma í annarri vél. Það er sko ekkert verið að lækka „standardinn" þegar komið er til ís- lands greinilega," segir ísleifur. Tónleikarnir hefjast um kl.20:00 en þá munu íslenskar hljómsveitir trylla lýðinn. Forgotten Lores hefja leikinn, en á eftir spilar hljómsveitin Hjálmar og því næst Hæsta Hendin, auk þess sem DJ Ramp- age mun þeyta skífum á milli at- riða. Hljómsveitirnar hafa allar lagt mikið í sín atriði og fengið til liðs við sig úrval góðra tónlistarmanna. Enn er hægt að nálgast miða hjá Skíf- unni, event.is og í síma 575-1522 en ef einhveijir miðar verða eftir verður selt í Egilshöll tónleikadaginn eftir kl,13:00. Nýtt tölublað komið í verslanir Tryggðu þér eintak á næsta sölustað 'u^P3rnír cd Þlor$j Nánari upplýsingar í síma 5111001 Skúlagötu 63-105 Reykjavík

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.