blaðið - 15.07.2005, Blaðsíða 22
Fer Guti til
Tottenham?
Umboðsmaður spænska leik-
mannsins Guti sem leikur með Reai
Madrid hefur staðfest við fr éttamenn
að stjómaformaðin- enska úrvals-
deildarliðsins Tottenham, Daniel
Levy, hafi sýnt því áhuga á að Guti
komi til Tottenham. Zoran Vekic um-
boðsmaður sagði að tilboð væri á leið-
inni uppá um 575 milljónir íslenskra
krónafráTottenham. Guti er miðvall-
arleikmaður og er feykisnjall sem
slíkur. Hann var mjög óánægður með
hversu lítið hann fékk að leika í byij-
unarliði Real Madrid á síðastliðnum
vetri en hann hefur verið í 10 ár hjá
spænska stórliðinu. ■
Henriksen
• til Fram
Danski leikmaðurinn Bo Henrik-
sen sem verið hefur á mála hjá Val
í Landsbankadeildinni er genginn
til liðs við nágrannanna í Fram. Frá
þessu var gengið í gær. Henriksen
lék lítið sem ekkert með Valsmönn-
um í sumar en hann var aðeins einu
sinni í byrjunarliði og það var gegn
Reyni á Árskógsströnd í bikamum
þar sem hann skoraði tvö mörk. Bo
Henriksen sem er 30 ára gamall kom
til Vals frá B93 í Danmörku. Hann
hefur komið nokkuð víða við og með-
« al annars var hann hjá Kidderminst-
er á Englandi, Odense og Herfólge í
Danmörku. Framarar em að leita sér
að leikmönnum en félagaskiptaglugg-
inn fyrir leikmenn opnaðist í dag og
lokar á miðnætti þann 31.júlí.
föstudagur, 15. júlí 2005 I blaðið
Vieira er farinn til Juve
Tiger er kominn aftur
Opna Breska Meistaramótið í golfi
hófst í gær og var þetta í 134. sinn
sem mótið er haldið. Að þessu sinni
fer það fram á sennilega frægasta
golfvelli heims, Old Course vellinum
í St.Andrews í Skotlandi. Heimsins
besti kylfingur, Tiger Woods, átti
frábæran fyrsta dag og var eftir 12
holur kominn á 7 undir pari. Frábær
byijun hjá þessum 29 ára kylfingi.
Hann fékk síðan skolla á 13.ogl6.
en fékk fugl á 18.holu. Þar með lauk
hann hringnum á 66 höggum eða 6
undir pari. Þetta er betri byijun hjá
honum en árið 2000 þegar hann sigr-
aði á Old Course vellinum en þá lék
hann fyrsta hringinn á 67 höggum og
lauk íjórum hringum 19 undir pari
vallarins. Tiger Woods á möguleika á
að jafna met Jack Nicklaus en hann
er eini kylfingurinn sem hefur tvisv-
ar sinnum sigrað á Old Course vell-
inum á opna breska meistaramótinu.
Byijunin lofar að minnsta kosti góðu
fyrir Tiger. „Ég fór þrisvar sinnum í
glompu en ég er mjög sáttur við að
vera á 6 undir eftir daginn", sagði
Tiger Woods við fréttamenn eftir
gærdaginn. „Að sigra í annað sinn á
St. Andrews yrði frábært en það er
enn mikil vinna eftir", sagði Tiger
Woods.
Þegar hann sigraði á mótinu ár-
ið 2000 fór golfkúla Woods aldrei í
glompu á öllum fjórum hringunum.
Margir keppendur eru á 4 höggum
Kærkomin v
heimilishjáln
AA Hæsta elnkunn Þvottahæfni = A Spameytni = A
m Stillanleg hæð áefrikörfu
Þreföld lekavörn Engin lekahætta
1/2 hleösla Hasgtaðþvofefri eða neðri körfu ' eingöngu L.,.,..,,...,. 1
íjg Upplýsingaskjár Sýnir þvottakerfi, i hvar vélin er p stödd 1 kerfinu ■j
Uppþvottavélar - 2 gerðlr
Gerð IDW-128 alinnbyggð. Kr. 74.860
Gerð LS-12 hvít. Kr. 59.900
Taka 12 manna boröbúnað
8 kerfi, m.a. spar- og hraðkerfi
3 hitastig (40-60-70° C)
1/2 hleðsla (neðri og efri karfa)
Stafrænar stillingar (electronic)
Upplýsingaskjár sýnir þvottaferli o.m.fl.
Þreföld lekavöm (Total aquastop)
Fyrirframstilling (Delay timer) y
Hljóðmerki við lok kerfis
Hæðarstillanlegar körfur VP
Stálinnrabyrði og -sía v
Orkunýtni A (1,05 kwh pr. meðalþvott) W
Þvottahæf ni A
Hljóðlátar, aðeins 37 db (A)
Mánudaga - föstudaga kl. 9-18
Lokað á laugardögum í sumar
undir pari, þar nægir að nefna Jose
Mari Olazabal, Retief Goosen, Luke
Donald og Peter Lonard. Emie Els lék
ekki vel í gær. Hann var á 2 höggum
yfir pari og verður í dag í bamingi um
að komast í gegnum niðurskurðinn.
Vijay Singh sem er númer 2 á heims-
listanum var á 3 höggum undir pari
og er því þremur höggum á eftir Tiger
Woods og gæti auðveldlega blandað
sér í toppbaráttuna. Todda Hamilton
sem sigraði á mótinu í fyrra lék ekki
vel í gær og var á 2 höggum yfir pari.
Jack Nicklaus eða Gullbjöminn eins
og hann er oft nefndur, tekur þátt í
sínu síðasta atvinnumannamóti og
lék hann fyrsta hringinn ó 75 högg-
um eða 3 yfir pari. Mótinu lýkur á
sunnudag og er sýnt frá því ó Ríkis-
sjónvarpinu alla dagana. ■
Forróðamenn enska úrvalsdeildar-
liðsins Arsenal samþykktu síðdegis
í gær tilboð frá Juventus í fyrirliða
Arsenal, Patrick Vieira. Tilboðið
hljóðaði uppá 1581 milljón íslenskra
króna. Vieira semur við ítalíumeist-
ara Juventus til fimm ára og fær í
sinn hlut um 9.2 milljónir íslenskra
króna á viku. Vieira var í 9 ár hjó
Arsenal og á þeim tíma varð hann
þrisvar sinnum enskur meistari með
félaginu, 1998, 2000 og 2004. Patr-
ick Vieira er orðinn 29 ára gamall og
fyrir 9 árum fékk Wenger hann til
Arsenal á um 400 milljónir íslenskra
króna. „Þegar þú er hjá félagi í 9 ár
eins og ég hef gert er það vissulega
erfið ókvörðun að fara. En að lokum
verður maður að hugsa um framtíð-
ina, þetta var mjög erfið ákvörðun
en að lokum er ég ánægður", sagði
Vieira við fréttamenn í gær. „Ég tók
þessa ákvörðun um að fara vegna
þess að ég vil fá nýja áskorun, ný
markmið, ekki það að ég hafi verið
óánægður hjá Arsenal. Eg þarf bara
að breyta til og ég tel að Juventus sé
rétta félagið fyrir mig. Ég vil þakka
aðdáendum Arsenal. Þeir hafa verið
stórkostlegir". ■
1600 stúlkur í f ótbolta
Það verður mikið um að vera í Smór-
anum í Kópavogi um helgina. Yfir
1600 stúlkur á aldrinum 5 - 16 ára
verða þar að sparka fótbolta á hinu
árlega móti Breiðabliks. Mótið ber nú
heitið Símamótið, en fyrir 22 árum
þegar því var hrundið af stað hét það
Gull og Silfurmótið.
Það eru 29 félög skráð til leiks og
mæta þau með 162 lið. Liðin koma
víðsvegar að af landinu, BÍ frá ísa-
firði, Sindri frá Höfn í Hornafirði, KA
og Þór frá Akureyri, Selfoss, Ægir fró
Þorlákshöfn, ÍBV og ÍA og svo lið af
stór-Reykjavíkursvæðinu.
Mótið var sett í gærkveldi en
keppnin hófst í dag og það verður
keppt á morgun og á sunnudag fara
fram úrslitaleikimir. Það verður nóg
um að vera fyrir stúlkumar annað
en að sparka fótbolta. í kvöld verð-
ur Sprell og Diskó með Páli Óskari
Hjólmtýssyni í íþróttahúsinu í Smár-
anum. Annað kvöld klukkan 19.15
verður sérstakur fræðslufundur um
íþróttameiðsl kvenna í fótbolta og þá
sérstaklega hnémeiðsl. Strax á eftir
eða klukkan 20 hefst svo heljarinn-
ar ball í Smáranum þar sem Hildur
Vala, Selma Bjömsdóttir, Nylon og Á
Móti Sól koma fram.
Yfir 200 sjálfboðaliðar á vegum
Breiðabliks koma að þessari miklu
fótboltahátíð stúlkna í Smáranum. ■
Islandsmótið í hestaíþróttum
Keppni á íslandsmótinu í hestaíþrótt-
um hófst á svæði Andvara á Kjóavöll-
um í Garðabæ. í gær bám þijár grein-
ar hæst. 150 metra skeið þar sem Atli
Guðmundsson á Snúði fró Húsanesi
sigraði á 15.33, annar varð Sigurður
Óli Kristinsson á Glaumi frá Torfu-
felli á 15.35 og þriðji Árni Bjöm Páls-
son á Snilld frá Gillastöðum á 15.39.
Hinn sigursæli Sigurbjöm Bórðar-
son varð fyrsti íslandsmeistari þessa
móts þegar hann sigraði í 250 metra
skeiði á Óðni firá Búðardal á 22.95.
Annar varð Sigursteinn Sumarliða-
son á Kolbeini frá Þoroddsstöðum á
23.02 og þriðji Valdimar Bergstað ó
Feykivindi frá Svignaskarði á 23.05.
Það var mikil og spennandi keppni í
forkeppni meistaraflokks í fjórgangi.
Margir öflugir hestar em þar í efstu
sætum og úrslitin á morgun verða
mjög spennandi.
Staða efstu manna er þannig:
1. Olil Amble á Suðra frá Holstmúla
2. Sigurður Sigurðarson á Silfurtoppi frá Lækjamóti
3. Olil Amble á Svaka frá Holtsmúla
4. Sigurbjöm Bárðason á Sigri frá Húsavík
5. Hulda Gústafsdóttir á Pegasus frá Skyggni
Áfram verður keppt í dag en mótinu lýkur á morgun.
s’ %
7.93
7.87
7.67
7.57
7.57
Tilboð á plöntum í sumarbústaðinn
Lerki 490 kr. Birki 550 kr Blágreni 490 kr Loðvíðir 250 kr Myrtuvíðír 490 kr. Ilmreynir 950 kr Selja 550 kr. Sítkagreni 750 kr Hrúteyjavíðír 550 kr.
Ódýr og falleg sumarblóm
@ aflsláttur af körf um
Betri plöntur á góðu verði -Tilboð alla daga
Dagskrá helgarinnar er eftirfarandi:
Föstudagur15. júlí
09:00 Fimmgangur Meistaraflokkur
12:00 Matarhlé
13:00 Tölt Meistaraflokkur
15:00 P2100m flugskeið
16:00 Kaffi
16:30 Tölt 1. Flokkur
18:00 B - Úrslit Fjórgangur 1. Flokkur
18:30 B - Úrslit Fimmgangur 1. Flokkur
19:00 B - Úrslit Tölt 1. Flokkur
19:30 Matarhlé
20:30 B - Úrslit Fjórgangur Meistaraflokkur
21:00 B - Úrslit Fimmgangur Meistaraflokkur
21:30 B - Úrslit Tölt Meistaraflokkur
22:00 Dagskrárlok
Laugardagur 16. júlí
13:00 Móttaka
14:00 A - úrslit T2 Tölt Meistaraflokkur
14:30 A - úrslit Fjórgangur Meistaraflokkur
15:00 A - Úrslit Fimmgangur Meistaraflokkur
15:30 A - Úrslit Tölt Meistaraflokkur
16:00 Kaffi
16:30 A - Úrslit T2 1. Flokkur
17:00A-ÚrslitFjórgangur1. Flokkur
17:30 A - Úrslit Fimmgangur 1. Flokkur
18:00 A - Úrslit Tölt 1. Flokkur