blaðið - 15.07.2005, Blaðsíða 25

blaðið - 15.07.2005, Blaðsíða 25
blaðid I föstudagur, 15. júlí 2005 A/Íðtöl 25 Baráttan við Bakkus Áfengið var hluti af fortíð þinni, hversu mikið vandamál var það og er það ennþá vandamál? „Áfengi truflaði líf mitt en truflar það ekki í dag. Ég hef alkohólísk gen en áttaði mig ekki á því í mörg ár. Ég hef farið í tvær meðferðir og er stolt- ur af því. Án þeirra hefði ég sennilega drukkið mig í hel, þróunin er einfald- lega þannig hjá alkohólista ef hann gerir ekkert í sínum málum. Ég hef aldrei gefist upp á því að ná frelsi frá Bakkusi. Stundum hef ég ofmetið stöðu mína og boðið Bakkusi kinnina og þá hefur hann slegið mig fast. En slíkt er undantekning. Ég veit að áfengi er ekkert fyrir mig, það er ekkert flóknara en það.“ Hvað segirðu um allar kjaftasögurnar sem stinga alltaföðru hvoru upp koll- inum þegar þú átt í hlut. Á dögunum heyrði maður því haldið fram að þú hefðir verið drukkinn þegar þú varst á ferðalagi í Taílandi fyrir skömmu. „Já, sei sei já, hugsaðu þér, ég í sumarffíi með góðum vinum, sem ekki drekka, í annarri heimsálfu og fólk veltir sér upp úr því hér heima, hvort ég hafi verið að drekka bjór eða þaðan af eitthvað sterkara. Hvflík umhyggja eða hitt þó heldur, varla er þetta náungakærleikur. Þegar ég bjó í Taflandi komst tvisvar á kreik sú saga að ég væri dauður og í ann- að skiptið áttu hákarlar að hafa étið mig. Þetta gekk svo langt að tveir að- ilar hringdu í taflenska konsúlinn og spurðu hvemig best væri að koma lík- inu heim. Sögurnar verða illkvittnari með árunum því fólki finnst ekki nóg að heyra að Hemmi Gunn hafi dottið í það, því verður að fylgja krassandi saga. Ég gæti skilið þetta ef ég hefði verið að útata þjóðina með leiðindum og viðbjóði en ég hef ekki gert nokkr- um manni nokkurn skapaðan hlut. En fólk sem á í vandræðum með sjálft sig lítur ekki í eigin barm heldur tal- ar um aðra. Ég hef tekið út mikinn þroska. Ég stjórna lífi mínu. Áður kunni ég það ekki og lét aðra stjóma mér. Ég sveifl- aðist til og ffá tilfinningalega eftir því hvort fólk baktalaði mig eða hrósaði mér. Ég vissi ekkert hvert ég stefndi eða hver ég var. Kynni mínum af Ta- ílandi breyttu mér og ég breyttist enn meir eftir að hafa dáið og verið Kfgað- ur við. Ég er sáttur við sjálfan mig og ekki ósáttur við nokkurn mann. Ég treysti öllum þangað til annað kemur í ljós. Áður fyrr vantreysti ég öllum og það er erfitt að vera á ferli við slíkar aðstæður. Mér þykir enn vænna en áður um böm- in mín, aldraðan fóður minn og ekki síður vini mína. Þessi sambönd vil ég rækta. Þegar ég vann sem atvinnu- maður í íþróttum hafði ég ekki tíma til að rækta bömin mín og foreldra mína - það er að segja ég taldi mér trú um að það væri enginn tími til þess sem var Ég dó og endurfæddist og öðlaðist loks þá innri ró sem ég leitaði að áratugum saman mikill misskilningur því auðvitað get- ur maður alltaf ræktað sambönd við fólk sem manni þykir verulega vænt um. í dag veit ég að sönn vinátta er miklu meira virði en 20 jeppar eða 400 fermetra hús í Amarnesi.” Dregið út á mánudögum Ath. Taka má þátt eins oft og og þú viit, því fleiri innsendir seðlar, þeim mun meiri vinningslikur Fyrirsögn: Fullt nafn: Kennitala: Sími: Þátttökuseðill Sendist á - Blaðið, Baejarlind 14-16 201 Kópavogur I. i L L 2L J j blaóió = Vinningar Ferð fyrir 2 til Spánar með Sumarferðum Ipod frá Apple búðinni • Veiðigræjur frá ABU • Fjallahjól frá Húsasmiðjunni • Allt á grillið frá Goða • U'nuskauta frá Everest Skartgripir frá Gullsmiðju Óla Hægindastólafrá Rúm.is • Út að borðaá TGI Fridays • Dekurdag í Baðhúsinu Kvöldverð og Gistingu á Hótel Valhöll Bensín á bílinn frá Atiantsolíu og margt imrai 0€) VM.HÖU. þ Abu ' Garcta. FOR UFE.“ margtfleira... Taktu þátt og sumarið verður ógleymanlegt Næstu vikurnar ætiar blaðið að gera sumarfríið þitt ógleymanlegt Sendu okkur einhverja fyrirsögn úr Blaðinu og þú kemst í pott sem dregið verður úr einu sinni íviku og þú gætir komist til Spánar í boði Sumarferða eða unnið einhvern af glæsilegum vinningum sumarleiks Blaðsins... Klipptu út seðilinn hér að neðan og sendu okkur hann (Blaðið, Bæjarlind 14 -16, 201 Kópavogur) eða sendu okkur tölvupóst (með nafni kennitölu og símanúmeri) á netfangið sumar@vbl.is sumA

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.