blaðið - 15.07.2005, Blaðsíða 24

blaðið - 15.07.2005, Blaðsíða 24
Fyrrverandi sambýlismaður systur minnar var á staðnum, brást hárrétt við og veitti mér hjartahnoð. Hann gat ekki vakið mig en með því að hnoða hélt hann súrefni gangandi upp í heila, svo ég fæ honum seint fullþakkað. Ég var dáinn í átta mínút- ur, var þá lífgaður við, dó svo aftur en var endurlífgaður á ný. Mér var haldið sofandi á annan sólar- hring á gjörgæslu vegna ótta við heila- skemmdir. Þegar ég vaknaði skildi enginn hversu brattur ég var. Ég út- skrifaðist nokkrum dögum seinna og síðan hef ég ekki kennt mér meins. Þegar ég var kominn aftur á meðal ykkar tók við níu mánaða meðgöngu- tímabil, sem ég vil kalla draumatíma- bil. Á hverri einustu nóttu í nákvæm- lega níu mánuði dreymdi mig drauma sem ég mundi glöggt daginn eftir. Þar dvaldi ég með látnum ástvinum mín- inn, móður minni, fyrrum unnustu og fóstra mínum úr Dýrafirði. Enginn lif- andi maður var í þessum draumum. Ég er enn að ráða fram úr dauða mín- um og draumunum en veit ekki hvem- ig ég geri það. Mér hggur ekkert á í þeim efnum. Aðalatriðið er þakklæti fyrir að fá annað tækifæri í þessu lífi. Skömmu áður en ég fór af spítalanum spurði hjúkrunarfólk mig hvað ég ætl- aði að gera. Ég sagðist ætla að fara mér rólega og hugsa um heilsuna. Nei, þau áttu við með hvaða hugar- fari ég ætlaði að útskrifast. Þau sögðu mér að 75 til 80 prósent þeirra sem veikjast alvarlega fyllast ósjálffátt af sjálfsvorkunn. Aðrir útskrifuðust með því hugarfari að hafa gengið í gegnum merkilega reynslu. Það var mjög auðvelt fyrir mig að velja hvora leiðina ég ætlaði að fara. Ég ákvað að láta mína léttu lund vinna fyrir mig, en ekki bara fyrir aðra. Frá þeim degi hefur mér liðið vel. Ég vakna hress og kátur og sofha sæll og glaður, sáttur við Guð og menn. Ég dó og endurfædd- ist og öðlaðist loks þá innri ró sem ég leitaði að áratugum saman.” Sönn ást Þú nefndir áðan unnustu sem dó, var hún stóra ástin í lífinu? J5g hafði miklar ranghugmyndir um ástina þegar ég var ungur, eins og ég held reyndar að margir hafi. Ég var að leita að konu sem væri ótrúlega falleg, einstaklega vel gefin og stór- skemmtileg. Ég fann hana aldrei. Eitt sinn sagði ég tveimur vinum mínum að ég væri að leita að þessari konu. Þeir spurðu hvemig hún liti út, hvort hún væri dökkhærð eða ljóshærð. Ég hafði ekki hugmynd um það. Þá átt- aði ég mig á því að ég var að leita að því sem ekki var til. Nú held ég að ást byggi á vináttu og vináttu byggir maður á trausti og virðingu. Fólk byrjar oft á vitlaus- um enda í samskiptum. Ef það á fyrir mér að liggja að eiga konu þá verður hún besti vinur minn. Þegar ég var atvinnumaður í knatt- spyrnu kynntist ég stúlku í Austur- ríki. Ég var ekki á þeim buxunum að verða ástfanginn og því síður hún sem var í lögfræðinámi. En í annað skiptið sem við hittumst vorum við sannfærð um að við ættum eftir að vera saman til æviloka. Hún dó í bíl- slysi mánuði fyrir brúðkaupið. Þetta var sönn ást og ég kunni ekki að vinna úr sorginni. 1 hörðum heimi atvinnumennskunnar fá menn ekki frið til að velta sér upp úr tilfinn- ingasemi. Það er sagt að tíminn lækni öll sár en ég held að það sé vitleysa. Maður lærir hins vegar að lifa með sorginni. Það var mér líka mikið áfall þegar móðir mín dó því hún var besti vinur minn. En ég á ekki annað en góðar minningar um þessar tvær konur, sem ég veit að fylgjast með mér úr öðrum heimi. Ég ber engin sár. Ég hef unnið mig frá fortíðinni og ef ég kynnist konu í dag þá mæti ég ekki með vandamál fortíðarinnar, sem því miður allt of margir gera.” kolbrun@vbl.is Skemmtiþátturinn Það var lagið er vinsælasti þátturinn á dagskrá Stöðvar 2, fyrir utan fréttir stöðv- arinnar. Hermann Gunnarsson, eða Hemmi Gunn eins og hann er ætíð kallaður, sneri aftur eftir hlé frá fjölmiðlum til að stjórna þættinum, sem líklegt er að verði áfram á dagskrá næsta vetur. „Ég ætlaði að hvíla mig á sjónvarpi í einhvem tíma en var boðið þetta verkefni, sló til og sé ekki eftir því,“ segir Hemmi. ,Jjíf mitt er þó ekki endilega bundið við fjöl- miðla. Þess vegna gæti ég gengið burt frá þeim á morgun án þess að það yrði hávaði inni í mér.“ Hemmi segist hafa tekið út mikinn þroska á síðustu árum, að hluta til vegna dvalar sinnar í Taílandi. „Ég þrosk- aðist meira á ferðum mínum þangað en á öll- um ferðum mínum hér heima. Ég er ekki búdd- isti en ber mikla virð- ingu fyrir búddisma. í Taílandi gera menn allt aðrar kröfur en við eigum að venjast. Lífið snýst um að hafa vinnu og eiga í sig og á. Allt annað en bónus. Hér sækjast menn umfram allt eftir veraldlegum gæðum en spyrja svo: „Hvar er hamingjan." Sögurn- ar verða illkvittn- ari með árunum því fólki finnst ekki nóg að heyra að Hemmi Gunn hafi dottiðí það, því verður að fylgja krassandi saga Ævisaga Hemma frestast en mun koma út í fyllingu tímans. „Hún verður ekki ijómatertusaga," segir Hemmi. „Maður verður að vera tilbú- inn að leggja líf sitt á borðið. Öðruvísi verður ævi mín ekki til umfjöllunar. Ég ætla ekki að skrifa bók til að særa aðra en óhjákvæmilega munu aðrir koma við sögu og þá kannski ekki alltaf í helgiljóma því sannleikurinn mun ráða ferð.“ Vakinn upp frá dauðum Um hálsinn ber Hemmi lítið búdd- anisti úr skfragulli en það er gjöf frá konungi Taílands. „Ég gerði á sínum tíma heimildarmynd um Taíland sem sýnd var í Ríkissjónvarpinu. Mér var boðið í móttöku til konungsins sem er nokkurs konar dýrlingur í Taflandi. Konungurinn reyndist býsna fróður um ísland, þekkti nafn Vigdísar Finn- bogadóttur og hafði ágæta þekkingu í íslendingasögum. Hann færði mér litla öskju að gjöf og hana opnaði ég ekki fyrr en ég var kominn aftur á hótelið. I henni var nisti með litlum gullbúdda. Nistið hef ég borið síðan, hvort sem það bjargaði mér frá dauða eða ekki.“ Um tveggja og hálfs árs skeið bjó Hemmi í Taflandi. Þangað kom hann fyrst árið 1988 en settist þar að árið 2000 og bjó þar í tvö og hálft ár. Hann fór þangað upphaflega til að skrá hjá sér atburði úr ævi sinni vegna hugsanlegrar ævisögu. „í þjjátíu og fimm ár hafa hin ýmsu bókaforlög falast eftir ævisögu minni. Ég hef ekki verið til- búinn í það verk en ákvað að skrá hjá mér punkta meðan ég myndi glöggt atburði. Ég hafði verið í þijá mánuði í Taflandi þegar ég kynntist tælensk- um milljónamæringi. Hann sagði úti- lokað fyrir hressan og kátan mann eins og mig að loka sig inni við skrift- ir og hann leigði mér einn af fimmtán veitingastöðum sem voru í hans eigu. Vegna þessa flengdist ég í Taflandi og lítið varð um skriftir. Þetta varð eins og annað í mínu lífi, ég stefndi eitt og fór annað." Hemmi vísar þama í raun- verulegan dauða sinn eftir hjartaáfall. í febrúar 2003 var hann að sinna daglegum rekstri veitingastaðarins í Taflandi þegar vinkona hans, Ragnheiður Ólafsdóttir spá- miðill, hringdi til hans og varaði hann við veikindiun. „Ragnheiði kynntist ég fyrst á Þingeyri þegar ég var þar á ferð með Bylgjulestinni. Á þeim tíma hafði ég efasemdir um miðla og dulræn fyrirbæri en Ragnheiður sá allt mitt líf og lýsti í smáatriðum látinni móður minni og unnustu sem ég missti. Nú hringdi hún í mig til að segja mér að ég væri veikur og ætti að koma heim. Ég fann ekki að neitt væri að mér en viku seinna leið yfir mig á veitinga- staðmnn sem ég rak. í ljós kom að ég var með of háan blóðþrýsting. Ég sneri til íslands í stutta ferð, var þreklítill og kenndi um æfíngaleysi. Ég bjó hjá systur minni og eitt kvöldið hringdi Ragnheiður og sagði að ég yrði að leita læknis því ég væri alvarlega veikur. Ég fór ekki að ráðum hennar. Kvöld- ið eftir var ég að horfa á sjónvarpið þegar slokknaði á mér. Því fylgdi eng- in sársauki. í dauðanum sá ég mikla ljósbirtu og litlar verur og fann fyrir ákafri vellíðan. Þetta eru mjög skýrar minningar í mínum huga. HjartaHeill ‘ UHDSSAMIðKHJ/UntóJÚKUWU Hrinaurinn. 1400 km á 15 döaum! Söfnunarsímar: 907-2001 og skuldfærast þá 1000 kr. af símareikningi 907-2003 og skuldfærast þá 3000 kr. af símareikningi Bankareikningur söfnunarinnar er 513-14-606030 kt. 511083-0369 Það skiptir okkur öll máli LYSING ÖRYGCISMIDSTÖD (SLANDS Ath! föstudagur, 15. júlí 2005 I blaðið afslátturl Allar EGO kvittanir veita 25% afslátt í Laugarásbíó ra^fi m ÉS § eGO Ódýrt bensín + ávinningur! Hemma Gunn

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.