blaðið - 15.07.2005, Blaðsíða 19
bladið I föstudagur, 15. júlí 2005
19
René
Franski heimspekingurinn og stærð-
fræðingurinn René Descartes fæddist
31. mars 1596. Hann var af yfirstétt
en faðir hans, Joachim var lögmaður
og sonur læknis en móðir Descartes,
Jeanne Brochard var dóttir virts liðs-
foringja úr franska hernum. Árunum
1606-1614 varði Descartes í Jesúíta-
skólanum í La Fléche þar sem hann
náði ffamúrskarandi árangri. Árið
1616 tók hann lagapróf frá Poitiers
skólanum. Hann þótti gríðarlega efni-
legin- nemandi en hætti bóknámi til
að skoða heiminn.
Hugsuðurinn ferðast
Árið 1618 ferðaðist Descartes
til Hollands með herra Maurice de
Nasseau þar sem hann skrifaði m.a.
ritgerð um tónfræði, Compendium
musicae. Þaðan lá leið hans til Þýska-
lands þar sem hann gekk í her Max-
imilians frá Bæjaralandi. Sú ferð
er talin hafa haft djúpstæð áhrif á
Descartes. Hann hætti í hernum og
fór að ferðast. í Frakklandi skrifaði
hann ritgerð um skylmingar, sem nú
er týnd, en hann varði þó miklum
tíma sínum til hugsunar og skoðun-
arferða. Hann ferðaðist um sveitir og
fór einfórum og velti fyrir sér öllu því
sem fyrir augu hans bar. Árið 1628
hóf Descartes að skrifa ritgerð um
Heiminn, Le Monde.
Hættir við heiminn
Árið 1633, þegar Heimurinn var
við það að vera tilbúinn til útgáfu, fór
fram fordæming á kenningum Galíle-
ós Galilei sem varð til þess að Descart-
es styggðist og hætti við að gefa hann
út. Fjórum árum seinna gaf þó dótt-
ir hans út nokkra þætti bókarinnar
m.a. um ljós- hálofta- og rúmfræði og
þekktasta hlutann, sjálfan Inngang-
inn, sem nefnist Orðræða um aðferð.
í Orðræðu um aðferð, lýsir Desc-
artes því hvemig hann braust úr
hlekkjum fyrri hugmyndafræði og
skoðanna og losaði sig úr viðjum for-
dóma til að hann gæti „[beitt] skyn-
seminni rétt og leita[ð] sannleikans
í vísindum". Hann hafnaði því öllum
fyrri hugmyndum sínum, skoðunum
og bóknmámi og hófst handa við að
reisa sér nýjar skoðanir frá grunni.
Slík afneitun fyrri hugmyndaffæði
er af fræðimönnum kölluð efahyggja.
Öfgakenndur efahyggjumaður myndi
þannig efast um allt sem hann sér
og heyrir og reyna á eigin spítur að
botna í heiminum í kringum sig - efa-
hyggjumaður trúir einfaldlega ekki
öllu sem hann les og heyrir.
Til þess að takast ætlunarverk
sitt, setti Descartes sér reglur sem
hann hét að fara eftir í einu og öllu.
Þessar reglur áttu að lýsa veg gagn-
rýnnar hugsunar, sem felst í því að
ganga ekki að neinu vísu og mynda
sér ekki skoðun á neinu nema að vel
athuguðu máli.
Reglur efans
Fyrsta reglan sem Descartes setti
sér var til þess ætluð „að forðast hvat-
vísi og hleypidóma". Þessa reglu má
kalla innsæisregluna en hún sagði að
ekki væri hægt að ganga að neinu vísu
nema það væri svo augljóst og víst að
ekki væri hægt að efast um það. Önn-
ur reglan fólst í því að „rekja sundur
hvern þann vanda sem [Descartes]
[fékkst] við, í eins marga smáþætti
og auðið væri og með þyrfti til að ráða
betur við hann“. Tilgangur þess að
greina vandann niður í smærri þætti
var því líklega sá að öðlast skýra yf-
irsýn á einstaka mál og koma þannig
í veg fyrir að taka ósannindi trúan-
leg. Þriðja reglan „var að hugsa í
réttri röð með því að byrja á hinum
einfóldustu og auðskildu atriðum og
fikra sig síðan fram uns hin fjölþætt-
ustu liggja í augum uppi”. Fjórða og
síðasta reglan var að gera vandaða
yfirferð og athugun á því ferli sem
fyrri reglurnar útlistuðu. Hún var því
öryggisventill sem hafði það hlutverk
að Descartes „sæist ekki yfir neitt".
Sem vinnulögmál setti hann sér mörg
boðorð til að tryggja það að hann gæti
fylgt reglunum fjórum á vísindalegan
máta.
Descartes og efinn
Óður til nútímamannsins
Hvort sem Descartes hafi tekist
að mynda sér „réttar" skoðanir með
aðferð sinni eða ekki er ljóst að hún
á fullt erindi við nútímamEmninn. Á
hröðum tímum alþjóða- og hnattvæð-
ingar er mikilvægt að þjóðin haldi
óskertri dómgreind sinni og heims-
kist ekki. Áróðursstríð ríkir t.d. milli
Íraksstríðssinna og andstæðinga
þeirra. í slíkum andlegum vopna-
burði er mikilvægt að fólk sé meðvit-
að um takmarkað sannleiksgildi ým-
issa fullyrðinga. Því er það félagslega
nauðsynlegt að almenningur efist um
allt það sem hann heyrir í fjölmiðlum
og les í bókum. Að fólk athugi sjálft
hvort ýmsar fullyrðingar séu sannar,
með því að ferðast, skoða gögn sem
að málunum liggja eða með því að
hlusta á eins margar ólíkar skoðanir
og hugsast getur.
Aðferðin sem Descartes gaf okkur
er ekki fullkomin en hún er þó dæmi
um það hvernig nólgast má viðfangs-
efhi á fræðilegan en gagnrýninn
máta. Descartes dó úr lungnabólgu
áriðl650, 54 ára, þar sem hann var
við hirð Kristínar Svíadrottningar að
sinna kennslustörfum.
Nýtt útilitakort á næsta sölustað
Við erum sérfræðingar í útimálningu
Áratugarannsóknir á þakjárni og áhrifaþáttum yfirborðsmeðhöndlunar
og strangar prófanir meó hliósjón af séríslenskum abstæóum og
álagsþáttum hafa verió grundvöllur aó vöruþróun og gefió þakmálningu
frá okkur sérstöóu á íslenskum markaói.
Tryggðu þakinu betri endingu
.
___________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________
Þakmálning sem þolir
íslenskt veðurálag
ÞOL
- létt í notkun og myndar
sterka lakkfilmu.
- miki& ve&runarþol.
- fyrir bárujárnsþök og
a&ra málmfleti utanhúss
Útsölustaðir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfirði • Málningarbúðin Akranesi
Byko Akranesi • Axel Þórarinsson, málarameistari, Borgarnesi • Verslunin Hamrar, Grundarfirði • Litabúðin Ólafsvik
Núpur byggingavöruverslun isafirði • Vilbelm Guðbjartsson, mélarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sauðárkróki
Byko Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfirði • Byko Reyðarfirði • Verslunin Vik, Neskaupstað • Byko Selfossi
Miðstöðin Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Rúnar Sig. Sigurjónsson, málarameistari, Grindavik
máíning
■það segir sig sjólft-
Akrýl - ÞOL
- létt í notkun.
- mjög gott ve&runarþol
- fyrir bárujárn, ýmsar ger&ir af
klæ&ningum og a&ra málmfleti
utanhúss.