blaðið

Ulloq

blaðið - 18.07.2005, Qupperneq 23

blaðið - 18.07.2005, Qupperneq 23
blaðiö MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2005 VÍSINDI I 23 Sólin, stjarnan okkar Lif á Mars Árið 1877 teiknaði Giovanni Schiaparelli fyrsta kortið af yfirborði reikistjörnunnar Mars. Á það teiknaði hann kerfi af því sem hann kallaði farvegir eða „canali". Orðið var ranglega þýtt á ensku sem „canal“ sem benti til þess að vitsmunaverur hafi grafið skurði þvers og kruss um reikistjörnuna. í kjölfarið spruttu margskonar sögur af Marsbúum sem ollu mikilli geðshræringu. Ljósmyndir könnunarfara síðari tíma sýndu engin merki um skurði á Mars og er talið að einungis hafi verið um skynvillu og hugarburð að ræða. Sýndu myndirnar hins vegar yfirborð alsett gígum (að hluta til) sem bendir til þess að það sé nokkuð gamalt. Síðan skarpari myndir tóku að berast hefur margt forvitnilegt komið í ljós. Uppþornaðir árfarvegir, kvíslamynstur og merki um stöðuvötn benda sterklega til þess að vatn hafi runnið á Mars í fjarlægri fortíð. í dag er vissulega ekkert fljótandi vatn á annars þurru yfirborðinu. Lítill þrýstingur og lágt hitastig leyfa það einfaldlega ekki. Vísindamenn eru þó ekki lengur í vafa um að vatn hafi eitt sinn runnið á yfirborði Mars. Því getum við fullyrt að áður fyrr voru aðstæður öðruvísi þ.e. að Mars hafi e.t.v. haft þykkari lofthjúp sem leyfði vatn í fljótandi formi. Reikistjarnan Mars hefur helmingi minna þvermál en förðin og aðeins 10% af rúmmáli Jarðar. Það er því rétt að álykta að Mars hafi kólnað mun hraðar en Jörðin (reikistjörnur geisla frá sér varma út í geiminn) og er Mars nú talin jarðfræðilega óvirk reikistjarna. En hvert fór allt vatnið? Talið er að vatnið kunni að leynast undir yfirborðinu og einnig í pólhettunum. Rannsóknir benda til þess að pólhetturnar séu a.m.k. að hluta til úr vatnsís. Mars er vafalaust ein áhugaverðasta reikistjarna sólkerfisins. Hún er einn af fáum stöðum í sólkerfinu þar sem líf hefði getað kviknað. I Uppþornaðir árfarvegir á yfirborði Mars. Fjölmörg könnunarför hafa verið send til Mars bæði brautarför og lendingarför. Fyrstu Víking lendingarförin greindu sýni úr jarðvegi Mars sem reyndust lífvana. Á síðasta áratug lenti Mars Pathfinder á yfirborðinu og innihélt lítinn jeppa sem framkvæmdi rannsóknir áberginu í kring. Árið 2004 lentu jepparnir Spirit og Oppurtunity á Mars og hafa þeir reynst sérlega gagnlegir. Þeir aka enn um yfirborðið. Til að gera langa sögu stutta hafa hingað til engin lífsmerki fundist á Mars. Við vitum ekki hvort líf er þar að finna. Stór hluti vísindamanna telur það tímasóun að leita að lífi á Mars og telja hyggilegra að leita að merkjum um útdautt líf þar. Aðrir halda í vonina og eru bjartsýnir um að einhver lífsmerki finnist þar sem aðeins þurfi eitt dæmi til þess að sýna fram á lifandi reikistjörnu. Hins vegar er mun erfiðara að sanna að ekkert líf sé á Mars. Það að líf finnist á Mars, útdautt eða ekki, hefur í för með sér þýðingamiklar staðreyndir um líf í alheiminum. Það að í okkar sólkerfi hafi kviknað líf, ekki aðeins einu sinni heldur tvisvar, bendir til þess að líf getur verið algengt í alheiminum. Framtíðaráform okkar liggja m.a. í mannaðri geimferð til Mars. Þess konar verkefni mun verða afskaplega dýrt og áhættusamt. Slík geimferð yrði sex ár á leið sinni til Mars og myndi krefjast mikils undirbúnings. Ekki mun slíkri reisu verða hleypt af stokkunum fyrr en í fyrsta lagi á þriðja áratug þessarar aldar. En eitt er víst, slíkt yrði lítið skref fyrir mann en annað risaskref mannkyns. I augum almennings er sólin heitur eld- hnöttur sem varpar ljósi á daglegt líf okkar. Flestir líta á sólina sem sjálfsagð- an hlut og kæra sig ekkert um hana með- an hún skín og geislar frá sér orku. En til þess að skilja tilvist okkar verðum við að skilja eðli sólarinnar. Hvað er sólin í raun og veru? Úr hverju er hún og hvers vegna skín hún? Sólin er stjarna rétt eins og allar aðrar stjörnur á næturhimninum. Hún er langstærsti meðlimur okkar sólkerfis og hefur að geyma um 99,9% massa þess. Af massa hennar er um 74% vetni, 25% helíum og 1% önnur þyngri frum- efni. Hitinn á yftrborðinu er um 5800 gráður á Kelvinskvarða (u.þ.b. 5530°C). Sólin skín vegna þess hve heit hún er því allir hlutir sem eru heitari en um- hverfi sitt geisla frá sér varma. I miðju hennar er hitinn og þrýstingurinn svo mikill að vetniskjarnar geta rekist sam- an og myndað helíumkjarna (kjarna- hvörf). Helíumkjarninn er ögn léttari en vetniskjarnarnir sem mynduðu hann. Massamunurinn kemur fram í gífurlegri orkulosun samkvæmt hinni frægu jöfnu Einsteins E=mc2, þar sem E er orkan, m er massamunurinn og c er ljóshraðinn. Ljósafl sólarinnar (ork- an sem hún geislar frá sér á sek.) er um 390.000.000.000.000.000 gígavött. Til samanburðar er uppsett afl Kárahnjúka- virkjunar aðeins um 0,69 gígavött. Sól- in umbreytir stöðugt massa í orku og á hverri sekúndu tapar hún um 4 milljón tonnum af massa sínum! Okkur finnst þessi tala geipistór en hún er hlutfalls- lega lítil miðað við heildarmassa sólar- innar og hefur lítil áhrif á gang hennar. Vetnið er eins konar eldsneyti sólarinn- ar og þegar það hefur allt breyst í helíum þá nálgast sólin endalok ævi sinnar. Sól- in á þó nóg eldsneyti eftir og mun skína a.m.k. fimm milljarða ára til viðbótar. Mikil og hamfarakennd virkni á yfir- borði sólarinnar kemur fram í ýmsum fyrirbærum á yfirborðinu. Þar eiga sér stað umbrot á borð við sólkorn, sól- kyndla og sólbletti. Síðan má nefna hin miklu kórónugos þegar sólin þeyt- ir frá sér gríðarheitu rafgasi langt út í geiminn (nánar á www.stjornuskodun. is). Sólvindurinn er straumur hlaðinna agna frá sólinni sem skella á segulsviði jarðar og orsaka suður- og norðurljósin við pólana. Þegar mikillar virkni gætir á sólinni eru norðurljósin í hámarki. Sólin er undursamlegt gangverk nátt- úrunnar og er eftirtektar virði. Gerum okkur grein fyrir því að án sólarinnar væri ekkert líf mögulegt á jörðinni og enginn hér til að njóta þess. Þegar við lítum á okkur sjálf á alheimsvísu verður ekki hjá því komist að líta til sólarinnar með hrifningu. Útsala í Sony Center KLV-20SR3S 20" LCD sjónvarp • 3D kamfilter fyrir PAL og NTSC • 2x scarttengi 7.900 krónur á mánuði vaxtalaust* 94.800 krónur staðgreitt. Verð áður 107.988 krónur • --SMg Oj DCR-PC55 Stafræn myndavél • 3" snertiskjár • 12x optical Carl Zeiss linsa • Tengistöð einfaldar allar tengingar • Alvöru klippihugbúnaðurfylgir 6.499 krónur á mánuði vaxtalaust* 77.988 krónur staðgreitt. Verð áður 89.940 krónur Alvöru klippihugbúnaður fylgir! DSR-HC22 Stafræn myndavél • 2,5 snertiskjár • 20x optical Carl Zeiss linsa • Tengistöð einfaldar allar tengingar • Alvöru klippihugbúnaður fylgir 4.549 krónur á mánuði vaxtalaust* 54.588 krónur staðgreitt. Verð áður 59.940 krónur DSC-S90 & 512 MB minniskort Stafræn myndavél • 4,1 milljón pixlar 2.999 krónur á mánuði vaxtalaust* 35.988 krónur staðgreitt Verð áður 41.940 krónur 12 MB minniskort ð verdmæti 10.995,- Alvöru klippihugbúnaður fylgir! DAV-SR2 Heimabíó • 600W magnari RMS S-Master digital • Útvarp FM/AM RDS • Spilar SVCD/DVD-R-DVD-RW/JEPG og MP-3, Dolby Digital, DTS og PLII 59.950 krónur Verð áður 89.950 krónur like.no.other' Sony Center Kringlunni 588-7669/588-SONY www.sonycenter.is Sony Center *Miðað við 12 vaxtalausar jafnar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabróf. 0,5% stimpilgjald beetist við samningsfjárhaaðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann. Kári Helgason

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.