blaðið

Ulloq

blaðið - 21.07.2005, Qupperneq 2

blaðið - 21.07.2005, Qupperneq 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2005 blaðiö Kári Stefánsson Vann í tvo daga fyrir fríið Það vakti athygli að þrátt fyrir að Kári Stefánsson, forstjóri Islenskr- ar erfðagreiningar, hafi ráðið sig til vinnu á taugalækningadeild Land- spítalans í eina viku hafi hann séð sér fært að mæta til New York þar sem hann opnaði Nasdaq markað- inn í gær. Elías Ólafsson, yfirlæknir á deildinni, segir að vitanlega fái Kári einungis greitt fyrir það þeg- ar hann mæti til vinnu. Hann hafi þó unnið vel fyrri tvo daga vikunn- ar og búist var .við honum aftur til vinnu í dag. Hann sinnir hefðbundn- um störfum taugalæknis á deildinni auk þess sem hann hefur sérfræði- þekkingu sem nýtist vel í starfi. Kári hafi verið að hlaupa undir bagga með taugalækningadeildinni í sumarleyfum. ■ /irtfnr ér sfriunr Agreiningur um stefnuna leiddi til uppsagnar Páls HELLUSTEYPfl JVJ VAGNHÖFÐA 17 SÍMI 587 2222 Páll Magnússon, sjónvarps- og fréttastjóri Stöðvar tvö, hefur lokið störfum hjá 365 ljósvaka- miðlum og hefur sótt um stöðu útvarpsstjóra RÚV en umsókn- arfrestur til hennar rennur út i dag. Um leið var kynnt að Róbert Marshall yrði framkvæmdalegur forstöðumaður nýs fréttasviðs en Sigmundur Ernir Rúnarsson fréttastjóri. Róbert mun vegna þessa láta af embætti sem formað- ur Blaðamannafélags fslands. „Ég tilkynnti eigendum og stjórn- endum 365 það á mánudag að ég hefði tekið þá ákvörðun að hætta. Ástæðan er sú að ég er í grundvall- aratriðum ósammála þeirri stefnu sem hefur verið mörkuð fyrir fyr- irtækið", sagði Páll í samtali við Blaðið. Hann vildi ekki fara nánar út í það í hverju sá ágreiningur fæ- list. „Ég skýrði það fyrir eigendum og stjórnendum í smáatriðum hvað það væri sem ég væri ósáttur við og UTSALA Nú 50% afsláttur aföllumvörum RALPH LAUREN af hverju. Að svo komnu máli vil ég ekki tjá mig um það frekar." Frekari breytinga von f gær var einnig kynnt að 365 miðlar hefðu keypt allt hlutafé í kvikmyndafyrirtækinu Saga Film sem fengist hefur við gerð auglýs- inga og sjónvarpsþátta, m.a. fyrir 365 og Skjá 1. Ekki mun hafa borist formlegt erindi til Samkeppniseft- irlits vegna kaupanna. Eins og Blað- ið greindi frá á dögunum mun 365 hefja útsendingar nýrrar fréttastöðv- ar í haust en hún mun senda út í 16 tíma á dag. Um leið og allar þessar breytingar voru kynntar var svo greint frá þvi að áskriftin að Söð 2 yrði hækkuð um 8%. Gunnar Smári hefur sigur Ekki liggur nákvæmlega fyrir í hverju ágreiningurinn, sem Páll Magnússon nefndi, felst. Samstarfs- menn hans á Stöð 2 segja þó ekkert leyndarmál að hann hafi verið mjög ósáttur við þau áform Gunnars Smára Egilssonar, framkvæmda- stjóra 365 miðla, að breyta fyrirtæk- inu i miðstýrt miðlunarhús. „Hug- myndir Gunnars Smára, þar sem öllu er grautað saman, alvarlegum fréttastofum og heiðgulum götublöð- um eru meira í ætt við skemmtana- iðnaðinn en fréttamennsku“, sagði einn fyrrverandi samverkamann Páls. „Ég held hann hafi einfaldlega ekki viljað taka þátt í því að hleypa af stokkunum alls kyns verkefnum sem hann telur fullkomlega von- laus.“ Heimildarmenn Blaðsins innan 365 miðla telja að með breytingun- um sé Gunnar Smári búinn að ná öllum þráðum innan miðlanna í sínar hendur. Sjónarmið hans um stefnu fyrirtækisins hafi orðið ofan á og helstu stjórnendur 365 ljósvaka- miðla séu sérstakir trúnaðarmenn hans. ■ Tugir missa vinnuna Suðurnes, stærsta fiskvinnslu- fyrirtækið í Reykjanesbæ, tilkynnti starfsmönnum sínum á fundi í gær að það myndi hætta starfsemi eftir sumarleyfi. Fjörutíu og fimm starfs- menn fyrirtækisins munu því missa vinnuna á næstunni. Þetta er enn eitt áfallið í fiskvinnslu en að undan- förnu hafa fjölmörg fyrirtæki sagt starfsmönnum sínum upp störfum og lagt upp laupana sökum rekstrar- erfiðleika. Starfsmenn í fiskvinnslu á Stöðvarfirði, Reyðarfirði og Bíldu- dal eru meðal þeirra sem sagt hefur verið upp störfum á þessu ári af þess- um sökum. Nóg að gera fyrir fisk- vinnslufólk á svæðinu Að sögn Kristjáns Gunnarssonar, formanns Verkalýðs- og sjómannafé- lags Keflavíkur, eru þessi tíðindi aug- ljóslega mikið áfall fyrir starfsmenn fyrirtækisins. Hann bendir á að illa hafi verið staðið að uppsögnunum. „Það var ekkert samráð haft við starfsmenn og þeir fengu ekkert að vita. Ég hafði á tilfinningunni að Leit að rúmlega áttrœð- um manni í Þjórsárdal Fannst eftir að hafa ver- ið á göngu alla nóttina Um klukkan 11 í gærmorgun fundu björgunarsveitir mann sem leitað hafði verið að í Þjórsárdal síðan klukkan ellefu í fyrrakvöld. Maðurinn, sem er 82 ára, varð viðskila við fjöl- skyldu sína sem hafði tjaldað skammt frá bænum Skriðufelli og leitaði fjölskylda hans að honum fram á nótt. Lögregla kallaði út björgunarsveitir í Árnessýslu uppúr klukkan 4 um nóttina sem hófu þegar leit ásamt leitarhundum af höfuð- borgarsvæðinu. Um klukkan níu í gærmorgun var boðað út íjölmennt lið björgunarsveita af höfuðborgarsvæðinu og þyrla var komin í viðbragðs- stöðu þegar maðurinn fannst. Hann hafði verðið á göngu alla nóttina þegar hann fannst við góða heilsu rétt norðan við Dímon. Alls leituðu um 25-30 björgunarsveitarmenn og fimm leitarhundar í nótt og í morgun og um 50 björgunarsveitar- menn til viðbótar voru á leið inn á svæðið þegar leit lauk. ■ Stjórnmála- samband við Djíbútí Stofnað hefur verið til stjórn- málasambands milli íslands og Afríkuríkisins Djíbútí en fastafulltrúar landanna hjá Sam- einuðu þjóðunum, sendiherr- arnir Hjálmar W. Hannesson og Robel Olhaye, hafa undirritað yfirlýsingu þess efnis. Djíbútí liggur að Adenflóa í norð-aust- ur Afríku, milli Erítreu, Eþíópíu og Sómalíu. Ibúar landsins eru um 650 þúsund talsins. ■ starfsmönnum hefði verið sagt upp í fréttum fjölmiðla sem er að sjálf- sögðu ekki ásættanlegt.” Kristján segir að á hinn bóginn hafi atvinnuástandið á svæðinu verið gott að undanförnu og meðal annars hefur verið nokkur skortur á fólki til að vinna við fiskvinnslu. Því til staðfestingar væru fyrirtæki á svæðinu þegar farin að setja sig í samband við skrifstofu félagsins og benda á að þau væru tilbúin að taka við umræddu starfsfólki. SMARALIND O Heiðskírt Léttskýjað ^ Skýjað £ Alskýjað /-' Rigning, litilshátlar ý/? Rlgnlng Súld Snjókoma Slydda \J Snjóél \~j Skúr Amsterdam 18 Barcelona 28 Berlín 13 Chicago 25 Frankfurt 22 Hamborg 16 Helsinki 21 Kaupmannahöfn 17 London 23 Madrid 36 Mallorka 31 Montreal 23 New York 25 Orlando 27 Osló 18 París 23 Stokkhólmur 19 Þórshöfn 11 Vín 21 Algarve 30 Dublfn 19 Glasgow 17 13' 17° *>, 12° \»16° 0 16' 15° "©• |16 12” Veðurhorfur í dag kl: 18.00 Veðursíminn 302 0600 Byggt á upplýslngum frá Voðurstofu islands o mU CJI V Á morgun 16° 9 15° 15°^ 17°®

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.