blaðið

Ulloq

blaðið - 21.07.2005, Qupperneq 8

blaðið - 21.07.2005, Qupperneq 8
8 I ERLENDAR FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2005 blaðiö Fleiri deyja vegna fuglaflensu Fyrstu dauðsföllin í Indónesíu þegar maður og tvœr ungar dcetur hans létust vegna veirunnar Indónesísk yfirvöld hafa staðfest fyrstu dauðsföllin þar í landi vegna fuglaflensunar en 38 ára gamall maður og tvær ungar dætur hans létust á dögunum. Því hafa alls 57 látist í Asíu vegna veirunnar frá ár- inu 2003. Heilbrigðisráðherra Ind- ónesíu, Siti Fadilah Supari, sagði í gær að vísindamenn í Hong Kong hefðu staðfest að maðurinn og dæt- ur hans hefðu haft HsNi-tegundina svonefndu af fuglaflensunni. „Það er staðfest að þau létust af hefðbund- inni fuglaflensuveiru sem smitast ekki á milli manna“, sagði Supari. Supari talaði einnig um að ekki væri vitað hvar maðurinn og dætur hans hefðu smitast en sagði að afar líklegt væri að þau hefðu öll smitast á sama tíma. Þá sagði hún að heim- ili fjölskyldunnar hefði verið langt frá þeim svæðum sem fuglaflensa hefði komið upp. Þau létust á sjúkra- húsi með nokkurra daga millibili eftir að hafa öll þjáðst af alvarlegri lungnabólgu. Um 300 manns sem gætu hafa komist í snertingu við manninn og dætur hans hafa verið undir stöð- loftkœling ugu eftirliti. Þar á meðal er kona mannsins og þriðja dóttir þeirra en þau hafa engin merki sýnt um veik- indi, samkvæmt Supari. Landbúnað- arráðherra landsins hefur skipað að öllum svínum og hænsnum, í allt að þriggja kílómetra radíus frá staðn- um þar sem fuglaflensan kom upp, verði slátrað. Heimsfaraldur í nánd? Heilbrigðisráðuneytið staðfesti á dögunum að í Banten-hérði hefðu fundist svín sem sýkt voru af fugla- flensu. Óttast menn nú að veiran færist stöðugt nær mannfólkinu og hafa dauðsföll þremenninganna vakið enn háværari áhyggjuraddir. Sérfræðingar óttast að veiran geti stökkbreyst og orðið að bráðsmit- andi sjúkdómi sem berist auðveld- lega frá dýrum til manna eða jafnvel frá mönnum til manna. Gæti það orsakað heimsfaraldur veirunnar sem kynni að verða tugmilljónum að bana. Af þeim 57 sem látist hafa úr veir- unni voru 38 í Víetnam, 12 i Taílandi, fjórir í Kambódíu og nú þrír í Ind- ónesíu. Þá hafa tugmilljónir hænsna drepist eða verið slátrað vegna veir- unnar. ■ bjornbragi@vbl.is VerÖ frá 49.900 án vsk. ís-húsiö 566 6000 Ferðabox THUI Ocean 100 J 360 lítrar Ocean 600 /330 lítrar Spint 820 ^ 480 ,jtrar AÐALNÚMER - SlMI 520 B000 WWW.Stllling.IS SKEIFUNNI 11 RVlK. ■ SlMI 520 8001 SMIDJUVEGI 68 KÓP. ■ SlMI 520 8004 DALSHRAUNI 13 HFN. ■ SlMI 520 8003 BÍLDSHÖFÐA16 RVlK. ■ SlMI 520 8005 EYRARVEGI 29 SELF. • SlMI 520 8006 i Ipí&jí m > & f Cf Þýskir læknar og sjúkrahússtarfsmenn stungu sér til sunds i stöðuvatni á meðan á mótmælum stóð í Langenselbold, nálægt borginni Frankfurt í gær. Nokkur hundruð læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar frá fjölmörgum spítölum í ríkinu Hesse mótmæltu þunglamalegu skriffinnsku bákni í stjórnsýslukerfi spitalanna. Brak lestarvagnsins fjarlægt Lundúnalögreglan fjarlægði seint á þriðjudagskvöld brak lestarvagns- ins sem sprengdur var við Edgware Road lestarstöðina í árásunum í borginni fyrir réttum tveimur vik- um síðan. Sjö manns létust við Edg- ware Road, sem er í miðhluta Lund- únaborgar, en í heildina eru minnst 56 látnir eftir árásirnar. Sú tala gæti enn hækkað þar sem margir liggja alvarlega slasaðir. Lestarvagninn var vafinn þykku bláu plasti áður en honum var lyft af kranabíl ofan á stærðar flutninga- bíl. Verður vagninn í umsjá lögregl- unnar og munu vísindamenn rétt- arrannsóknadeildar halda áfram rannsóknum sínum. Lestarvagninn sem sprengdur var við Russell Squ- are er enn í göngunum þar en vagn- inn við Aldgate-stöðina hefur verið fjarlægður. Búist er við því að lestarferðir um göngin við Edgware Road og Ald- gate hefjist að nýju innan tveggja vikna en ferðir um Piccadilly Line, sem fer um Russell Square, munu liggja niðri í mun lengri tíma. H Breskir hermenn ákærðir fyrir striðsglæpi Þrír breskir hermenn sæta nú ákær- um fyrir stríðsglæpi og aðra glæpi í tengslum við dauða fanga í Irak í september 2003. Einn þeirra, Don- ald Payne, er ákærður fyrir morð en hinir tveir fyrir alvarlega illa með- ferð á fanganum. Hinn 34 ára gamli Payne er sagður hafa myrt Baha Mo- usa, hótelstarfsmann frá Basra, sem lést í haldi hermannanna eftir að hann var handtekinn. Þá er Payne einnig sakaður um grófar misþyrmingar á öðrum föngum. Fjórir hermenn til viðbót- ar hafa einnig verið ákærðir vegna tengsla við málið. Réttað verður yfir mönnunum sjö í breskum dómstól- um en ekki í stríðsglæpadómstóln- um í Haag. Bresk yfirvöld hafa legið undir miklu ámæli vegna þess hve langan tíma rannsókn málsins hefur tekið. Phil Shiner, lögfræðingur Mousa- fjölskyldunnar, sagði það óviðeig- andi að breski herinn réttaði yfir sínum eigin mönnum og sagði að réttast væri að gefa út hefðbundna morðákæru. Þá hafa fjórir aðrir hermenn verið ákærðir í öðru máli vegna dauða írasks manns sem drukkn- aði í skurði eftir að hafa verið lam- inn. Var sá í haldi hermanna vegna gruns um aðild að ráni. Einn mann- anna fjögurra sem ákærðir eru mun vera ofursti og hefur svo háttsettur maður aldrei verið ákærður fyrir glæpi tengda stríðinu í Irak. ■ Varð fyrir lest eftir lausn úr haldi lögreglu Maður sem ákærður var fyrir að setja á svið, ásamt félaga sínum, rán á móteli sem hann starfaði á varð fyrir lest og dó aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hann losnaði úr haldi lögreglu. Hinn 29 ára gamli Joseph Henderson, frá Tennessee- fylki i Bandaríkjunum, var látinn laus um klukkan 20.30 á mánudags- kvöld. Laust eftir klukkan 23.00 sama kvöld barst lögreglunni til- kynning um að maður hefði orðið fyrir lest og á slysstað fundu þeir lík Hendersons. Rannsóknarlögreglu- maður sagði málið vera í rannsókn lögreglu þar sem ekki væri útilokað að um morð hafi verið að ræða. ■ ímsmmsiB Tómstundahúsið Nethyl 2, sími 5870600, www.tomstundahusid.is

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.