blaðið - 21.07.2005, Síða 10

blaðið - 21.07.2005, Síða 10
10 I FERÐALÖG FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2005 blaðið Me Irakkaslé tta - Kópasket - Raufarhöfn og nágrenni Jarðhræringar og landsig Kópasker er kauptún við austan- verðan Axarfjörð (Öxarfjörð) og eini þéttbýliskjarninn í Öxarfjarðar- hreppi. Þarna var löggiltur verslun- arstaður um 1880. Kauptúnið fór að byggjast eftir 1910 og byggir afkomu sína á þjónustu við landbúnaðinn í nágrannsveitunum og fást unn- ar kjötvörur þaðan víða um land. Nokkur útgerð er frá Kópaskeri og gistihús og farfuglaheimili eru á staðnum. Stutt er til margra áhuga- verðra staða frá Kópaskeri, s.s. Húsa- víkur og Mývatns og þá eru Jökulsár- gljúfur, einhver mesta náttúruperla landsins, á næst grösum. Árið 1976 urðu jarðhræringar í Kelduhverfi sem ollu talsverðum skemmdum á mannvirkjum á Kópaskeri. Landsig varð í Kelduhverfi og Skjálftavatn myndaðist en það er meðal stærstu stöðuvatna landsins (11 km2). Melrakkaslétta Skaginn milli Öxarfjarðar og Þistil- fjarðar er ónefndur en oftast er talað um að fara fyrir Sléttu þegar ekið er með ströndum fram að þessum norð- austasta hluta landsins. Fjöllin þar eru allt að 400 metra há. Að vestan- verðu eru þau aðallega úr móbergi en að austanverðu ber á blágrýtis- fjöllum í bland. Rauðinúpur á vestan- verðum skaganum er ekki nema 73 metra hár. Rauða blæinn fær hann af gjalli sem bendir til fornrar eld- stöðvar. Þar iða björgin af svartfugli og nyrstu súlubyggð landsins. landsins. Heimskautsbaugurinn er aðeins þremur km norðar. Á sögu- öld er talað um skipakomur og brottfarir frá Hraunhöfn en þar var náttúruhöfn og gott skipalægi. Fóst- bræðrasaga segir frá vígi Þorgeirs Hávarssonar á tanganum. Þar var búkur hans dysjaður en hausinn var fluttur annað og síðan þá hefur ver- ið venja að bæta grjóti í dysina, sem stækkar ár frá ári. Nær miðnætursól Raufarhöfn er síminnkandi kauptún austan til á Sléttu og jafnframt hið nyrsta á landinu sem hefur verið lög- giltur verslunarstaður frá árinu 1836. Utgerð og fiskvinnsla eru uppistaða atvinnulífsins og á síldarárunum var Raufarhöfn einn helsti löndunar- og síldarvinnslustaður landsins og stærsta útflutningshöfnin fyrir síld. Ennþá sjást minjar þessara liðnu gós- endaga í þorpinu. Melrakkaslétta er nyrst allra staða á íslandi, nær mið- nætursól en nokkur annar staður á landinu. Mikið fuglalíf er á þessum slóðum yfir sumartímann og víða eru góðar aðstæður til fuglaskoð- unar, sérstaklega með ströndinni norður af Raufarhöfn. Áætlað er að yfir 20 þúsund norrænir vaðfuglar noti Melrakkasléttu sem viðkomu- stað á leið til varpstöðva sinna. Eyða má mörgum dögum á Raufar- höfn og í nágrenni til gönguferða, veiði og skoðunarferða almennt. Hótel Norðurljós bíður lesendum Blaðsins fría veiði í ýmsum vötnum á Melrakkasléttu um næstu helgi. Hraunhafnartangi á Melrakka- sléttu er nyrsti tangi landsins (66°32'3”N) rétt sunnan heimskauts- baugs. Vitinn, sem stóð á Rifstanga var fluttur þangað árið 1945. Hraun- hafnarvatn, sem er gott veiðivatn, er sunnan Hraunhafnartanga. Hraun- höfn var þekkt höfn og skipalægi á söguöld og nöfn margra fornkappa eru tengd henni. Vötn á svæðinu Skjálftavatn er í Kelduhverfi í N,- Þingeyjarsýslu. Nafn sitt fær vatnið af jarðhræringum sem urðu árið 1974 í Kelduhverfi og landsigi á landi sem nýbúið var að græða upp. Mynd- aðist þá stöðuvatn, sem er með stærstu vötnum landsins. Víkinga- vatn er í Kelduneshreppi á svipuð- um slóðum og í því eru bæði bleikja og urriði. Það er 2,4 km2, fremur grunnt og í 4 metra hæð yfir sjó. Vík- ingavatn er fornt stórbýli og sagan segir að þar hafi búið á landnáms- öld bóndi sá er Víkingur hét. Hann átti í illdeilum við Harald hárfagra sem sendi menn út til Islands til að drepa hann. Bóndi var að veiðum úti á vatninu þegar þeir komu. Þeir unnu á honum þegar hann kom að landi. Þeir hjuggu af bónda hausinn og settu í salt til að færa konungi og sanna afrek sitt. Þeir fóru Reykja- heiði til baka. Er þeir stönsuðu und- ir múla nokkrum var þeim litið á höfuðið. Það geyspaði þá ógurlega og þeir urðu svo hræddir, að þeir grófu það á staðnum. Þar heitir sið- an „Höfuðreiðar” og múlinn „Höfuð- reiðarmúli”. Frekari upplýsingar og góðar ferðaráðleggingar má finna á www.nat.is ■ Síðasta heiðarbýlið Undir Sléttu er grágrýti frá ísöld og ofan á því eru móar og mýrar líkt og í freðmýrum heimskautslanda. Blikalónsdalur er grunnlægð í lands- laginu sem liggur um hana miðja frá suðri til norðurs. Hún er leifar misgengisdals, líkt og við sjáum greinilegar á núverandi eldvirkum svæðum landsins, s.s. á Þingvöllum, á Reykjanesi og víðar. Dalurinn er u.þ.b. 20 km langur og skiptir Sléttu í austur- og vesturhluta. Að vestan- verðu er fjöldi stöðuvatna, tjarna, áa og lækja og gróin mýradrög á milli blásinna mela. Austan Blikalóns- dals eru þurrlendir móar á stangli. Grjót í dys fóstbróðurs Hraunhafnartangi er nyrsti hluti RENAULT Vönduð frönsk hönnun Einstök þægindi Fallegir litir 5 stjörnu NCAP öryggi Einstaklega sparneytinn Hlaðinn staðalbúnaði 3 ára ábyrgð Þú eignast hann fyrir kr. 1.970.000 Bílasamningur / Bílalán , kr. 20.500 á mánuði* > B&L Grjóthalsi 1 575 1200 www.bl.is % Moft bdinn handa þér 6,9 ltr/100km bemski MÖna&a

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.