blaðið - 21.07.2005, Side 12

blaðið - 21.07.2005, Side 12
12 I MATUR FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2005 blaöiö Euí Ragga Ómars Það sem mér finnst svo skemmtilegt þegar manni er boðið í matarboð eða fer út að borða er það þegar boð- ið er upp á skemmtilegt og frumlegt viðbit með brauðinu. Smjörið er nátt- úrulega gott og gilt en betra finnst mér að fá eitthvað mauk eða olíur. Það er endalaust hægt að leika sér með þetta því ég hef tekið eftir því að á veitingastöðum er þetta það fyrsta sem fólkið talar um og finnst rosa spennandi að ’ dýfa brauðinu eða smyrja með einhverju skemmti- legu og bragðgóðu viðbiti. Þetta geta verið hinir ótrúlegustu hlutir eins og mismunandi kryddað- ar olíur, ýmis konar smjör, bauna- mauk úr hinum og þessum baunum, „hummus“, maukaðar ólífur, tómatar eða ætiþistlar. Síðan er hægt að vera með olíu sem þú dýfir fyrst í og síð- an i ristaðar hnetur eða fræ. Mögu- leikarnir eru óteljandi! Hérna koma uppskriftir af nokkr- um viðbitum. Kveðja Raggi Ólífusmjör: 300 gr smjör (við stofuhita) 1 stk hvítlauksrif 100 gr svartar ólífur (steinlausar) Hnefafylli af ferskri steinselju Aðferð: allt maukað saman í raf- magnsblandara. Tómat- og paprikuídýfa 1 stk rauð paprika (miðlungsstór) 2 stk tómatar miðlungsstórir 1 stk hvítlauksrif 1 dl ólífuolía Hnefafylli af ferskri basil 1 tsk kapers Safi úr V2 sítrónu Blaðlö/Gúnd! Takið kjarnan úr paprikunni og tómötunum og setjið allt saman í rafmagnsblandara og maukið vel, bragðbætið með salti og pipar. Jógúrt- og parmesanídýfa 1 dós hrein jógúrt 1 dl rifinn parmesanostur ístk hvítlauksrif Safi úr Vi sítrónu Kúmen á hnífsoddi Hnefafylli af ferskri steinselju Salt og pipar Allt sett í rafmagnsblandara og maukað vel. Blaðið kynnir Delicato - Californía - USA. Fallega þykkt og bleikt, hefur magnaðan jarðaberja- og kiwi keim, sem endist út vínið. Einkennist af sætu sem gefur því suðræna stemningu. Það er vel þess virði að prófa vínið með bleikju eða léttum laxaréttum. Vínið er einn besti kosturinn fyrir mannfagnaði og með pinnamat eins og tapasréttum. Drekkist kalt! Ómissandi í útileguna eða sumarbústaðinn. Verð: 990,- V/HITE 7li, \ _ „Chilluð" frá Chile Stefán Baldvin Guðjónsson, Sommelier Undanfarin fimmtán ár hafa vín framleidd í Chile verið mjög vin- sæl á tslandi. Ástæðurnar eru þrjár. Vínin eru ódýr, gæðin eru mjög góð miðað við verðið og hægt er að stóla á að bragðið og gæðin verði eins frá ári til árs. Þar að auki erum við með vín frá há- gæðaframleiðendum hér á íslandi. Vitis vinifera Chile á ríka hefð í vínrækt, meðal annars fluttu Spánverjar inn vitis vinefera vínþrúguna til Chile á t6 öld. Á 19 öld var vínræktun í Chile bæði vinsæl og árangursrik. Margar vínþrúgutegundir frá Frakklandi voru fluttar til ræktunar í Chile um árið 1830 af Frakka að nafni Claudio Gay. Þar með sluppu þrúgurnar rétt fyrir horn frá tveimur af verstu faröldrum í vínrækt sem blossuðu upp í Evrópu á þessu tímaskeiði um 1850-1895. Þeir voru Phylloxera lús, sníkjudýr sem étur ræturnar á vin- viðnum og powdery mildew, mygla, sem drepur allt sem er grænt í vín- viðnum. Þó vínræktunin hafi verið vinsæl og gengið vel voru gæðin ekkert sérstök fyrr en seint á 20. öld- inni þegar útflutningur á víni hófst í Chile. 1 kringum 1990 fóru vín frá Chile að hljóta mikið hrós og vekja umtal fyrir að vera ódýr vín í háum gæðaflokki. Núna í dag eru fram- leidd ódýr, meðal dýr og dýr vín í Chile. Nánast allt vín er í óvenju háum gæðum miðað við verðið.Vín er ræktað á eftirtöldum svæðum í Chile; Aroncagua, Casablanca, Mai- po, Rapel, Maul og Bio-Bio. Vínþrúgur Þó að nokkuð af vínvið í Chile sé vel yfir 100 ára gamall og vin frá Chile sé að fá fleiri og meiri viðurkenning- ar með hverju árinu eru tvö frekar leiðinleg atvik sem hafa komið upp sem sýna að vínframleiðendur eiga ennþá ýmislegt ólært. Seint á áttunda áratugnum komst vínsér- fræðingur að því að ástæðan fyrir því að Chile gat ekki framleitt góð Sauvignon Blanc vín var sú að ekki voru notaðar Sauvignon Blanc vínþrúgur, heldur þrúgur sem voru kallaðar Sauvignesse, sem þýðir “ eins og Sauvignon”, en í raun er ekkert líkar þeim. Þvert á móti eru þær þrúgur frekar illa lyktandi og bragðvondar. Þegar vínframleiðend- ur leiðréttu loksins þessi mistök og fóru að rækta ekta Sauvignon Blanc komu önnur „mistök“ í ljós um sjö árum seinna. 90% af þeim vínþrúg- um sem voru flokkaðar sem Merlot voru í raun og veru komnar af vín- þrúgum sem voru fluttar inn frá Frakklandi fyrir yfir 100 árum síðan en vínframleiðendur eru löngu hætt- ir að nota í Bordeaux! Sú vínþrúga heitir Carmenére en það sem er skrítnast við þetta er að talið er að úr Carmenére þrúgunni í Chile fá- ist betra vín en úr Merlot þrúgunni. Carmenére þrúgan gefur Chile víni sérstöðu miðað við önnur og margir vínframleiðendur eru farnir að nýta þessa sérstöðu í dag og búa til vín úr 100 % Carmenére. Aðrar vínþrúgur sem eru notaðar í Chile í dag eru eftirfarandi: Hvítvín: Chardonnay, Semillion, Gerwurztr- aminer og Sauvignon Blanc. Rauðvín: Cabernet Sauvignon, Merlot, Car- menére, Syrah og Cabernet Franc. WWW.SMAKKAR1NN.IS

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.