blaðið - 21.07.2005, Síða 13

blaðið - 21.07.2005, Síða 13
blaðið FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2005 ÍATUR 113 Skemmtileg og öðruvisi ommiletta Auðvelt og þægilegt í morgunmat- inn eða úti í hádeginu á góðum sól- ardegi 5 egg í saxaður laukur t saxaður hvítlaukur í dós bambusrætur Vi msk svartur pipar 2 msk soya sósa 40 gr smjör Aðferð: í) Myljið bambusræturnar og bland- ið saman við laukinn, hvítlaukinn, saltið, piparinn og soya sósuna. 2) Bræðið smjörið á pönnu. Látið blönduna malla í 10 mínútur á pönn- unni. 3) Búið þá til ommilettuna með eggj- unum, setjið blönduna á helming- inn og brjótið hinn svo yfir þannig að þetta líti út eins og hálfmáni. Berið fram með chilli sósu eða tóm- atsósu. m Jarðarberja draumur - skemmtilegur sumarkokteill Innihald: 450 gr. jarðarber 175 gr. sykur 150 ml. vatn 150 ml. kampavín eða freyðivín auk þess fer kúla af jarðarberjaís í hvert glas Aðferð: 1) Sameinið jarðarber.sykurogvatn og hrærið saman í blandara. 2) Sigtið í gegnum fínt sigti. 3) Hellið víninu í glas og bætið út í fjórum matskeiðum af jarðarberja- maukinu. 4) Setjið kúlu af jarðarberjaís ofan á og berið fram. Hversu mikinn fisk þurfum við? Það er öllum ljóst að fiskur er hollur og afar góður fyrir líkamann. Stofn- anir sem sérhæfa sig i næringarfræði mæla flestar með því að fólk borði fisk tvisvar í viku og í það minnsta einu sinni „olíukenndan“ fisk eins og t.d. lax, sardínur, túnfisk eða aðr- ar gerðir. Þessi fiskur hefur mikið magn af omega-3 fitusýrum sem eru manninum nauðsynlegar. Omega-3 geta komið í veg fyrir hjartasjúkdóma hvers konar, styrkt ónæmiskerfið, bætt húðina auk margra fleiri jákvæðra þátta. Breski næringarfræðingurinn, Sarah Schenker, vekur athygli á því að margar tegundir af fiski innihaldi fitu og fleira sem við fáum ekki úr kjöti, ólíkt því sem margir haldi. „Venjulegur hvítur fiskur er aðallega vatn og prótein en þessi olíukenndi fiskur er allt öðruvísi. Hann hefur meira magn fitusýra sem hjálpa til við alla starfsemi líkamans. Auk þess að gera meltingu og líkamskerfi betra þá eru efnin góð við lesblindu, þunglyndi og fleiri sjúkdómum sem algengir eru“, sagði Sarah í viðtali á dögunum en hún hvetur fólk ein- dregið til þess að auka magn fisks í máltíðum sínum. ■ Xfm, IT^ .. CAPONE KONÍAK í MORGITNSÁRID VIRIvA DAGA PRÁ 7:45 TIL 11:00

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.