blaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 16

blaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 16
16 I HEILSA FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2005 blaðiö SUMAR RAÐGATUR BORGAR SIG E K KI AÐ U PPLYSA! O S K A R S VERÐLAUNAH A F I N N JENNIFER CONNELLY DARK WATER / / / KOMIN I BIO! REYKJAVÍK - KEFLAVÍK - AKUREYRI -I 1 HáSHÓlaDíÚ Ml Fæðingarþunglyndi hefur áhrif á feður og mæður Fœðingarþunglyndi er mun algengara en flestir gera sér grein fyrir en talið er að um w- 15% kvenna finni fyrir þunglyndiseinkennum eftir fceðingu. Konur eru þó ekki einar um að finna fyrir þunglyndi eftir fæðingu því feðurnir finna einnig fyrir því. Nýleg bresk rannsókn gefur til kynna að einn afhverjum tuttugu feðrum þjáist affœðingarþunglyndi. Fæðingarþunglyndi getur bæði komiðfram strax eftirfæðinguna en einnig nokkrum mán- uðum seinna. Það getur vel gerst að foreldrar finni til fæðingarþunglyndis eftir fæðingu seinni barna sinna þó svo að þeir hafi ekki fundið fyrir neinu slíku eftirfyrsta barn. Þó eru líkurnar áfæðingarþunglyndi meiri hafi foreldrar áður átt við það að stríða. Ætla að varpa Ijósi á fœðingarþungtyndi Nú í sumar fór af stað víðtæk rann- sókn á fæðingar- og meðgönguþung- lyndi hér á landi. Halldóra Ólafsdótt- ir geðlæknir er ein af þeim sem mun halda utan um þessa stóru og mikil- vægu rannsókn. Konursem við höf- um haft samband við hafa verið afskaplega jákvæðar og það gefur okkur byr undir báða vængi fyrir framhaldið. Próf fyrir óléttar konur Rannsóknin hófst fyrr í sumar og er nú á byrjunarstigi. „Við erum að gera undirbúnings- rannsókn núna í sumar þar sem við athugum áreiðanleika mælitækja á fæðingarþunglyndi. Þá tökum við svokölluð skimunarpróf sem eru spurningarlistar sem konur svara snemma á meðgöngu og athugum hversu áreiðanleg þau eru. Þetta eru einfaldar spurningar sem ættu að ganga úr skugga um hvort móð- irin þjáist af þessum sjúkdómum. Eitt þekktasta skimunarprófið er Edinborgarprófið en Marga Thome þýddi það. Það próf er notað á heilsu- gæslustöðvum í dag. Marga er ein af þeim sem er að vinna að rannsókn- inni með okkur og það má segja að hún sé frumkvöðullinn að því að hrinda þessu í framkvæmd," segir Halldóra. Niðurstöður eftir 6-7 ár Til að vinna rannsóknina þarf að hafa rannsóknarefni og að sögn Halldóru hefur gengið mjög vel að fá konur til að taka þátt í undirbún- ingnum. „Konur sem við höfum haft sam- band við hafa verið afskaplega jákvæðar og það gefur okkur byr Halldóra Ólafsdóttir geðlæknir undir báða vængi fyrir framhaldið. Við vitum ekki hversu algengt fæð- ingarþunglyndi er hér á landi í sam- anburði við önnur lönd. Við vonum auðvitað að þessi rannsókn eigi eftir að varpa ljósi á það.“ Halldóra bendir á að fjöldi fólks komi að rannsókninni, ljósmæður, sálfræðimenntað fólk og fleiri sér- Blaöid/Gúndi fræðingar. Niðurstaðna er ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi eftir 6-7 ár. Munurá börnum Halldóra segir það skipta máli hvort þunglyndar konur búi við góðar fé- lagslegar aðstæður á meðgöngunni. „Það sem okkur hefur alltaf lang- að að gera er að þroskaprófa börn mæðra sem hafa verið með kvíða eða þunglyndi á meðgöngunni. Það virðist vera munur á vitsmunalegum þroska barna kvenna sem eru þung- lyndar á meðgöngunni eftir því hvort þær búa við góðar eða slæm- ar félagslegar aðstæður á meðan á meðgöngu stendur og á fyrsta árinu. Þetta langar okkur að skoða nánar en erum þó ekki búin að fastmóta rannsóknina til hins ítrasta." Veglegur styrkur Rannsóknarsjóður íslands veitti verkefninu veglegan styrk til rann- sóknarinnar. Það er mikið ánægju- efni fyrir þá sem að henni standa sem og íslenska heilbrigðisþjónustu. „Við erum auðvitað alsæl með styrk- inn því hann gerir okkur kleift að vinna rannsóknina eftir bestu sann- færingu. Við höfum rætt það í nokk- ur ár að gera svona rannsókn og núna er loksins komið að því að það verði að veruleika,“ segir Halldóra að lokum. Lerki 490 kr Loðvíðir 250 kt: Selja 550 kr Birki 550 kr. Myrtuvíðir 490 kr. Sitkagreni 750 kr. Blágreni 490 kt: llmreynir 950 kr Hrúteyjavi'ðir 550 kr Ódýr og faMeg sumarblóm 20% aflsláttur af körfum Betri plöntur á góðu verði -Tilboð alla daga katrin.bessadottir@vbl.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.