blaðið - 21.07.2005, Page 18

blaðið - 21.07.2005, Page 18
18 I SNYRTIVÖRUR FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2003 blaðiö Fótsnyrting heima við Það er algjör nauðsyn að fá sér fótsnyrtingu í sumar. Ekki einungis er það afsökun til að kaupa sér ennflottari skó held- ur liður okkurbetur effœturnir okkar eru í góðu ásigkomulagi. Flestar snyrtistofur bjóða upp á fótsnyrtingu en það er líka ein- falt mál að taka sjálfan sig ífót- snyrtingu heima við á jallegu síðkvölai. Hér koma nokkrar leiðbeiningar að góðri og fljót- legri fótsnyrtingu. 1 Fjarlægið gamalt naglalakk af tánöglunum. Bleytið bómul með naglalakkeyði og nuddið naglalakkið af. 5 Notið fótþjöl til að fjarlægja dauða skinnið á hælnum og í kringum tærnar. Varist þó að nota þjölina of mikið. 2Klipptu neglurnar í snyrti- lega lengd. Til að koma í veg fyrir inngrónar táneglur skal klippa þær beint. Passið að neglurn- ar nái ekki fram fyrir tærnar. Notið naglaþjöl á hornin á nöglunum svo þær verði fallega bogadregnar. 3Fyllið bala af heitu vatni og setjið í það góða olíu. Setjið einnig í það hálfan bolla af mjólk því sýran losar dautt skinn. Stingdu fótunum í vatnið og hafðu þær þar í 5-10 mínútur. Ef fæturnir eru illa farnir þá er nauðsynlegt að vera lengur í fótabaðinu. 4Settu naglabandaeyði á nagla- böndin og hafðu á í mínútu. Ýttu naglaböndunum varlega niður, með þar til gerðu priki. Pass- ið að fjarlægja einungis skinnið sem er á nöglinni. 6Þurrkið fæturna vel og ekki gleyma tánum. Berið á ykk- ur þykkt og gott fótakrem og nuddið því vel inn í fæturnar. Settu naglabandaolíu á naglaböndin. Bíddu í 3 mínútur. 7Notið naglalakkeyði til að fjar- lægja alla olíu af nöglunum einnig naglabandaolíuna. Ber- ið naglalakkið á með aðeins þremur strokum. Ein stroka í miðjuna og stroka sitt hvoru megin naglarinn- ar. Ekki naglalakka naglaböndin. Ef þú lakkar útfyrir skaltu setja bómul á naglabandaprikið og dýfa því í naglalakkeyði og fjarlægja blettinn. Leyfðu nöglunum að þorna í að minnsta kosti 40 mínútur. 8 Eftir að neglurnar eru þorn- aðar settu örlitla olíu á þær og naglaböndin. Fœtur þurfa umhyggju til að fyrirbyggja mein Valgerður Sæmundsdóttir, snyrtifræðingur Valgerður Sæmundsdóttir snyrti- fræðingur á Snyrtistofu Jónu í Kópavogi segir að allir hafi gott af því að fara í fótsnyrtingu. „Það er nauðsynlegt að hugsa vel um fæt- urna sína, oft þurfa þeir mikla um- hyggju til að fyrirbyggja að einhver mein komi. Á fótum geta myndast líkþorn, sveppasýking og inngrónar táneglur.“ Valgerður talar um að all- ir þurfi að koma reglulega í fótsnyrt- ingu, jafnvel á 6-8 vikna fresti. En ef ekkert er að þá er í lagi að koma 4-5 sinnum á ári. „Snyrtifræðingur sér vitanlega miklu betur hvað er að en þegar maður er sjálfur að beygja sig yfir fæturna." 1 fótsnyrtingu á snyrti- stofu er farið í fótabað og síðan eru táneglurnar klipptar og þjalaðar. Naglaböndin eru snyrt og hörð húð er fjarlægð af fótunum. Eftir það fylgir gott fótanudd og naglalakk fyrir þá sem það vilja. Þykkar neglur þarf að þynna Þegar Valgerður er spurð um hvað sé gert í fótsnyrtingu á snyrtistofu og hvað viðskiptavinir geti ekki gert heima hjá sér segir hún: „Flestar stofur eru til dæmis með bor sem tekur burt naglaböndin auk þess sem neglurnar eru pússaðar og sigg er fjarlægt. Ef neglurnar eru þykkar þá þarf einnig að þynna þær og það er líka gert með bor. Snyrtifræðing- ur þorir einnig að taka meira en maður gerir sjálfur heima hjá sér. Ef fólk er með líkþorn þá er betra að koma áður en það fer að meiða því ef það fer of djúpt getur það farið að þrýsta á taugar. Það er hægt að fjarlægja líkþorn en það er einstak- lingsbundið hvort það kemur aftur eða ekki. Þegar einstaklingur hef- ur farið í fótsnyrtingu þá er mikið auðveldara að halda fótunum við og hann er meðvitaðri um það.“ Val- gerður minnist á að sé fótsnyrting framkvæmd heima við er hætta á að tekið sé of mikið sigg af fótunum og það sé því betra að gera oftar og gera minna heldur en að taka of mikið og vera sárfættur. „Húð okkar er bleik og við sjáum dauðu húðina. Einn- ig verður húðin frekar gul þar sem dauðu húðfrumurnar eru.“ svanhvit@vbl.is SKYPE SIMTÆKIÐ ^ w HRINGDU FRÍTT í HVERN SEM ER HVAR SEM ER. VERTU FRJÁLS NOTAÐU SKYPE ! The whoie world can talk for free. Góðar vörur Sýrir íótsnyrtingu ■ u [IÐ ER FULLKOMLEGA SAMHÆFT SKYPE ITINU, SKYPE ER FRÍTT FORRIT SEM tXR FÓLKI KLEIFT AÐ TALA SAMAN tÍTT í GEGNUM HEIMILISTÖLVU. .verzla net / fótsnyrtingu fór á stúfana ogfann nokkrar er gott að nota tegundirsem henta einstaklega alls kyns krem veí við hina fullkomnu fótsnyrt- og um nóg er ingu. ao velja. Blaðið Sally Hansen, Healinjg Foot Cream. Mýkir þurr- riuSmá ar fætur og leggi. Ver lind 1325 krónur í Lyfju Smára- Pumice Foot Stone. Góður steinn til að hreinsa dautt skinn. Verð: 250 krónur í Body Shop Smáralind Scholl Softening Lotion. Mýkiandi húðmjólk fýrir fætur og leggi. Verð: 503 krónur 1 Lyfju Smáralina. jermint Cooling Foot Spray. Kælandi fótaúði meö piparmyntu. Verð: 680 krónur í Body Shop Smáralmd. Tenerife Loksins fyrir íslendinga www.sumarferdir.is 575 1515 ► BÓKAÐU ALLAN SÓLARHRINGINN fu UfDAf! AEf T) AUTAf T i A RÉTTU VERÐI

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.