blaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 2
2 I IWNLEWDAR FRÉTTIR
FIMMTUDAGUE 28. JÚLÍ 2005 > blaöiö
ISiatoa & Sw 7rygQvagötn S, 101 ReyQiavíQ
„_______________ —-------_ S. 511 2272
Hefði átt að
Bogi Nílsson, ríkissaksóknari sendi
í gær frá sér yfirlýsingu í kjölfar
umræðu um afskipti lögreglu af
ökumanni sem grunaður er um að
hafa ekið á 208 kílómetra hraða á
Reykjanesbraut, þar sem leyfður há-
markshraði er 90 kílómetrar. Öku-
maður var ekki sviptur ökuréttind-
um á staðnum, heldur fékk að aka af
vettvangi. í yfirlýsingu Boga segir
að hann hafi ritað öllum lögreglu-
stjórum bréf um bráðabirgðasvipt-
ingu ökuréttinda. 1 bréfinu segir að
hann hafi áður sent út tilmæíi um
að ökumenn skyldu ekki sviptir öku-
réttindum nema brot þeirra sé það
alvarlegt að þeir eigi yfir höfði sér
sviptingu ökuréttinda í þrjá mán-
uði eða meira. Það þýði að keyri öku-
maður m.a. á 161 til 170 km. hraða
þar sem leyfður ökuhraði sé 90 km,
þýði það ökuleyfissviptingu í þrjá
mánuði, og því eigi í slíkum tilfell-
um að svipta ökumann ökuréttind-
um á staðnum. í bréfinu segir að
hafi ökumaður verið staðinn að því
að aka hraðar en að ofan geti sé enn-
þá ríkari ástæða til þessa en ella.
Segja má að með bréfinu sé ríkis-
saksóknari að taka undir þá gagn-
rýni sem komið hefur fram í fjöl-
miðlum undanfarið vegna málsins.
Tilboð í
Símann
opnuð í dag
Bindandi tilboð i hlut ríkisins í
Símanum verða opnuð á Hótel
Nordica klukkan 13.00 i dag. Sam-
kvæmt upplýsingum frá einkavæð-
inganefnd munu tilboðin verða
opnuð í viðurvist allra bjóðenda.
Ennfremur verður tjölmiðlum boð-
ið að vera viðstaddir opnunina.
Verði 5% eða minni verðmun-
ur á tilboðum hæstu bjóðenda
verður viðkomandi aðilum gefinn
kostur á að skila inn nýju og
hærra verðtilboði síðar um dag-
inn, einnig í viðurvist bjóðenda
og fjölmiðla. Þegar niðurstaða
liggur fyrir mun framkvæmda-
nefnd um einkavæðingu boða
til fréttamannafundar þar sem
niðurstaðan verður kynnt.
Lögreglueftir-
lit um helgina
Lögregla á Álftanesi, í Garðabæ
og Hafnarfirði mun í aðdraganda
og yfir verslunarmannahelgina
vera með sérstakt eftirlit inni
í íbúðahverfum eins og áður.
Hún mun hafa afskipti af og
ræða við þá sem þar eru, telji
hún ástæðu til, og hvetur jafn-
framt til árvekni íbúa gagnvart
öllu því sem óvenjulegt eða
grunsamlegt getur talist og að
tilkynna um það til lögregTu.
Það hefur sýnt sig að samstarf
lögreglu og íbúa að þessu leyti
hefur skilað góðum árangri
í sambandi við forvarnir og
uppljóstrun afbrota eins og
innbrota og þjófnaða og því
leggur lögreglan áherslu á að
framhald verði á samstarfinu..
Samherji úr
Kauphpllinni
Kauphöll Islands hefur sam-
þykkt að afskrá hlutabréf í
Samherja af aðallista Kauphall-
arinnar. Þetta kemur fram í yfir-
lýsingu frá Kauphöllinni í gær.
Þar segir að Fjárfestingarfélagið
Fylkir og aðrir yfirtökuaðilar
hafi eignast 91,6% af heildar-
hlutafé Samherja oguppfyllir
félagið þar með ekki skilyrði
skráningar um dreifingu hluta-
fjár. Samherji verður afskráður
eftir lokun viðskipta í dag.
O Heiðskirt <3 LéttskýjaS ^ Skýjað Q Alskýjað , / Rignlng, Irtllsháttar //' Rlgnlng
Súld sf: 'Í' Snjðkoma
*
jj Slydda ^jj Snjóél ^jj
Skúi
Amsterdam
Barcelona
Berlín
Chicago
Frankfurt
Hamborg
Helsinkl
Kaupmannahöfn
London
Madrid
Mallorka
Montreal
New York
Orlando
Osló
París
Stokkhólmur
Þórshöfn
Vín
Algarve
Dublin
Glasgow
23
30
28
17
30
25
20
20
21
27
29
17
24
27
17
26
19
9
31
23
13
14
Veðurhorfur í dag kl: 18.00
Veðursíminn 902 0600
Byggt á upplýalngum (rá Veðurstofu Islands
Á morgun
Sena selur Office 1
Sena, sem áður var Skífan, hefur selt
Office 1 verslanirnar með manni og
mús til fyrirtækisins Egilsson, sem
er gróið heildsölufyrirtæki á sviði
ritfanga og skrifstofuvöru, en það
hyggst nú snúa sér að smásölu á
þeim vettvangi.
Eftir því sem næst verður komist
hyggst Egilsson ekki gera breytingu
á Office 1 verslununum heldur reka
það sem sjálfstæða einingu innan
fyrirtækisins. Office 1 er með versl-
anir í Skeifunni, Smáralind, Akur-
eyri og Egilsstöðum.
Sverrir Berg Steinarsson, forstjóri
Senu, segir samninga hafa gengið
vel og telur söluna hafa verið báðum
til hagsbóta. Söluverðið er á hinn
bóginn ekki gefið upp. „Við treyst-
um Egilsson vel til þess að taka við
Office í, við höfum unnið mikið og
vel með þeim og þeir hafa mikla og
farsæla reynslu úr þessum geira,“
segir Sverrir. „Við höfum fyrst og
fremst verið í afþreyingariðnaðin-
um þannig að Office 1 átti sjálfsagt
minni samleið með okkur en ýmis-
legt annað.“ Sverrir segir að fram-
legðin af Office 1 hafi verið mjög góð
og fyrirtækið í mikilli sókn. „Ég hef
enga trú á öðru en að fyrirtækið eigi
bjarta framtíð fýrir sér í höndum
þeirra hjá Egilsson.“
Egilsson er gróið fyrirtæki í rit-
fangainnflutningi, en upphaf þess
má rekja til Parker-penna umboðs
Sigurðar H. Egilssonar frá árinu
1939. Það hefur verið fjölskyldufyrir-
tæki síðan, og hefur umboð fyrir
fjölda þekktra vörumerkja á borð
við 3M, Elba, Durable og UNI-Mitsu-
bishi Pencil svo fátt eitt sé nefnt.
Lyfjakostnaður Tryggingastofnunar:
Sóknarfæri felast í magni
lyfja fremur en verði
Útgjöld Tryggingastofnunar ríkisins
vegna lyfjanotkunar í fyrra voru um
sex og hálfur milljarður króna og
hækkuðu um 481 milljón milli ára.
Deildarstjóri lyfjadeildar Trygginga-
stofnunar segir ljóst að sóknarfæri
til frekari sparnaðar í lyfjakostnaði
felist í magninu. „Þar eru það lækn-
arnir sem halda um pennann.“ Sá
lyfjaflokkur, sem talið er að helst
megi ná kostnaði niður í eru maga-
lyf og áformar Tryggingstofnun sér-
staka herferð gagnvart þeim.
Inga J. Arnardóttir, lyfjafræðing-
ur hjá Tryggingastofnun, segir að
vissulega hjálpi kostnaðargreining
sem þessi stofnuninni til þess að
minnka lyfjakostnað. „Þar er fyrst
og fremst um að ræða sóknarfæri
gagnvart læknunum með því að
hvetja til skynsamlegri lyfjanotkun-
ar á ákveðnum stöðum,“ segir Inga.
„Okkur hefur orðið vel ágengt í því
að ná niður lyfjaverðinu, en hins
vegar höfum við minna gert í því
að minnka magnið, en það verður
auðvitað að huga að því ef ná á kostn-
aðinum niður. Það má t.d. skoða
tiltekin lyf og lyfjaflokka þar sem
við erum með meiri notkun en ná-
grannalöndin.“
Magalyfjanotkun þarf að minnka
Mikill kostnaður vegna magalyfja
vekur athygli þar sem þau eru þriðji
kostnaðarmesti lyfjaflokkurinn. Þar
ber langmest notkun á lyfjum gegn
sýrutengdum sjúkdómum sem má
nánast rekja beint til lífstíls lands-
manna og mætti hugsanlega komast
hjá í mörgum tilfellum.
„Við erum að greiða afar mikið fyr-
ir magalyfin og sá kostnaður jókst
mikið við bakflæðisvitundarvakn-
inguna 2001. Þar teljum við að lyfja-
notkunin sé of mikil, bæði sé verið
að nota lyfin of lengi og í of stórum
skömmtum. Þar langar okkur til
þess að fara af stað með átak til þess
að minnka notkunina.
Ein leið væri að auka kostnaðar-
þátttöku sjúklinga, en ég tel árang-
ursríkara að koma hinumegin að
málinu, að leiðbeina læknum frekar
um það hvernig megi minnka neyslu
magasjúklinga á þessum lyfjum. Þar
kemur landlæknisembættið einnig
að, en þar er einmitt verið að ganga
frá útgáfu á klínískum leiðbeining-
um vegna magalyfja og við þær bind-
um við nokkrar vonir,“ segir Inga.
„Skynsamlegasta leiðin til þess að
draga úr ofneyslu magalyfja væri
sjálfsagt tvíþætt: að hvetja lækna
til hóflegri lyfjagjafar, en síðan að
vekja fóTk til ábyrgðar um eigin
heilsu. Það verður ekki hjá því litið
að hér er oftast um að ræða neyslu-
tengdan lífstílssjúkdóm. Sú leið hef-
ur ekki verið reynd að ráði.“ ■
mrmm búk í fiíí
niú I kiuiu ymm
Ungr kona missir eiginmann sinn vegna veikinda. Hann
kemur henni óvænt til aðstoðar eftir andlátið, leiðir hana
f gegnum erfiðleikana og kennir henni að Irfa Iffinu á
ný. Hugljúf saga, sem lofsyngur ástina, vináttuna og
Iffið. Höfundur er 23 gömul, dóttir forsætisréðherra
Irlands. Bókin hefur hvarvetna hlotið einróma lof
gagnrýnenda og verið þýdd á meira en 30 tungumál.
Verkið nýtur sfn vel I stórgóðri þýðingu
Sigurðar A. Magnússonar rithöfundar.
'Þessi bók lofsyngur
vínáttuna og fjölskylduna,
og í lokin skíldi hún eftir
hjá mér hlýja og
dúnmjúka tilfinníngu'
Nadia Lachance, Elle Girl
feawMa*
sfwlr ai sfina ést d«yr «Wrri
/f
fjþil A.MBKIC'A
mm