blaðið - 28.07.2005, Síða 4

blaðið - 28.07.2005, Síða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR t- FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 blaðiö Sindra- Stál selt Bogi Þór Siguroddsson hefur fest kaup á öllu hlutafé í Sindra-Stáli hf. í framhaldi af eigendaskiptunum hefur Bogi Þór tekið við framkvæmda- stjórn hjá félaginu af Bergþóri Konráðssyni. Sindra-Stál hf. var stofnað árið 1949 og flytur inn stál, málma, byggingavörur, festingavörur, vélar og verkfæri. I aðalstöðvum fyrirtækisins að Klettagörðum 12 er rekin stærsta stálbirgðastöð landsins, iðnaðarmannaverslun, vélaleiga og þjónustuverkstæði. Jafn- framt er Sindri með verslanir í Hafnarfirði og á Akureyri. Tæpra tveggja milljarða velta Kaupverðið er trúnaðarmál en áætluð velta félagsins er um 1,8 mflljarður kró naíár. Bogi Þór keypti í októb- er 94,7% hlutafjár í Johan Rönning hf. og sér einnig um framkvæmdastjórn þess félags. Hann segir of snemmt að segja til um hvort einhver stefnubreyting verði á fyrirtæk- inu við komu hans. „Ég ætla að byrja á því að kynnast því og starfsfólkinu. Annars hef ég áhuga á því að gera gott fyrirtæki betra“, segir Bogi Þór. Þúsundir skoðuðu álagningaseðla sína á netinu Þeir sem töldu fram til skatts á netinu gátu skoðað álagningaseðla sína í gær Biaðið/ingó Opnað var fyrir aðgang einstaklinga til að skoða álagningaseðla sína á heima- síðu Ríkisskattstjóra á miðnætti í fyrri- nótt. Þeir sem töldu fram til skatts á netinu gátu þar, um tveimur sólarhring- um á undan öðrum, séð hvort þeir eiga von á glaðningi frá ríkisskattstjóra um mánaðarmótin eða hvort þeir þurfi að greiða ríkissjóði einhverjar krónur í viðbót. Að sögn Braga Haukssonar, deildarstjóra upplýsingatæknideildar Ríkisskattstjóra, var greinilegt að fjöl- margir biðu eftir tækifæri til að skoða þessar upplýsingar. „Fyrsta klukkutímann voru um 1.000 einstaklingar sem sóttu þessar upplýs- ingar í skjóli nætur“. Um klukkan eitt í gær höfðu yfir 17.000 einstaklingar skoðað álagninga- seðla sína rafrænt, og gerði Bragi ráð fyrir að vel yfir 20.000 einstaklingar myndu gera slíkt áður en dagur væri að kvöldi kominn. Endurgreitt á morgun Um 14.000 manns afþökkuðu í ár að fá álagningaseðil sendan í pósti, og þvf lá fyrir að a.m.k. þeir myndu skoða þessar upplýsingar á netinu. Bragi seg- ir að þeir sem fá seðlana á pappír geti í flestum tilfellum átt von á að fá þá í pósti á morgun, föstudag. Hann segir ennfremur að ef fólk fái endurgreitt verði inneignin lögð inn á banka áföstu- daginn. Hann segir að fæstir fái ennþá ávísanir sendar í pósti, en að þær eigi einnig að berast á morgun. 99....................... Fyrsta klukkutímann voru um 1.000 einstak- lingarsem sóttu þessar upplýsingar í skjóli nætur Aðallega fréttamenn sem skoða álagningaskrár Á föstudag verða álagningaskrár lagðar ffam og þá getur almenningur fengið upplýsingar um hvaða einstaklingar eru að greiða mest og minnst í skatt í hverju skattaumdæmi landsins. Bragi segir að þeim hafi fækkað sem skundi niður á skattstofu til að fara yfir þessar upplýsingar, helst sé þar um að ræða einstaklinga sem eru að taka þessar upplýsingar niður til birtingar í hinum ýmsu fjölmiðlum. Er bér heitt? Skrifstofur Tölvurými I Fundasalir Sumarhús :œlikerfi Tjöld ’ n -landsins mesta úrval J Tjaldalandi við Glæsibæ Aztek Plus 4ra manna Rúmgott kúlutjald. Stórt fortjald með þremur glugguifí^ Verð 19m990 kr. Verð áður 24.990 kr. JT JT UTILIF SMÁRAUND SlMI 545 1550 O GLÆSIBÆ SlMI 545 1500 O KRINGLUNNI SlMI 545 1580 Tjaldbúðir mótmælenda felldar í rólegheitum Lögregla hafði talsverðan viðbúnað á Austurlandi í gær vegna lokunar tjald- búða mótmælenda við Kárahnjúka. Eins og kunnugt er afturkallaði kirkjan leyfi mótmælenda til að dvelja á landi hennar með tjaldbúðir, og þurftu mót- mælendur að vera búnir að feila tjöld fyrir hádegi í gær. Meðal þeirra ráðstaf- ana sem gripið var til var að níu manna hópur sérútbúinna lögreglumanna ffá Ríkislögreglustjóra var sendur austur. Allt fór friðsamlega fram Að sögn Helga Jenssonar, fulltrúa sýslu- mannsins á Seyðisfirði, urðu engin læti vegna þessa í gær. Tjöld voru felld í rólegheitum fram effir degi í gær, og I Tölvunám í viðurkenndum skóla Heimasíðugerð fyrir böm og unglínga Skemmtilegt námskeið um vefslðugerð, myndvinnslu fyrir vefinn, gestabækur, blogg og fleira. Tveggja vikna námskeið á morgnana hefst 8. ágúst. Verð20.900. BHHaBHI TÖLVU- OG verkfræðiþjónustan Tölvusumarskóllnn Sími 520 9000 • www.tv.is samkvæmt heimildum Blaðsins munu búðirnar verða reistar að nýju í landi Vaðs í Skriðdal, sem er skammt frá Eg- ilsstöðum. Helgi segir að áfram verði þó öflug löggæsla á svæðinu. Impregilo sendi í gær sýslumanni kæru vegna eignaspjalla mótmælenda að undanförnu. Ennffemur hefur einn yfirmaður fyrirtækisins lagt ffam kæru um líkamsárás sem hann varð fyrir þegar hann tók myndir af mót- mælendum. Mótmælendur ósáttir við kirkjuna í bréfi mótmælenda til kirkjunnar í gær er ákvörðun hennar um að vísa hópnum af landi sínu harðlega gagn- rýnd. Það er Benóný Ægisson sem skrifar undir bréfið, en þar segir hann meðai annars: „Ákvörðun ykkar kemur hinsvegar ekki á óvart; kirkjan hefur alltaf stutt þá sterkustu í valdbeitingu þeirra gegn sínum minnstu bræðrum. Ef út í það er farið, hver er glæpurinn? Víst eru það strákapör að úða málningu á vinnuvél- ar en það eru afturkallanleg spjöll sem ekki er hægt að segja um þau spjöll sem Landsvirkjun er að vinna á náttúru Is- lands með Kárahnjúkavirkjun". Ástþór enn og aftur ósátt- ur við DV Ástþór Magnússon sendi í gær ffá sér yf- irlýsingu þar sem tilkynnt er að hann hafi kært DV til lögreglu. Ástæða kær- unnar er umfjöllun DV síðastliðinn þriðjudag með fyrirsögninni „Blind- fullur í miðbænum". í yfirlýsingunni segir að fyrirsögnin sé uppspuni, og þá sé einnig ósatt í greininni að hann hafi gert sig líklegan til slagsmála og að hann sé kominn með nýja kærustu. Ástþór fullyrðir að hann og eiginkona hans hafi orðið fyrir ítrekuðum árás- um frá DV með níði, rógi og lygum, og að þetta hafi skapað honum og konu hans margvíslega erfiðleika. Þetta er önnur kæra Ástþórs á hend- ur DV. Sú fyrri var dómtekin í vor en þar er þess krafist að nærri 20 atriði í umfjöllum DV um Ástþór verði dæmd dauð og ómerk. ■ Forsætis- ráðherra til Kanada Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra og Sigurjóna Sigurðardóttir, eiginkona hans, verða í opinberri heimsókn í Kanada frá deginum í dag fram á þriðjudag. í heimsókn- inni mun Halldór meðal annars funda með forsætisráðherra Kanada, Paul Martin, og forsætisráðherra Manitobafylkis. Þá heimsækir hann háskólann í Manitoba. Einnig mun Halldór taka þátt í Islendingadeg- inum í Gimli á mánudag og flytja hátíðarræðu þar. Þau hjónin fara líka í heimsókn í íslendingabyggðir í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum um helgina. ■ Ekki dularfullt Lögreglan á Hvolsvelli segir að það sem kallað var dularfullt bílaleigu- mál sé ekki svo dularfullt. I fréttum í gær var sagt frá því að jeppi frá bíla- leigunni AVIS hafi fundist í vegar- kanti, brotist hafði verið inn í hann og öllu lauslegu stolið. Leigutakinn hafi hins vegar verið á bak og burt. Að sögn varðstjóra á Hvolsvelli er málið að mestu upplýst. Vitað sé um leigutakann, sem er útlending- ur, og er talið að bíllinn hafi bilað og maðurinn skilið hann eftir. Þá sé líklegast að einhverjir órpúttnir aðilar hafi séð bílinn í kantinum og brotist inn í hann. Nýbýiavegi 12 • 200 Kópavogi Sími 554 4433 Erum að taka upp nýjar vörur Útsalan í fullum gangi! Opnunartími mán - föst. 10-18 laugardaga 10-16

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.