blaðið - 28.07.2005, Side 10

blaðið - 28.07.2005, Side 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 blaðiö Lundúnalögreglan handtókfjóra menn í Birmingham ígær í tengslum við hryðjuverkatilraunina 21. júlí. Árásarmaður fundinn Lundúnalögreglan handtók í gær fjóra menn í Birmingham og er einn þeirra talinn vera á meðal þeirra sem reyndu að sprengja þrjár lestir og strætisvagn í borginni síðastlið- inn fimmtudag. Heimildarmenn greindu frá því að hinn 24 ára gamli Yasin Hassan Omar, sem lögreglan lýsti eftir og birti myndir af opinber- lega, sé sá handtekni. Maðurinn náð- ist eftir að lögregla skaut hann með Taser-rafbyssu en BBC-fréttastofan greindi frá því að hann hefði verið með grunsamlegan bakpoka þegar atvikið átti sér stað. Talsmaður inn- anrikisráðuneytisins sagði að ef í ljós kæmi að maðurinn væri einn árásarmannanna myndi lögregla vafalaust reyna að fá hann til að starfa með sér við að upplýsa málið, gegn því að fá dóm sinn mildaðan. Hinir þrír mennirnir voru hand- teknir í sama húsi og eru í haldi lög- reglunnar í Birmingham. Vitað er að þeir munu ekki hafa framið árás- irnar sjálfir en lögreglan leitar sem áður skipuleggjanda árásanna og öðrum sem kunna að tengjast þeim, eða árásunum 7. júlí, á einhvern hátt. Maður var einnig handtekinn á flugvelli í Luton í tengslum við árásirnar en hann mun hafa ætlað að fljúga með Ryanair til borgarinn- ar Nimes í Frakklandi. Þá voru tveir einstaklingar handteknir í lest á leið til King’s Cross-lestarstöðvarinnar og teknir til yfirheyrslna á þriðju- dagskvöld. Æsileg atburðarás Tugir íbúa Birmingham voru vaktir upp um 5 leytið I gærnótt af sérsveit- armönnum og beðnir að yfirgefa heimili sín þegar lögreglu var ljóst að hinn grunaða hryðjuverkamann væri þar að finna. Leituðu grun- lausir íbúar skjóls í nærliggjandi stórmarkaði og fylgdust með þar sem sérsveitarmenn brutu sér leið inn í hús mannsins og tóku hann höndum. Allt að 200 hús í námunda við svæðið voru rýmd þegar gatan fylltist af lögreglumönnum og þyrl- ur sveimuðu yfir. „Ég vaknaði upp um nótt við það að vopnaðir lög- reglumenn og sprengjuleitarmenn ruddust inn í húsið við hliðina á mínu. Þegar þeir komu svo út héldu þeir á blárri tösku. Þetta var eins og í bíómynd“ sagði maður á fimmtugs- aldri sem var einn þeirra sem þurfti að yfirgefa heimili sitt. Stórhættulegir menn Lögregla rannsakar um þessar mundir íbúð í norðurhluta Lundúna sem talin er tengjast tveimur þeirra sem grunaðir eru um hryðjuverka- tilraunirnar 21. júlí. Talsmaður lög- reglu sagði efni hafa fundist þar og í bílskúr við húsið sem gætu hafa ver- ið ætluð til sprengjugerðar. Þá hef- ur fundist hvítur Volkswagen Golf sem talinn er hafa verið notaður af árásarmönnunum. Nágranni kvaðst hafa séð einn hinna grunuðu utan við heimili sitt daginn eftir árásirn- ar misheppnuðu. Ian Blair, lögreglu- stjóri Lundúnalögreglunnar, hefur sagt að þeir sem reyndu að sprengja í samgöngukerfi borgarinnar í síð- ustu viku gætu vel reynt að gera aðra árás. „Þeir gætu vel reynt að drepa aftur“, sagði Blair. „Við verðum að finna þá. Við munum halda áfram að leggja okkur alla fram við leitina og erum stöðugt að færast nær því að komast til botns í málinu.“ ■ Forsætisráðherra fraks, Ibrahim Jaafari, ásamt varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Don- ald Rumsfeid, eftir sameiginlegan blaðamannafund þeirra i gær. írakar vilja Bandaríkjaher burt Forsætisráðherra íraks, Ibrahim al- Jaafari, sagði á blaðamannafundi í gær að upp væri runnin sú stund að Bandaríkjaher þyrfti að fara að Irökun huga að því að fela Irökum stjórnina I landinu. Fundinn hélt hann ásamt Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sem kom óvænt til íraks í gær. Aðspurður hversu fljótt mætti vænta brottfarar Bandarlkjahers sagði Jaafari að nákvæm tímatafla hefði ekki verið gerð en það væri staðfest og sameiginleg ósk þeirra að það myndi gerast sem allra fyrst. Jaafari sagði að hraða þyrfti því ferli að bandamenn lykju við að þjálfa ír- akskar öryggissveitir. Þá sagði hann að náið samstarf um öryggisum- skiptin þyrfti að ríkja milli innrásar- hersins og írakskra stjórnvalda. írakar þurfa að vera ákveðnari gagnvart nágrannalöndum Donald Rumsfeld sagði í gær að leið- togar íraks þyrftu að hafa ákveðn- ari andstöðu gagnvart skaðlegum afskiptum Sýrlands og frans. „Þeir þurfa að vera ákveðnari í samskipt- um sínum við nágrannalöndin til að hindra að erlendir hryðjuverka- menn komist inn í landið og sjá til þess að nágrannalöndin hvorki skýli andspyrnumönnum né fjár- magni gerðir þeirra.“ Rumsfeld þrýsti einnig á að lokið yrði við gerð stjórnarskrá landsins fyrir 15. ágúst næstkomandi. Yfirmaður herliðs Bandaríkja- manna, George Casey, sagði að raunhæft væri að afturkalla stóran hluta herliðsins næsta vor og sumar. Það væri þó háð þeim skilyrðum að áframhaldandi framför yrði á stjórn- málasviðinu og ef uppreisnarmönn- um héldi ekki áfram að vaxa fiskur umhrygg. Samkvæmt talsmönnum banda- rískra yfirvalda er þróun á fjölbreytt- um öryggissveitum í gangi í írak. f írakska hernum eru sem stendur 77 þúsund hermenn en áætlað er að fjölga hermönnum um átta þúsund á þessu ári. Þá eru 94 þúsund íraksk- ir lögreglumenn sem áætlað er að verði orðnir 145 þúsund í árslok. ■ & Sony Ericsson K508 Skemmtilegur sími með fullt af möguleikum Léttkaups- #yOV/ útborgun og 750 kr. á mánuði í 12 mánuði Símadagatilboð: 11.980 kr. Eingöngu fyrir kort frá Símanum y ^^ Sony Ericsson T630 Spennandi sími með myndavél 1'7Qri Léttkaups- • / O\J útborgun og 600 kr. á mánuði í 12 mánuði Símadagatilboð: 8.980 kr. Eingöngu fyrir kort frá Símanum Línuskautar á 2.000 kall með öllum GSM tilboðum í sumar. Hlífar fylgja með. <•» Síminn Þráðlaust Internet 3.990 Mánaðargjald • Innifalið er póstfang, heimasfðusvæði, vlrusvörn á póst, 1Gb niðurhal o.fl. • Tölvuleikur í kaupbæti • Afnot af ADSL búnaði án aukagjalds* • Búnaður tilbúinn fyrir sjónvarp um ADSL í Reykjavík 25.-28. júlí r SIEMENS C200 Heimaslmi Tilboðsverð SMS sending og móttaka 7.980 • Númerabirting fyrir 30 símanúmer • Slmaskrá fyrir 200 slmanúmer og nðfn •10 hríngitónar • Innbyggður hátalari fyrir handfrjálsa notkun • Raddstýring á 20 númerum

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.