blaðið - 28.07.2005, Qupperneq 19
blaðið FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005
HELGIN 119
í kvöld
Ámi Johnsen
spenntur fyrir
brekkusöng
- brekkukórinn ótrúlegt fyrirbœri
á Broadway
I kvöld kemur fram hinn víðfrægi
Sirkus Jim Rose. Hópurinn, sem er
vafalaust einn sá vinsælasti í heim-
inum, mun leika listir sínar á Broad-
way. Hér er á ferðinni furðulegasti
sirkus veraldar en sýningin hefur
farið sigurför um heiminn sökum
afspyrnu fyndinna og vægast sagt
frumlegra atriða, en þess má geta að
þau hafa hitað upp fyrir ekki ómerk-
ari bönd en Korn, Nine Inch Nails og
Marilyn Manson. Þá hafa þau verið
í Simpson þáttunum og komið fram
í The X-files, en hópurinn hefur ver-
ið starfandi við góðar undirtektir
áhorfenda í ein 15 ár.
Jim Rose og viðundrin sem eru með
í för lentu á klakanum síðastliðinn
mánudag og á ferð sinni um bæinn
hafa þau vakið mikla athygli, enda
ekki við eina fjölina felld í fram-
komu og klæðaburði. Aðspurð segj-
ast þau ánægð með land og þjóð og
vægast sagt spennt fyrir sýningunni
á Broadway, enda í fyrsta skipti
sem þau koma hingað. Þau ljúka yf-
irstandandi túr sínum á íslandi og
vilja því hafa sýninguna sem mest
krassandi, að eigin sögn. Hanakamb-
ar, járnhlutir í andliti og skrautleg
andlitsmálning eru meðal þess sem
hópurinn skartar og því forvitnilegt
að berja þau augum á sviði Broad-
way í kvöld.
Auk listahópsin' ætlar hljómsveit-
in BRAIN POLICE að spila fyrir
gesti, eivþeir munu sjá til þess að all-
ir séu í rétta gírnum þegar viðundr-
in stíga á stokk.
Miða er hægt að nálgast í Skífunni,
BT á Akureyri og Selfossi, event.is
og í síma 575-1522 en miðaverð er að-
eins 2.500 kr og aldurstakmark 18 ár.
Húsið opnar kl. 19:00 og sýningin
hefst kl. 20:00. ■
Árni Johnsen er annálaður þjóðhá-
tíðarmaður, en hann hefur í ein 30
ár staðið fyrir brekkusöngnum sem
fram fer í Herjólfsdalnum. Flestir
telja brekkusönginn einn stærsta
viðburð þjóðhátíðar, enda það atriði
sem hvað mest er gert úr og fæstir
sem á annað borð fara til Eyja láta
fram hjá sér fara.
„Þjóðhátíð er alltaf mjög spenn-
andi og ég hlakka mikið til,“ segir
Árni aðspurður um tilhlökkun fyrir
komandi helgi. „Það er frábært að
spila fyrir allt þetta fólk og maður er
með upp undir 10.000 manna hljóm-
sveit að taka undir með sér. Fólk
syngur hástöfum með og það eru
mörg dæmi þess að fólk sem aldrei
hefur sungið uppgötvar að það er
stórsöngvari.“
Árni segir brekkukórinn, eða gesti
sem taka undir með sér, ótrúlegt
fyrirbæri. „Það er alveg dýrlegt að
heyra fólkið syngja og t.d. var ekki
alls fyrir löngu þjálfaðasta kórfólk
landsins að hlusta og táraðist við
að heyra í almenningi, sem stóð sig
með stakri prýði,“ segir brekkukórs-
stjórnandinn sjálfur og bætir við að
fólk kunni flest öll lögin sem séu
aðallega gömul og góð íslensk þjóð-
lög. „Þau þurfa engar leiðbeiningar,
söngbæklingurinn er í hjarta hvers
og eins og í undirmeðvitundinni,‘
segir hann og bætir við að hann viti
að þarna komi fólk frá fjarlægustu
landshlutum til þess eins að taka
þátt og syngja. „Þetta verður að
vanda rúm klukkustund af góðri
tónlist og stemningin verður án efa
með besta móti, ef ég þekki landann
réttsegir Árni að lokum og lofar
mikilli skemmtun í dalnum urn
helgina. Það verði enginn svikinn af
upplifun sem þessari.
Verslunarmonna-
helgin víðfrœga
rennur í garð
-helgin sem allir bíða eftir ár hvert
Landinn gerir sér jafnan glaðan dag
þegar verslunarmannahelgina ber
að en þá flykkist fólk milli staða með
það fyrir augum að skemmta sér og
sínum. Ár hvert er erfitt að segja til
um hvar mannmergðin verður sem
mest, enda oft sem fólk leitar sólina
og fallega veðrið uppi eftir því sem
hægt er. Síldarævintýrið á Siglufirði,
Kántríhátíð á Skagaströnd, Neista-
flug, Bindindismótið í Galtalæk, Ein
með öllu á Akureyri, Innipúkinn
í Reykjavík og Þjóðhátíð í Eyjum
eru meðal hátiða sem eru hvað vin-
sælastar auk annarra, en það er um
auðugan garð að gresja og eitthvað
að finna í flestum landshlutum. Þá
eru allflestir staðir með eitthvað í
boði þannig að óhætt er að elta gleð-
ina um víðan völl án þess að verða
fyrir vonbrigðum. B
SsBSi
_
Þjóðhátíð í Eyjum
Þjóðhátíð Vestmannaeyja í Her-
jólfsdal hefur verið ein sú vinsæl-
asta í áratugi, en hún er arfur frá
þjóðhátíðinni árið 1874 þegar hátíð
var haldin í dalnum 2.ágúst eins
og annars staðar á
landinu. Fagna átti
þúsund ára afmæli
þjóðarinnar á Þing-
völlum, en eyjamenn
komust ekki upp á
fastalandið vegna
veðurs og héldu því
sína eigin hátíð. Árið
1901 var aftur haldin þjóðhátíð í Eyj-
um en hún hefur haldið velli allar
götur síðan. Frá því um 1920 hafa
íþróttafélögin Þór og Týr annast
hátíðahöld en 1996 voru félögin sam-
einuð í ÍBV, sem nú sér um hátíðina.
Á þjóðhátíð í Eyjum hefur jafnan
verið mikið um gleði og hafa þar ým-
is sönglög fest rætur, en þeir Árni
ég trúi því að
hérna verði stór-
skemmtileg hátíð
Sirkus Jim Rose
úr Eyjum, Ási í Bæ og Oddgeir Krist-
jánsson höfðu allir veg og vanda
af mörgum þeim Eyjalögum sem
þekktust eru í dag. Lög þjóðhátíð-
ar hafa yfirleitt náð að lifa í hugum
fólks og Eyjamenn
líta á þau sem arfleifð
......... sem þejr eru st0Uir af.
Útihátíð þessi á sér án
efa sögulegar rætur
og því ekki óeðlilegt
hversu fjölmennt er á
.......... hátíðinni hvert ár.
Páll Scheving, fram-
kvæmdastjóri hátíðarinnar, segir
alltaf jafn mikið um dýrðir á henni
þó svo að veðurguðirnir séu mishlið-
hollir, enda hafi hún aldrei verið
lögð niður sökum leiðindaveðurs.
,Þjóðhátíð hefur alltaf verið haldin
frá því hún byrjaði og ótrúleg að-
sókn ár hvert,“ segir Páll, og segir
hátíðina í ár leggjast afar vel í sig, þá
sérstaklega ef veðurspáin gangi eft-
ir„. „Það er búið að spá hægviðri alla
helgina en lítilsháttar rigning gæti
gert vart við sig á laugardeginum,
útihátíð með sögu
þannig að ég trúi því að hérna verði
stórskemmtileg hátíð. Smá væta
truflar auðvitað engann.“
Ár hvert flykkjast allmargir til
Vestmannaeyja til þess að upplifa
stemninguna; flugeldasýningu,
brekkusönginn, brennuna og alla
þá tónleika sem í boði eru, en um
7-8000 manns heimsækja Eyjar yfir
helgina. Það er að vanda mikið um
góða tónlist og í ár verður t.d. hægt
að berja hljómsveitirnar Grafík og
Trabant augum, sem eru helst til
ólíkar þeim böndum sem hafa stigið
á svið í dalnum. „Við erum svona að-
eins að reyna að rokka þetta upp og
hafa slíkar hljómsveitir með enda
alltaf gaman að krydda dagskrána.“
Páll bætir við að mikið sé um ör-
yggisgæslu og að allar komuleiðir til
Eyja séu vel vaktaðar svo að fíkniefni
komist ekki með í dalinn. „Lögregl-
an er ötul við að fylgjast með enda
er afar auðvelt fyrir hana að vakta
komusvæði hingað. Það er alveg á
hreinu að fólk tekur áhættu með því
að taka fíkniefni með sér.“ ■