blaðið - 28.07.2005, Síða 28

blaðið - 28.07.2005, Síða 28
NÝTT FRÁ E.FINNSSON 28 I MENNING FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 blaðiö Sandur í Hornafirði röstudaginn 29. júlí, kl.17 opn- ar Sigurður Mar Halldórsson ljósmyndasýningu í landi Horns í Hornafirði. Sýningin verð- ur á sandinum við Stokksnesveg og nefnist einfaldlega Sandur. Myndirn- ar voru teknar á svipuðum slóðum síðasta sumar og verður komið fyrir á sandinum. Þær falla því inn í um- hverfið og skera sig úr í senn. Sýning- arsalurinn er einstakur i sinni röð, rennisléttur og svartur sandurinn er gólfið, jöklar á aðra hönd og sæ- brött fjöllin á hina og úthafsaldan leikur endalausa sinfóníu undir. Þó sýningin sé nýstárleg á marg- an hátt er myndefnið sígilt, nak- inn konulíkami. Sumarið 1997 hélt Sigurður svipaða sýningu í Hallormsstaðaskógi. Þar voru myndirnar teknar í skóginum og sýndar á sama stað og þær voru teknar. Sýningin Sandur er því einskonar framhald á því verk- efni. Þetta er fjórða einkasýning Sig- urðar en hann hefur einnig tekið þátt í nokkrum samsýningum. Sandur hefur verið Sigurði við- fangsefni fyrr. Sumarið 2002 tók hann þátt í alþjóðlegri samsýn- ingu, CAMP-Hornafjörður, þar sem hann sýndi verkið Skeiðarár- sandur. Sigurður stundaði ljósmynda- nám í Lindholmens Gymnasium í Gautaborg 1988 til 1990 og lauk sveinsprófi í ljósmyndun í kjölfar- ið. Áður var hann ljósmyndari á Þjóðviljanum 1985-1988 og hefur starfað sjálfstætt sem ljósmynd- ari, grafískur hönnuður, ritstjóri og fleira. Lömuðu 1 1 1 I» kennslu- konurnar 1____— til Spánar Tusquets útgáfan á Spáni hefur keypt útgáfuréttinn á nýjustu skáldsögu Guðbergs Bergsson- ar, Lömuðu kennslukonurnar. Bókin kom út hjá JPV fyrir síðustu jól og hlaut afbragðs móttökur og var tilnefnd til Menningarverðlauna DV. Tusqu- ets útgáfan er með virtustu útgefendum Spánar og gefur meðal annars út verk Milans Kundera. Tusquets hefur þegar gefið út nokkrar af bókum Guðbergs sem hafa vakið mikla athygli og hlotið góða dóma á Spáni. Þýðandinn er málvísindamaðurinn Enrique Bernardez sem hefur þýtt aðrar bækur Guðbergs, auk Njáls- sögu, Egilssögu og fleiri sagna. Jacquetta kemur úr felum J B Priestley. Jacquetta var seinni eigin- kona hins vinsæla leikritahöfundar. sem stríðsfréttaritari, leikritaskáld og þjóðfélagsgagnrýnandi. Hann er höf- undur leikritsins An Inspector Calls sem enn er leikið víða um heim við vin- sældir. Framhjáhald Jacquetta og Pri- estley stóð í sex ár en þá skildu þau við maka sína og gengu í hjónaband. I sam- einingu skrifuðu þau tvö leikrit, fóru í fyrirlestrarferðir og skrifuðu merka ferðabók. Jacquetta skrifaði skáldsög- ur en þekktasta verk hennar er A Qu- est of Love sem kom út árið 1980, þar sem megináherslan er lögð á kynlíf og fornleifafræði. Við útkomu var verkið sagt vera skáldsaga en var i raun frjáls- leg sjálfsævisaga þar sem Jacquetta sér sjálfa sig á hinum ýmsu skeiðum mann- kynssögunar. Þetta var ákaflega djörf og frumleg bók á sínum tíma en Jilaut þó litla útbreiðslu. Skilnaður Jacquetta varð henni ekld til framdráttar á starfsferhnum því margir breskir fornleifaff æðingar fyrir- gáfu henni aldrei. Dregin var upp mynd af henni sem tállcvendi og lítið gert úr ffamlagi hennar til fornleifafræðinnar. Ævisaga hennar mun væntanlega rétta hlut hennar. Priestley lést árið 1984 og Jacqu- etta árið 1996. kolbrun@vbl.is Jacquetta Hawkes. Bréf hennar og dagbókarskrif gefa sterka mynd af áhuga- veröri konu. Um þúsund bréf og skjöl úr fórum Jacquetta Hawkes þykja varpa áhuga- verðu ljósi á líf konu sem þótti sterkur persónuleiki sem fór jafnan sínar eigin leiðir í lífinu. Jacquetta var rithöfundur, ljósmyndari og fornleifaffæðingur og seinni eiginkona rithöfundarins J B Priestley. Skjalasafn hennar er geymt í Bradford á sama stað og skjöl eigin- manns hennar og hafa nú verið gerð aðgengileg almenningi. Þar er að finna bréf og dagbókarskrif þar sem Jacqu- etta er ansi opinská um lcynlíf sitt og ástriður. Ekki kemur á óvart að skjala- saftiið verður aðaluppistaða í væntan- legri ævisögu Jacquetta. (yfirlið vegna ástar Jacquetta hafði á unga aldri jafn mik- inn áhuga á konum og karlmönnum en giftist fornleifafræðingnum Christ- opher Hawke. Þrátt fyrir ástriðufullan áhuga á fornleifaffæði og sameiginleg bókaskrif um það efni var hjónaband- ið ekJci hamingjuríkt. Árið 1946 kynnt- ist Jacquetta ástralska ljóðskáldinu Walter Turner sem var töluvert eldri en hún. Hann átti aðrar ástkonur en Jacquetta varð yfir sig ástfangin og svo mjög að þegar hún ralcst óvænt á hann í listasafni í London þá leið yfir hana. í nóvembermánuði 1946 lést Turner af völdum heilablóðfahs og Jacquetta var harmi lostinn. Eiginmaður hennar sýndi sorg hennar milcinn skilning og skrifaði henni samúðarbréf sem nú hef- ur ratað í áðurnefnt skjalasafn. Kynlíf og fornleifafræði Innan árs hitti Jacquetta, J B Priestley. Hann var kvæntur og fimmtán árum eldri en hún. Hann hafði öðlast ffægð W VOGABÆR www.vogabaer.is sími 424 6525

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.