blaðið - 28.07.2005, Page 30

blaðið - 28.07.2005, Page 30
301ÍÞRÓTTIR FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 MaAÍA UEFA-keppnin í kvöld Keflvíkingar og Etzella frá Lúxem- burg mætast í kvöld í seinni leik lið- anna í forkeppni Evrópumóts félags- liða í knattspyrnu. Keflvíkingar æfla að leika leikinn á Laugardalsvelli og hefst hann klukkan 19.15. Stuðn- ingsaðilar Keflavíkurliðsins ætla að bjóða öllum ókeypis á leikinn. Fyrri leik liðanna sem fór fram í Lúxem- burg lauk með stórsigri Keflavíkur 0-4 og skoraði Hörður Sveinsson öll mörk Keflavíkur. Það er því nánast formsatriði fyrir Keflavík að ljúka þessum leik í kvöld því að liðsmenn Etzella þurfa að sigra 0-5 til að kom- ast áfram í 2.umferð forkeppninnar. (BV á erfiðan leik fyrir höndum Lið ÍBV verður einnig í eldlínunni í kvöld í Evrópukeppninni en ÍBV leikur í Færeyjum gegn B-36. Fyrri leik liðanna lauk með jafntefli í eyjum 1-1 og því verður um mjög erfiðan leik fyrir IBV að ræða í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 17.30. ÍBV leikur án eins síns besta leikmanns, markvarðarins snjalla Birkis Kristinssonar, en hann er meiddur eins og flestum knatt- spyrnuunnendum er kunnugt um. Gronkjær til Stuttgart Danski landsliðsmaðurinn Jesper Gronkjær sem lék með spænska hðinu Atletico Madrid á síðasta keppnistímabih hefur gengið til hðs við þýska liðið Stuttgart. Frá þessu var gengið í gær. Gronkjær átti að fara í læknisskoðun í gærkvöldi hjá læknum Stuttgart og eftir það átti að ganga endanlega frá samning- um. Hann hefur komið víða við á undanförnum árum og nægir í því sambandi að nefna Atletico Madrid, Birmingham og Chelsea á síðastliðnum tveimur árum. Unglingalandsmót UMFÍ 2005 29.-31. júlí í Vík Unglingalandsmót UMFÍ er vímu- efnalaus fjölskylduhátíð um versl- unarmannahelgina þar sem börn og unglingar, 11 - 18 ára taka þátt i hinum ýmsu íþróttagreinum. Auk þess er boðið upp á fjölbreytta af- þreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Fyrsta Unglingalandsmót UMFÍ var haldið árið 1992. Unglingalands- mót eru haldin á hverju ári um verslunarmannahelgina. Unglinga- landsmótið 2005 verður haldið í Vík í Mýrdal. Búist er við á bilinu 7-10 þúsund keppendum og gestum. Skráning hófst 1. júlí og fer hún fram á heima- síðu mótsins www.ulm.is. Öll að- staða í Vík er hin glæsilegasta og uppbygging íþróttamannvirkja hefur staðið þar yfir á síðustu miss- erum. Nýlokið er við byggingu frjáls- íþróttavallar þar sem hlaupabrautir eru lagðar gerviefni. Fyrir á staðn- um var íþróttahús í fullri stærð og ekki alls fyrir löngu var tekin í notk- un ný sundlaug. Samhliða unglingalandsmótinu hefur verið reist stærsta tjald lands- ins, alls rúmir 1300 fermetrar. Tjald- ið mun hýsa ýmsar uppákomur á mótinu. Haefileikakeppni, fitness og fjölbreytt dagskrá Á Unglingalandsmótinu verður keppt í hæfileikakeppni en þar geta unglingar látið ljós sitt skína með ýmsum hætti, leikrænni tjáningu, dansi og fleiru. Á mótinu í Vík verð- ur í fyrsta skipti keppt í fitness en þessi iþrótt hefur verið kynnt sem jaðaríþrótt á undanförnum ung- lingalandsmótum. Aðrar jaðargrein- ar verða leikhússport, kíassaklifur og bogfimi. Samhliða íþróttakeppn- inni fer fram fjölbreytt skemmtun og margvísleg afþreying en sérstök áhersla hefur verið lögð á að skapa umgjörð fyrir alla fjölskylduna. Má þar nefna leikjabrautir og leik- tæki fyrir yngstu börnin og kvöld- vökur, dansleiki og flugeldasýningu þegar mótinu lýkur á sunnudags- kvöldinu. Á meðal þess sem sem finna má sér sér til skemmtunar á mótinu eru gönguferðir, leiktækja- garður, kvöldvökur, flugeldasýn- ing og dansleikir. Landsþekktir skemmtikraftar sem og mjnni spámenn skemmta gestum á kvöld- vökum unglingalandsmóta. Hildur Vala syngur við setninguna á föstu- dagskvöldinu. Auk hennar koma fram hljómsveitirnar Á móti sól, Svitabandið og ísafold. 8. Unglingalandsmót UMFÍ Unglingalandsmótið í ár er nú hald- ið í áttunda skipti frá árinu 1992, en þá var það haldið á Dalvík 10. - 12. júlí. Árið 2000 var gerð áherslubreyt- ing á mótinu, en þá var það í fyrsta skipti haldið um verslunarmanna- helgina. Þeirri brey tingu hefur verið mjög vel tekið af landsmönnum. Frá upphafi unglingalandsmóta frá því að vera nánast eingöngu 47 mál hjá Aganefnd KSÍ Aganefnd Knattspyrnusambands ís- lands kom síðdegis á þriðjudag sam- an til síns vikulega fundar en fyrir nefndinni lágu 47 mál einstaklinga og 8 mál þar sem félög voru sektuð. Fimm leikmenn úr Landsbankadeild karla í knattspyrnu voru úrskurðað- ir í leikbann og allir fengu þeir eins leiks bann. Davíð Þór Viðarsson úr FH, Vestmannaeyingarnir Andri Ól- afsson og Heimir Snær Guðmunds- son og KR-ingarnir Sölvi Sturluson og Bjarnólfur Lárusson. Fimm leik- menn úr í.deild voru úrskurðaðir í eins leiks bann hver um sig. Andri Valur Ivarsson og Baldvin Jón Hall- grímsson úr Völsungi frá Húsavík, Guðmann Þórisson úr Breiðabliki og Randver Sigurjónsson og Hörð- ur Bjarnason úr Víkingi Reykjavík. íþróttakeppni fyrir aðildarfélög UM- Fl hefur mótið þróast út í að vera ein stærsta skipulagða fjölskylduhátíðin sem haldin er um verslunarmanna- helgina á hverju ári. I dag geta öll börn og unglingar á aldrinum 11 -18 ára tekið virkan þátt í unglinga- landsmóti UMFÍ 2005. Reynsla frá fyrri unglingalands- mótum UMFÍ, þar sem mótið hefur skapað sér það stóran sess og virð- ingu allra sem að koma, að það hefur ekki þurft að nefna það neitt sérstak- lega að mótið sé algerlega vímuefna- laust, það gerir fólkið sjálft sem þar kemur, því það er mjög meðvitað um tilgang og markmið unglinga- landsmóta og vilja fá tækifæri til að upplifa eitthvað jákvætt og einstakt, gleði og vináttu. Tilkynnt um mótstað 2007 - mikil spenna í loftinu Unglingalandsmótið 2006 verður haldið á Laugum í Þingeyjarsýslu og hafa framkvæmdaaðilar nú þegar hafið undirbúning. Þar var á dögun- um tekin ný og glæsileg sundlaug í notkun sem mun nýtast fyrir mótið. Meiri uppbygging er fyrirhuguð og verður m.a. gerður nýr frjálsíþrótta- völlur. Á setningu mótsins í Vík í Mýr- dal á föstudagskvöldið mun Björn Bjarndal Jónsson, formaður UMFÍ, tilkynna hvar Unglingalandsmót- ið 2007 verður haldið. Mjög mikil spenna er um það hvar mótið verð- ur haldið en þrír aðilar berjast um að halda það og eru þeir eftirtaldir: Þorlákshöfn, framkvæmdaaðili HSK, Hornafjörður, framkvæmdaað- ili USÓ, og Blönduós þar sem fram- kvæmdaaðili er USAH. ■ Að auki var aðstoðarþjálfari Knatt- spyrnufélags Siglufjarðar, Brynjar Harðarson úrskurðaður í eins leiks bann vegna brottvísunar og KS var dæmt i 10.000 króna sekt vegna hegðunar Brynjars. Knattspyrnulið Afríku og GG voru 12.000 dæmd til króna sektargreiðslu hvort félag vegna 12 refsi- stiga. KSI Vinningar frá: open - golfmót 2005 Mótið fer fram mánudaginn 1. ágúst hjá golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ. Mótið er punktakeppni með forgjöf. 5 efstu sætin fá glæsileg verðlaun auk verðlaunagripa. Nándarverðlaun og lengsta teighöggið. Dregið úr skorkortum í mótslok. Skráning á www.golf.is /A &JÖ M. Ms<*S KFC Iffl Venezúela kemur ekki til íslands Það eru ekki margir dagar síðan að forystumenn KSÍ tilkynntu að náðst hefði samkomulag við lands- lið Venezúela og Póllands um lands- leiki í ágústmánuði og október. I hádeginu í gær greindi RÚV frá því að líklega yrði ekkert af landsleik íslands og Venezúela þar sem Suður- Ameríkumennirnir hefðu bókað sig á leik gegn Ekvador um svipað leiti. Umboðsmaður KSÍ staðfesti þetta við framkvæmdastjóra KSl síðdeg- is í gær. Venezúela kemur sem sagt ekki til íslands. „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur og við höfð- um þegar hafið undirbúning fyrir þennan leik,” sagði Geir Þorsteins- son framkvæmdastjóri KSÍ í sam- tali við Blaðið. „Það er lítill tími til stefnu og ekki miklar líkur á að við fáum leik í staðinn þann íyágúst en aldrei að segja aldrei. Hlutirnir ger- ast stundum hratt en við ætlum að fara á fullt í málið á næstu dögum. Við vonum það besta en svona er fótboltinn. Það er alltaf eitthvað að koma manni á óvart í þessu“, sagði Geir Þorsteinsson. ■ Genóa dæmt niður íC-deildina ítalska félagið Genóa sem er ffá samnefndri borg, hefur verið dæmt niður um tvær deildir af ítalska ólympíusambandinu. Genóa, sem vann sér á vormánuðum rétt til þátt- töku í A-deildinni á næstu leiktið með 3-2 sigri á Venezia í fyrsta sinn í 10 ár, er dæmt niður um tvær deild- ir vegna hagræðingar á úrslitum í síðasta leik liðsins gegn Venezia. Að auki er um mikla fjármálaóreiðu að ræða hjá félaginu. Genóa skuldar stórfé og að auki eiga leikmenn liðs- ins inni margra mánaða laun hjá félaginu. Forseti Genóa, Enrico Prezi- osi og framkvæmdastjóri, Stefano Capozucca, voru dæmdir í 5 ára keppnisbann og stranglega bannað að koma nálægt knattspyrnufélagi á þeim tíma. Framkvæmdastjóri Ven- ezia og tveir leikmenn þess liðs voru einnig dæmdir í keppnisbann. Leik- mennirnir, Massimo Borgobello og Martin Lejsal fengu 5 og 6 mánaða keppnisbann. Málið er litið mjög alvarlegum augum á Ítalíu og stuðn- ingsmenn Genóa-liðsins eru brjál- aðir þessa dagana vegna málsins og krefjast þess að öll stjórn félagsins segi af sér. Deildarkeppnin á Italíu í A-deildinni hefst 28.ágúst og ætlar Genóa að áfrýja áðurnefndum dómi. Skagamenn ásigurbraut 23,júní töpuðu Skagamenn fyrir FH á Kaplakrikavelli, lokatölur 2-0, og þá voru þeir gulu og glöðu ekki að spila vel. Olafur Jóhannesson þjálfari FH lét hafa eftir sér að þeim leik loknum að ÍA hefði komið til að spila allt annað en fótbolta. Efitir þennan leik hefur blaðinu verið snúið við á Akranesi og af síðustu fjórum leikjum f Landsbankadeild- inni hafa þrír unnist og einn hefur endað með jafntefli. I þessum fjór- um leikjum heftir ÍA skorað 7 mörk og fengið aðeins 1 stig á sig. I tólftu umferð fóru liðsmenn ÍA til Grinda- víkur. Þar voru heimamenn án Óla Stefáns Flóventssonar sem var í leikbanni. Eftir 23 mfnútur voru Skagamenn komnir í 0-1 með marki frá Hirti Hjartarsyni. Þannig stóðu leikar allt þar til á þriðju mínútu seinni hálfleiks að Andri Júlíusson skoraði ágætismark, 0-2. Á 66.mín- útu var Robert Niestroj leikmaður Grindavíkur rekinn af leikvelli fyrir grófit brot úti á miðjum velli og skagamenn fengu aukaspyrnu. Boltinn var sendur inní vítateiginn þar sem Helgi Pétur Magnússon skoraði eftir að vörn Grindavíkur hafði alls ekki verið með á nótunum þrátt fyrir að hafa fengið tækifæri á að hreinsa boltann í burtu, 0-3. Sjö mínútum fyrir leikslok minnkuðu heimamenn muninn og þar var að verki Mounir Abandour en þá léku Grindvíkingar tveimur leikmönn- um færri þar sem Milan Stefán Jankovich þjálfari hafði notað allar þrjár skiptingar sínar og einn leik- manna liðsins meiddist og varð að fara af velli. Lokatölur 1-3. Skagamenn eru því komnir með 17 stig Í5.sæti eðajafn- mörg stig og Fylkir sem er í fjórða sæti en bæði lið hafa leikið 11 leiki. Grind- víkingar hafa 9 stig í 11 leikjum og eru í neðsta sæti Landsbankadeildarinnar. Næsti leikur ÍA verður á útivelli gegn Fylki sunnudaginn yág- úst. Næsti leikur Grindavfkur verður í Vestmannaeyjum gegn ÍBV sunnudaginn 7.ágúst. ■

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.