blaðið

Ulloq

blaðið - 02.08.2005, Qupperneq 10

blaðið - 02.08.2005, Qupperneq 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2005 blaöiö Athyglis- brestur rakinn til reykinga mæðra Konur sem reykja meðan á með- göngu stendur næstum þrefalda áhættuna á þvf að börn þeirra verði haldin athyglisbresti eða ofvirkni, samkvæmt niðurstöðum danskra rannsókna. Þunguð kona sem reyk- ir gerir fóstrið berskjaldað gagnvart eiginleikum nikótíns og breytir nemum heilans sem vinna með dóp- amín sem er honum nauðsynlegt. Rannsóknin, var gerð við Háskól- ann í Árósum í Kaupmannahöfn, og var bakgrunnur 170 barna sem þjást af ofvirkni kannaður við hlið 3.800 annarra barna á sama aldri. Kom í ljós að mæður 59% ofvirku barn- anna reyktu á þungunartímanum. Samkvæmt yfirmanni rannsóknar- innar, dr. Karen Linnet, mátti sjá augljós áhrif nikótíns á þróun og þroska heilans. Ofvirkni og athygl- isbrestur eru algengustu andlegu vandamál sem barnageðlæknar fást við og hrjá fjölda barna. ■ Nýi hnötturinn ber nú nafnið 2003 UB313 þar til annað og þægilegra nafn finnst. Tíunda reiki- stiarnan fundin? Unglingur myrtur með exi 18 ára gamall þeldökkur piltur frá Liverpool-borg var myrtur með exi á föstudag. Fjórir hvitir drengir á svipuðum aldri sáust ráðast á hann og fannst hann látinn skömmu síðar. Lögregla hefur lýst því yfir að morðið sé kynþáttahatursglæpur. Hún hefiir nú nafngreint tvo 19 ára pilta sem leitað er vegna morðs- ins en þeir eru taldir hafa ílúið land. Þá var 17 ára drengur sem handtekinn var um helgina enn í haldi lögreglu í gær en 18 ára drengur sem handtekinn var vegna morðsins hefur verið látinn laus gegn tryggingu. Lík níu ung- barna fundust í Þýskalandi Lögregla í Þýskalandi hefur fundið lík niu ungbarna í þýska þorpinu Brieskow-Finkenheerd og handtekið 39 ára gamla konu, sem talin er vera móðir þeirra, vegna athæfisins. Lík barnanna fundust á sunnudag en nafn kon- unnar hefur ekki verið gefið upp. 510-3744 blaðiðL Vísindamenn við bandarísku geim- vísindastofnunina NASA greindu frá því um helgina að þeir hefðu fundið tíundu reikistjörnu sólkerf- is okkar. Tilkynnt var um málið í skyndingu eftir að tölvuþrjótar •v. öWur, hvWutmr, prænn pfpar, parrwe—n Komdu og taktu með, boröaöu í suönum eöa fáftu sent heim VM Mndum heim: 109,110,111,112,113 5777000 K Rizzo: Papptrone, loukur, svcppir, ! fer»kur hvill«ukur, jd«p«no, sv. pipar (Í545| 1 Naples SUnka, pappcnxw, svapplr, (214 náðu að brjótast inn á lokað svæði á heimasíðu stofnunarinnar, þar sem starfsmenn voru með upplýsingar um málið. Tölvuþrjótarnir hótuðu að upplýsa um fundinn, þannig að NASA var í raun knúið til að opin- bera málið. Hnötturinn hefur til bráðabirgða hlotið nafnið 2003 UB313, en stjörnu- fræðingarnir hafa þegar lagt fram tillögu að nafni hjá Alþjóðasam- bandi stjarnfræðinga og bíða nú niðurstöðu þeirra. Hnötturinn er 97 sinnum lengra frá sólu en jörðin okkar og meira en tvisvar sinnum fjarlægari en Plútó, eða í næstum 15 milljarða km fjarlægð. Munu hnettir á stærð við Mars finnast? Vitað er að hnötturinn sem fundist hefur er stærri en Plútó og er þetta i fyrsta sinn síðan 1930 sem svo stór hnöttur finnst í sólkerfinu, eða eft- ir að Plútó fannst. Á vefnum stjorn- uskodun.is segir að stjörnufræðing- urinn Alan Stern, stjórnandi New Horizons-ferðalagsins til Plútó, hafi spáði því í kringum árið 1990 að í út- jaðri sólkerfisins leyndust um 1000 „Plútóar“. Hann taldi ennfremur lík- legt að hnettir á stærð við Mars væri að finna þar og hugsanlega hnettir á stærð við Jörðina. Eftir þessa uppgötvun sagðist Stern enn standa við þessa tilgátu sína og býst við því að hnettir á stærð við Mars finnist á komandi áratugum. Stern segir að ytra sól- kerfið sé fullt af óuppgötvuðum fyr- irbærum sem muni finnast nú þegar við höfum tæknina til að sjá þá. ■ Rokkþætti slaufað eftir nektaratriði Vinsæll rokksjónvarpsþáttur í Suður-Kóreu hefur verið tekinn af dagskrá eftir að tveir meðlim- ir pönkhljómsveitarinnar RUX afklæddust meðan hljómsveitin lék í beinni útsendingu f þætt- inum. Undir lokin afklæddust hinir stífmáluðu meðlimir og léku naktir í nokkrar sekúnd- ur þar til myndavélunum var beint í aðra átt. Sjónvarpsstöð- in hefur beðist afsökunar á athæfinu og sagt að meðlimir RUX hafi ekki vitað að um beina útsendingu væri að ræða. Bush skipar Bolton í embætti George Bush Bandaríkjaforseti skipaði í gær hinn umdeilda John Bolton í embætti sendiherra Sam- einuðu þjóðanna. Sniðgekk hann þannig ákvörðun Bandaríkjaþings sem kaus tvisvar um skipun Bolton í embættið og hafnaði henni í bæði skiptin. Miklar deilur hafa ríkt undanfarna fimm mánuði vegna málsins en demókratar hafa ítrekað reynt að koma í veg fyrir að Bolton verði settur í embættið. Hafa demó- kratar ásakað Bolton um að misnota undirmenn sína og hagræða sann- indum til þess að koma á framfæri íhaldssamri hugmyndafræði sinni. Demókratar og einhverjir repúblik- anar hafa einnig lýst yfir áhyggjum vegna afar harðrar gagnrýni Boltons á S.þ. og efast um hæfni hans til að gegna starfinu. „Þessi staða er of mikilvæg til að standa auð lengur, sérstaklega í ljósi þess að stríð geysar og nauð- synlegar umræður um endurbætur á S.þ.“, sagði Bush og lýsti yfir fullu trausti sínu á Bolton. Bush skipar Bolton í embættið nú þegar þinghlé er í Bandaríkjunum, en forseta er heimilt að taka slíkar ákvarðanir án samþykktar þingsins þegar það er í hléi. Bolton var svarinn í embættið eftir að Bush hafði tilkynnt ákvörð- unina og er sagður hafa haldið beint til New York þar sem hann mun starfa. „Það eru einstök forréttindi að vera talsmaður bandarískra gilda og hugðarefna hjá Sameinuðu þjóð- unum og, eins og stendur í sáttmála S.þ., að reyna að viðhalda friði og ör- yggi í heiminum", sagði Bolton við útnefninguna. Kofi Annan bauð Bolton velkom- inn til starfa í gær og sagðist hlakka til að vinna með honum og hinum 190 sendiherrum S.þ. „Við bjóðum hann velkominn á tímum mikilla umbóta og breytinga", sagði Annan

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.