blaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 27

blaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 27
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2005 VIÐTAL I 27 99........................................ Efþú velur eingöngu já-fólk í kringum þig, fólk sem vill þóknast þér og þér finnst þægilegt að vera með þá ertu afleitur stjórnandi. Þá end- arðu uppi með rangt fólk á öllum póstum." búinn að fara. Svo kom að því að ég taldi það fullreynt. Ef staða útvarps- stjóra Ríkisútvarpsins hefði ekki losnað þá finnst mér líklegt að ég hefði látið reyna á það í tvo til þrjá mánuði í viðbót, eða jafnvel til ára- móta, hvort ég gæti tosað stefnuna í það far sem ég teldi viðunandi. Nið- urstaðan hefði þó væntanlega orðið sú sama. Ég er þannig skapi farinn að ég get ekki verið á skipi sem stefn- ir þangað sem ég vil alls ekki fara.“ Listin að stjórna hæfileikafólki Þú hefur haft mannaforráð í starfi og munt hafa þau sem útvarpsstjóri. Hvernig stjórnandi ertu? „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég hef lesið skoðanir annarra á mér sem stjórnanda og kannast oft ekki alveg við mig í lýsingum þeirra. Mér finnst ég eiginlega vera allt öðru vísi en öllum öðrum finnst ég vera. Verð ég þá ekki bara að líta svo á að þeir hafi rétt fyrir sér og ég hafi ekki næga dómgreind á sjálfan mig? En ef ég ætti að nefna galla á mér þá hef- ur mér fundist ég vera heldur linku- legur stjórnandi, - ekki nægilegur töffari á stundum. En þetta er sjálf- sagt vitlaust líka einsog annað sem mér finnst um sjálfan mig.“ Maður þekkir mörg dæmi þess að í fjölmiðlum vinni einstakling- arsem eru miklar tilfinningaverur, eiga kannski erfitt með að vinna undir tímapressu, taka hluti ncerri sér og geta verið dyntótt- ir en eru um leið mjög skapandi. Hvernig tekstu á við að hafa slíkt fólk í vinnu, varla dugar að nota sömu aðferðir á alla? „Ef ég hef einhvern kost sem stjórnandi, sem ég hef lyst á að nefna í eigin fari, þá er það geta eða slembilukka til að koma auga á efnilegt hæfileikafólk og laða það til starfa. Margt af því fólki sem stend- ur sig best í fjölmiðlum er i aðra röndina sérviturt, jafnvel svolítið skrýtið. f samskiptum við það þarf að sýna nokkur klókindi í því sem enskumælandi kalla „talent manage- ment“; sem snýst um að hafa stjórn á hæfileikafólki. Þá verður maður að taka fólki eins og það er og einblína á hæfileika þess, sem er ástæða þess að maður réði það til vinnu. Ég hef aldrei sett það sem mælikvarða á fólk sem ég ræð til starfa hvort mér þyki það persónulega skemmtilegt. Sumt af þessu fólki finnst mér reynd- ar alls ekkert skemmtilegt og vildi ekki taka það með mér heim eftir vinnu. En aðalatriðið er að þetta fólk er gott í því sem það er að gera. Ef þú velur eingöngu já-fólk í kringum þig, fólk sem vill þóknast þér og þér finnst þægilegt að vera með þá ertu afleitur stjórnandi. Þá endarðu uppi með rangt fólk á öllum póstum.“ Fortíð í rómantískum bjarma Maður heyrir stundum sagt að fjöl- miðlafólk hafi verið miklu litrikara og skemmtilegra hér áður fyrr en { dag. Heldurðu að þetta sé rétt? „Er þá ekki bara verið að horfa á fortíðina í rósrauðum og rómantísk- um bjarma? Stundum er því líka haldið fram að stjórnmálamenn samtímans séu ekki jafn litríkir og sterkir persónuleikar og þeir voru áður fyrr. Ég er ekkert viss um það. Þegar menn líta til baka muna þeir þá ekki bara eftir fjórum til fimm stjórnmálamönnum sem stóðu upp úr? Ég held að það sé hægt að finna fjóra til fimm stjórnmálamenn í sam- tímanum sem standa ekki að baki þeim mönnum sem maður man eft- ir frá rósrauða tímanum. Það sama á sennilega við um fjölmiðlamenn. Reyndar er fjölmiðlastéttin öðruvísi samsett en áður var. Nú eru fleiri sem líta á fjöhniðlastarf sem fag og ætla sér að vera í því til frambúðar en líta ekki á starfið sem hluta af því að vera til dæmis rithöfundur eða stjórnmálamaður. Fyrir vikið finnst sumum stéttin kannski vera grám- óskulegri en áður fyrr.“ En heldurðu að það sé ekki rétt að fjölmiðlastéttin hafi verið drykkfelldari þá en nú er? Þegar ég var að byrja í blaðamennsku skruppu menn á barinn á miðjum vinnudegi eins ogekkert væri sjálf- sagðara. „Þegar ég var að byrja í þessum bransa tíðkaðist enn að blaðamenn kæmu á ritstjórnir eftir blaða- mannafundi, útúr heiminum vegna drykkju. Þá voru ekki haldnir blaða- mannafundir nema áfengi væri á boðstólum og einhverjir blaðamenn drukku svo illa að ekki var annað ráð en að næla fréttatilkynninguna í jakkaboðunginn og senda þá í leigu- bíl upp á ritstjórn. Þetta gerist ekki lengur.“ Hvað um sjálfan þig, þú hef- ur talað um að áfengi hafi verið vandamál í þínu lífi. „Fyrir fjórum árum rann upp fyrir mér að ég var farinn að hafa meiri ama en ánægju af áfengi, meiri leið- indi en gleði. Þá tók ég ákvörðun um að hætta að drekka. Þetta er mér ekkert feimnismál en ég nenni hrein- lega ekki að vera alltaf að tala um það opinberlega - ef þér er sama.“ Fyrirlitleg blaðamennska Mér er sama og snúum okkur að öðru. Hefurðu einhvern tíma gert slœm mistök istarfi? „Ég gæti sjálfsagt gert langan lista yfir það sem ég hefði viljað gera öðru- vísi. Vinnu í fjölmiðlum fylgir viss ófullnægja. í hvert einasta skipti veistu að ef þú hefðir haft klukku- tíma í viðbót, ég tala ekki um sex tíma, þá hefðirðu getað unnið frétt- ina betur og ef þú hefðir búið þig aðeins betur undir viðtalið þá hefði það orðið enn betra. Allt sem þú gerir hefðirðu getað gert betur. Þess- ari staðreynd verður þú að lifa með. Kannski gildir þetta einnig í öllum öðrum störfum en í fjölmiðlastarfi býrðu daglega við þessa nagandi til- finningu, sem er að sínu leyti hvetj- andi því hún heldur þér við efnið.“ Hvernig finnst þér þróunin í dagblaðaheiminum þar sem gula pressan er að verða æ meira áber- andi? „Á síðustu mánuðum og misser- um hefur orðið ákveðin breyting í þessum efnum. Á sinum tíma, þegar menn voru að skammast út í Séð og heyrt og blöð af slíku tagi og sögðu að þau ættu ekki að vera til, þá sagði ég oft sem svo að menn ættu ekki að ergja sig yfir þessu, þetta væru skemmtiblöð, fullkomlega meinlaus og án meinfýsni. Menn yrðu bara að láta sig hafa þetta. Enda leiddist mörgum þetta ekki eins mikið og þeir létu. Fyrir einhverjum mánuð- um eða misserum breyttist tónn- inn. Meinfýsni og illkvittni tók að skjóta upp kollinum. Versta birting- „Ef það á stöðugt og alltaf að taka mið af áhorfendafjölda þá sitja menn uppi með fjölmiðil sem er nákvæmlega eins og afþreyingarsjón- varpsstöðvarnar - og það er ekki endilega íslensk menning." armynd þessa var Bubbamálið í Hér og nú og DV. Ég skil ekki einbeittan vilja manna til að innleiða blaða- mennsku af þessu tagi og mér finnst hún fyrirlitleg.“ Aðdáandi fslendingasagna Hvað gerirþúþegarþú ert ekki í vinn- unni? „Mest af frítímanum nota ég til að gaufa eitthvað með fjölskyld- unni enda finnst mér það mest gef- andi. Mér finnst til dæmis ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með tíu ára syni mínum í fótboita. Er ekki sagt að það sé dulinn draumur allra feðra að sjá syni sína verða eitthvað sem þá langaði til að verða en urðu aldrei? Til dæmis ódauðlegur fót- boltasnillingur. Ég veiði talsvert, ekki eins mikið og ég vildi en samt meira en til dæm- is konan mín vill. Ég les líka talsvert - alls konar bókmenntir eftir því hvernig skapi ég er í. Hef alltaf sex til átta bækur á náttborðinu. Ég er forfallinn Islendingasögulesari og les Grettis sögu, Egils sögu og Njáls- sögu á tveggja til þriggja ára fresti. Og svo geri ég dálítið af því að tefla skák - meira af vilja en getu.“ Hver er uppáhaldshetjan þín í íslendingasögunum? „Það fer eftir því hvernig skapi ég er í. Stundum eru það góðu gæjarnir, stundum groddalegustu persónurn- ar, stundum skáldin. Stundum er ég í stuði fyrir Eglu og stundum fyrir Grettissögu en best er Njála, sem er mesta listaverkið. Ég er samt ekki sér- lega vel að mér í Njálu og það stafar af því hvað ég er gleyminn. En mér finnst líka gott að vera gleyminn því í hvert sinn sem ég les Njálu finnst mér ég vera að lesa alveg nýja bók.“ En hvað finnst þér um nútíma- skáldskap? „Mér finnst niikið af honum ekk- ert sérstakur. En erum við ekki þarna komin að því sama og með stjórnmálamennina og blaðamenn- ina? 1 samtímanum ertu i mikilli nálægð við það sem er undir meðal- lagi. Þegar þú horfir aftur í tímann, kannski um hálfa öld, þá er búið að sortera út allt það sem ekkert var varið í, Þú manst bara eftir því sem stendur upp úr. Kannski eru bestu rithöfundarnir í dag ekkert verri en þeir hafa verið á hverju skeiði, fyrir utan risana sem allir skrifa í skugg- ann af.“ Margir vildu geta staðsett þig í pólitík. Hefurðu alltaf kosið það sama? „Nei, ekki alltaf.“ En yfirleitt? „Já, yfirleitt." Viltu ekki segja mér hvaðaflokk- ur það er sem fœr oftast atkvæði þitt? „Nei, það vil ég ekki. Mér hefur tekist að viðhalda dálítilli mystík í kringum pólitískar skoðanir mín- ar og vil halda í hana eins lengi og hægt er.“ Hefurðu mótaðar lífsskoðanir, ertu til dœmis trúaður? „Ég gekkst nokkuð upp í því á há- skólaárum og nokkuð fram eftir aldri að vera trúlaus efahyggjumað- ur og montaði mig af því í alls konar samhengi. Ég tók ekki meðvitaða ákvörðun um að hætta að vera trú- laus og fara að trúa, en það hefur orð- ið brey ting innra með mér hin síðari ár. 1 dag svara ég spurningunni með já-i. Ég er trúaður. Það væri enginn tilgangur með öllu þessu bardúsi ef ekki væri til æðri máttur.“ kolbrun@vbl.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.