blaðið

Ulloq

blaðið - 24.08.2005, Qupperneq 8

blaðið - 24.08.2005, Qupperneq 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 2005 blaöið Enn dregst að írakar fái stjómarskrá íraska þingið fékk drög að nýrri stjórnarskrá landsins í hendur á mánudagskvöld en þá rann út frestur stjórnarskrárnefndar til að skila af sér skránni. Nefnd- inni hefur verið veittur þriggja daga aukafrestur sem rennur út á morgun en áður hafði nefndinni verið veittur vikufrestur til að klára verkið. Útilokaðir frá viðræðum Ágreiningur við leiðtoga súnní-mús- lima varð til þess að ekki tókst að klára stjórnarskrána fyrir mánudag að sögn leiðtoga shíta og kúrda. Leið- togi súnní-múslima, sem er minni- hlutahópur í írak, var útilokaður frá samningum ríkisstjórnarinnar mestan hluta vikunnar ásamt öðr- um minnihlutahópi sem er undir stjórn fyrrum forsætisráðherra landsins, Ayad Allawi. Þegar þeir voru svo boðaðir á fund síðdegis á mánudag neituðu þeir að samþykkja fjöldamörg atriði. íslamsmiðaðar áherslur Minnihlutahóparnir gagnrýna meirihluta stjórnarskrárnefndar- innar fyrir að leggja áherslu á það sem þeir kalla íslammiðaðar áhersl- ur og tilraunir til að ná undir sig stóru landsvæði í suðurhluta lands- ins sem er ríkt af olíuauðlindum. Shíta-leiðtogarnir gerðu tilraun til að leggja drögin sem frumvarp fyrir þingið á mánudag, án þess að hafa til þess samþykki minnihluta- hópanna, en nokkrir af leiðtogum kúrda og Allawi komu í veg fyrir að málið næði fram að ganga. Leiðtogi súnní múslima hefur gefið það út að hann treysti shíta múslimum ekki lengur og í reynd ekki Bandaríkja- mönnum heldur. Frekari ágreiningsatriði Þrátt fyrir þessi vandkvæði halda sumir leiðtogar íraka því fram að sátt muni nást um málið á næstu þremur dögum. Önnur stór atriði sem menn eru ekki sammála um fsraeiskir hermenn stökktu hópum manna á brott úr landnemabyggöum á Vesturbakk- anum (gærdag en þeir halda enn uppi mótmælum gegn aðgerðum fsraelsstjórnar á Gaza svæðinu. Lögreglan segir að hóparnir hafi töluvert magn af smásprengjum undir höndum sem þeir ætia að nýta gegn hernum en stórvirkum vinnuvélum er nú beitt til að ryðja niður húsum á svæðinu. Landnemahóparnir sem enn berjast gegn aðgerðum fsraelsstjórnar hafa komið sér fyrir í tómum húsum, komið upp vegatámlum og hellt matarolfu á götur til að erfiða hernum ætlunarverk sitt. HVAÐA TÝPA ERT ÞÚ? Verð: 139.700 kr. Stílhrein og flott vél sem er ríkulega hlaðin búnaði. Öflugt skjákort gerir þér auðveldlega kleift að spila leiki. í gegnum FireWire tengið flytur þú myndir beint úr stafrænu videótökuvéiinni inn á tölvuna. TM tölvukaupalán 100% lán til allt aö 36 mánaöa á 9,5% vöxtum. Einnig býðst fartölvutrygging fyrir lántakendur. taeknival.is og taktu þátt i T0SHI8A- týpuleiknum og þú gætir unnið fartölvu. Toshiba Easy Guard tryggir að gögnin þín eru öruggari. Þetta er öflug tölva sem hentar öllum. Kaupauki: □---------- Fartölvubakpoki, mús og MS OneNote fylgir öllum Toshiba tölvum. Tæknival Sjfta-múslimar fagna á götum Bagdad er hvort í stjórnarskránni verði til- greint að meðlimir Baath-flokks Saddams Hussein verði útilokaðir frá stjórnsýslunni og hvernig velja skuli forseta og forsætisráðherra landsins. Hamingjuóskir frá Bandaríkjunum Condoleezza Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, óskaði leiðtog- um íraka til hamingju með að hafa náð að leggja fram drögin og sagði það virðingarvert að nefndin leggði á það áherslu að ná sem breiðastri samstöðu um stjórnarskrána með því að óska eftir þessum þriggja daga aukafresti til að klára málið. „Skref fyrir skref ganga írakar stíg- inn sem mun auka framtíðarmögu- leika þeirra til frelsis“, segir í yfirlýs- ingu frá Rice. ■ Armstrong hafnar ásökunum Bandaríski hjólreiðakappinn Lance Armstrong, sem unnið hefur Tour de France hjólreiðakeppnina sjö sinnum, hefur hafnað ásökunum franskra blaða um að hann hafi tek- ið ólögleg efni áður en hann keppti í Frakklandi. Síðast var það íþrótta- blaðið L’Equipe sem hélt því fram að hann hefði tekið efnið EPO til að ná betri árangri en afrek hans í hjólreiðum verður seint leikið eft- ir. Blaðið segist hafa sannanir fyrir lyfjanotkun Armstrongs og segir að sex þvagprufur sem teknar voru hjá honum árið 1999 hafi reynst jákvæð- ar, þ.e.a.s. að leifar af EPO hafi fund- ist í þeim. Á þeim tíma var hjólreiða- mönnum ekki bannað að taka lyfið. Armstrong segir á heimasíðu sinni að hann hafi aldrei tekið örvandi lyf og að umfjöllun L'Equipe sé ekkert annað en nornaveiðar. „Blaðið viður- kennir meira að segja að aðferðirnar sem notaðar voru til að mæla EPO hafi verið vafasamar. Þar að auki hef ég ekki haft neitt tækifæri til að verja sjálfan mig”, segir hann. Meint lyfjanotkun Armstrongs hefur verið blaðaefni í gegnum tíð- ina þrátt fyrir að aldrei hafi sannast að hann hafi tekið ólögleg efni. Síð- ustu árin hefur hann svarað fyrir sig með málshöfðunum gegn þeim blöð- um sem hafa birt slíkar sögur og er þekktast mál gegn breska blaðinu Sunday Times. ■ -15? Sumarferð Sumarterö sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður farfn laugardaginn 27. ágúst. Heimsóttur verður þjóögarðurinn á Snæfellsnesi. Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar mun taka á móti hópnum á Hellnum. Þar verður grillaö, farið í leiki, sungið og margt fleira skemmtilegt gert. Lagt verður af stað f feröina frá Valhöll Háaleitisbraut 1, kl. 9.00 og komið til baka um kvöldmatarleyti. Miðaverð er kr. 1.500 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir börn yngri en 12 ára. Innifalið í verði er rútuferðin og grillmatur. Vinsamlega skráið ykkur f ferðina á skrifstofu Sjálfstæðlsflokksins f sfma 5151700 fyrirkl. 16.00 föstudaginn 26. ágúst. Alllr velkomnir! Stjórnir sjálfstæðlsfélaganna I Reykjavík. Fimm látnir eftir gíslatöku Byssumaður í Inglewood í Kali- forniu skaut fjóra til bana áður en hann framdi sjálfsvíg í gær. Maðurinn hafði tekið mágkonu sína, eiginmann hennar og tvö börn í gíslingu á heimili þeirra snemma í gærmorgun. Þegar lögreglan réðst til inngöngu á heimilið nokkrum stundum síðar var það of seint, byssu- maðurinn hafði myrt gísla sina og skotið sjálfan sig að þvi loknu. Ekki er vitað um orsakir verknaðarins en eigin- kona byssumannsins tilkynnti lögreglu um hvarf hans um miðja nótt. Að sögn hennar var hann í uppnámi vegna fjárhags- vandræða. íbúar í Inglewood hverfinu í Los Angeles voru skefingu lostnir eftir atburðinn í gær en lögregla hefur ekki gefið miklar upplýsingar um ffölskylduna sem í hlut átti. Skóladreng- ur myrtur í Skotlandi Lögreglan í Skotlandi rannsak- ar morð á ellefu ára gömlum dreng sem fannst látinn í skógi í nágrenni við skólann sem hann hvarf frá þremur dögum áður. Móðir drengins sá hann síðast þegar hún keyrði hann í skólann en íjölskyldan býr í bænum Livingston. Eftir það hvarf drengurinn en það var ekki fyrr en að loknum skóla- degi þegar afi hans kom til að sækja hann að í ljós kom að drengurinn hafði ekki mætt f skólann þann daginn. Hann fannst svo undir gömlu tjaldi í skóginum eftir umfangs- mikla leit lögreglu og leiddi krufning í ljós að hann hefði verið kyrktur. Engar vísbend- ingar hafa enn komið fram sem upplýst gætu málið. Nýnasistar í Rússlandi fangelsaðir Fimm nýnasistar í Rússlandi voru dæmdir í gær til níu ára vistar á fanganýlendu fýrir morð á fólki frá Mið-Asíu og Kákasus og fyrir íjölmörg ofbeldisverk. Þá voru mennirn- ir einnig fundnir sekir um að ýta undir hatur og ódæðisverk gegn fólki af erlendum upp- runa. Samkvæmt lögregluyfir- völdum bera mennirnir ábyrgð á dauða þriggja einstaklinga sem létust effir barsmíðar mannanna á árunum 2003 og 2004. Einn þeirra mun þó hafa verið stunginn til bana. I ljós kom að mennirnir voru aðilar nýnasistasamtaka í Rússlandi og fundust bunkar af fféttabréf- um nasista og öðru tengdu efni í íbúðum þeirra. Fimmmenn- ingarnir hafa rétt til þess að áfrýja dómnum innan 10 daga. Á þessu ári hafa minnst átta verið myrtir af nýnasistum í Rússlandi og 115 slíkar líkams- árásir hafa verið kærðar. Flest ódæðisverkin hafa átt sér stað i höfuðborginni Moskvu eða þar í grennd. Fórnarlömbin voru m.a. frá Gíneu, Angóla, Malí, Kfna, Víetnam, Albanfu og heimalandinu Rússlandi.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.