blaðið - 24.08.2005, Qupperneq 16
16 I HÉIMILI
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 2005 blaðiö
Heimilisleg hlýia
með haustinu ** * *
FJaRMöGNUN
á vökíum
bíliim
BÍLAÞING HEKLU
Númcr eilt i noliuhin bílum
Klctthálsi 11 Laugavegi 174 sími 590 5040
www.bilathing.is
Marokkóskt te
Setjið grænt te í sigtið og
nokkur myntuplöð í tepott-
inn sjálfan. Hellið heitu
vatni yfir og látið standa í 2
og 1/2 mínútu. Setjið 5-8 furu-
hnetur í hvert glas og hellið
nýlöguðu teinu yfir. Njótið í
birtu kertaljósa.
Nú þegar daginn tekur að stytta og
sólarljóssins nýtur ekki jafn lengi
við, kuldablástur hvissast inn um
gluggaraufar og dyrastafi má gera
ýmislegt til að gera heimilið hlý-
legra. Auðvitað er gott að nýta ullar-
sokkana sem pakkað var niður með
útilegubúnaðinum á kvöldin og
hlýjar, prjónaðar peysur eru auðvit-
að nauðsynlegar þegar hausta tekur.
En að pakka líkamanum inn í mörg
klæðalög við hvert tækifæri er ekki
endilega besta tilhugsunin.
Kertaljósin skapa ró
Kertaljós eru líklega sá aukabún-
aður sem getur gert hvert heimili
huggulegra og skapað góða stemmn-
ingu án þess að miklu þurfi að kosta
til. Birtan af kertaljósum er mun hlý-
legri en sú sem stafar af rafmagns-
ljósum og skapar mun náttúrulegri
tilfinningu og færir ró yfir heimilið.
Svokölluð sprittkerti má fá í helstu
stórmörkuðum fyrir lítinn pening
og líklega er Ikea verslunin sá staður
sem býður upp á mesta úrval kerta
fyrir lítið fé. Tiger verslanirnar og
Rúmfatalagerinn bjóða einnig gott
úrval. Með því að koma kertaljósum
fyrir í gluggakistum, á stofuborðum
og í bókahillum má gefa stofunni al-
gerlega nýtt útlit og jafnvel draga úr
kyndingu því brennandi kerti gefa
frá sér töluverðan varma.
Austurlensk áhrif
I fjölda verslana má sjá að austur-
lensk áhrif hafa sett sitt mark á úrval
húsbúnaðar. Mynstraður varningur
sem skapar stemmningu 1001 nætur
í heitum litum getur gért kraftaverk
fyrir gömlu stofuna. Mjúkir púðar í
mörgum litum, litlar skálar eða lit-
ríkar krukkur og falleg tesett skapa
litríka og skemmtilega stemmningu
sem lífgar upp á haustið og svarar
litadýrð þess inni á heimilunum.
Þessari stemmningu má ná með því
að bæta einungis örfáum hlutum
við innbúið svo sem eins og púða,
nokkrum kertum eða fallegum te-
glösum.
Innri hlýja
Eftir langan vinnudag, hvort sem
hann er við nám eða önnur störf, er
gott að hella sér upp á góðan tepott.
Fátt er notalegra þegar komið er inn
úr svölu haustloftinu en að setjast
í mjúkan púðahlaðinn sófa i kerta-
lýstri stofu og drekka bolla af ilm-
andi tei frá fjarlægum slóðum. Teúr-
val verslana í dag er gríðarlega gott
og þar má finna allt frá blönduðum
ávöxtum og berjum til gamla góða
svarta tesins sem allir þekkja. Spenn-
andi nýjung, ef nýjung skyldi kalla
því hér er á ferðinni gömul íslensk
hefð, er lífræna teið frá ísplöntum.
Það er unnið úr rammíslenskum
galdrajurtum sem hver og ein hefur
sín sérstöku áhrif á líkamann, bólgu-
eyðandi, vatnslosandi og róandi
svo eitthvað sé nefnt. Það má til að
mynda fá í verslunum Te&kaffi sem
einnig bjóða upp á úrval af tei frá
mörgum heimshornum.
ernak@vbl.is
Púöaver frá Tiger f mörgum litum
400 kr.
Japanskur tebolii með undirskál úr
leir frá Te&kaffi 1395 kr.
Tvö maríukerti I pakka frá
lllgresi 1100 kr.
Þrjú marokkósk teglös
í pakka frá Tiger 400 kr.
Handskreyttir kfnverskir tes-
taukar frá Te&kaffi
Minni 925 kr.
Stærri 1195 kr.
Margvísleg te fráTe&kaffi frá 190 kr.
Blómaskreytt emaleruð skái frá
lllgresi 550 kr.
Blómaskreyttur emaleraður disk-
ur frá lllgresi 650 kr.
Japanskur
tepottur úr ieir
frá Te&kaffi
4350 kr.
f.6Rk VBIAOOÍI
Rautt maríukerti
frá lligresi 450 kr.
Blátt maríukerti
frá lligresi 260 kr.
Sex induglös f
standi frá lllgresi
4500 kr.