blaðið - 24.08.2005, Qupperneq 25
Cover er póstalaust qlerbrautakerR, sérhannað
Fyrir svalalokanir, sólstoFur o.þ.h.
KerFið er 95% opnanlegt og einstaklega auðvelt í
notkun.
CDver-glerbrautakerFiö er eina kerfiö sem rennur
á jafnstárum hjólum að ofan og neðan sem útilokar
möguleika á glamri og stirðleika.
Með Cover Færð þú:
Öruqgt og sterkt glerkerfi sem stenst íslenskt veðurfar.
98% lokun og koma PVC-plastlistar á milli glega
með öllu gleri.
Cover er 95% opnanlegt og eru þrif einstaklega auöveld
því glerið opnast inná við (þrif báðum megin).
Tært útsýni og nánast engin utlitsbreyting.
Cover-gler setur Fallegan blæ á fasteignlna.
Alltaf logn og hreinar svalir.
Glerkerfi sem er auðvelt og fljótlegt í uppsetnlngu
og frágangur allur til sóma.
Gler & brautir ehf • Gllsöuö 7 • 210 GarOabær • Siml 517 1417 • www.cover.ls
greiningu og þá kemst ég að því að
hann var líklegast ekki lesblindur
heldur ofvirkur. Það skýrði meðal
annars af hverju hann mundi lítið
því það er svo mikill hraði í huga
ofvirkra og þeir eiga erfitt með ein-
beitingu. Þessi einstaklingur las illa
og kom í leiðréttingu til min í viku,
um þrjátíu klukkutíma. Á fimmtu-
24 I VIÐTAL
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÖST 2005 blaöiö
blaöiö MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 2005
VIÐTALI 25-
99..................
Lesblindir hugsa yfir-
leitt alltafí myndum en
ekki orðum. Þess vegna
notum við leirinn og ger-
um myndir afhlutunum.
degi þá les þessi einstaklingur eins
og besti leikari og hann mundi allan
textann sem hann las. Þetta hafði
hann aldrei upplifað áður þrátt fyr-
ir að vera greindur strákur. Þetta
breytti hans lífi. En frekari upplýs-
ingar um Davis-leiðréttinguna má
fá á www.lesblind.com.“
svanhvit@vbl.is
á dugnaði einstaklinganna. „Eftir
námskeiðið þurfa einstaklingarnir
að æfa sig í 1-2 klukkustundir á viku í
ár en eftir það ætti það ekki að þurfa.
Þetta verður partur af þeirra lífi og
verður svo eðlilegt. Það er ef þau eru
dugleg og þá er maður að heyra að
einkunnir hækki um 2-3 heila. Svo
veit maður um einstaklinga sem
hafa verið latir og þá gengur þetta
ekki nægilega vel. Einu sinni fékk
ég einstakling sem var að stofna fjöl-
skyldu og hafði flosnað upp úr skóla.
Hann sagðist ekki geta munað eitt
né neitt en vildi mennta sig. Hann
var búinn að fara til alls kyns lækna
en ekkert gekk. Til að byrja með var
hann neikvæður en ég tek hann í
Lesblindir læra stafrófið upp á nýtt
Upphafsmaður Davis leiðréttingar
var Ronald Davis sem sjálfur var ein-
hverfur og lesblindur. Framan af var
Davis talinn bjáni og greindarvísitala
hans mældist 40 stig. f dag er Davis
talinn vera einn af gáfuðustu mönn-
um Bandaríkjanna með greindarvísi-
tölu upp á rúmlega 140 stig. Þór Elís
segir: „Við tökum fólk í greiningu til
að byrja með og við sjáum oft hvernig
lesblindan liggur. Lesblindir hugsa yf-
irleitt alltaf í myndum en ekki orðum.
Þá eru tvívíð tákn eins og letur ákveð-
in truflun. Þess vegna notum við leir-
inn og gerum myndir af hlutunum.
Þetta er mjög mikilvægt til dæmis hjá
ofvirkum einstaklingum því þeir búa
til aðstæður sem þau hafa lent í. Ein-
staklingar með lesblindu byrja á því
að læra allt stafrófið upp á nýtt með
því að leira alla stafina. Svo er þjálf-
Um leið og einstaklingurinn
er orðinn skynstilltur þá getur
hann lesið þokkalega vel.
unarferlið sem fer fram eftir að þau
eru búin að vera hjá okkur gríðarlega
mikilvægt en þá þurfa þau að leira og
myndgera öll kveikiorð. Kveikiorð er
þau orð sem ekki er hægt að tengja
mynd við eins og þessi, er, og, það, þá
og fleiri slík orð. Þau orð detta út hjá
lesblindum og það verða því bara hol-
ur í textanum. Þess vegna þurfa þau
að búa til mynd og leira sjálft orðið.
Það verður því bara að samtali við
undirmeðvitundina og þarf í raun-
inni að endurforrita hana.
Las sína fyrstu bók 37 ára gamall
Davis var laminn af pabba sínum
og bróður vegna þess að þeir töldu
hann vera skömm fyrir fjölskyld-
una. Hann ólst upp í Texas þar sem
honum var oft hent út í garð þar sem
jarðvegurinn er mjög leirkenndur og
hann harðnar þegar hann þornar. Da-
vis leiraði því mikið og bjó til sína
eigin veröld úr leir. Hann hefur aldr-
ei sagt frá því hvernig hann komst
út úr einhverfunni en í kjölfar þess
uppgötvuðust ótrúlegir stærðfræði-
hæfileikar. Einhverfan háir honum
Htið í dag en hann hugsar algerlega í
myndum samkvæmt Þór. Davis gerð-
ist verkfræðingur hjá NASA en datt
niður á hugmyndina um kerfið þeg-
ar hann vann sem skúlptúristi. Verk-
fræðihæfileikar hans fengu hann til
að leiða rök að því að ef hægt væri
að breyta lesblindu með huglægri
starfsemi gæti lesblinda ekki verið
vegna líkamsgalla heldur hlyti að
vera um starfrænan galla að ræða.
Þá dró hann þá ályktun að hann
hlyti að geta gert eitthvað í hugan-
um sem leiðrétti lesblinduna. Þetta
var fyrsta skref hans í rannsóknum
á námsörðugleikum. Hann gerði til-
raunir á sjálfum sér og þróaði þetta.
Einn daginn áttaði hann sig á að
hann var kominn með þetta og las
sína fyrstu bók á einum degi, 37 ára
gamall. Síðan þá hefur hann unnið
við að þróa aðferðir grundvallaðar á
þvi sem hann hafði uppgötvað. Hon-
um hefur tekist að hjálpa þúsundum
lesblindra barna og fullorðinna að fá
orðin - og um leið veröldina - til að
standa kyrra.“
Lærði að lesa á fjórum dögum
Þór Elís segir að árangurinn sé
undraverður en þó velti það líka
Lesblinda og ofvi rkni leiðrétt
- Vinna með leir gefur góða raun
Davis leiðréttingin hefur
reynst lesblindum og
ofvirkum börnum vel en
hægt er að fara á slíkt námskeið
hérlendis. Lesblindir einstakling-
ar hugsa í myndum, oft án þess
að gera sér grein fyrir því, og því
getur skólakerfið reynst þeim
erfitt. Með því að leira myndir
og ímyndir er hægt að endur-
forrita undirmeðvitundina og
með því verður daglegt líf les-
blindra auðveldara, sérstaklega
lærdómur og lestur. Einnig er
verið að hanna svipað kerfi fyrir
einhverfa. Þór Elís Pálsson, kvik-
myndagerðarmaður og kenn-
ari, leiðbeinir einstaklingum
samkvæmt kenningum Davis og
segir það likast kraftaverki hvað
leiðréttingin gerir fyrir fólk.
„Þetta eru fýrst og fremst börn sem
koma til mín þvi þetta kemur svo
augljóslega fram hjá þeim í náminu.
En til mín koma líka fullorðnir. Les-
blinda og ofvirkni fer illa með sjálfs-
,mat barnanna og þau lenda jafnvel í
einelti út af þessu. Við gefum þeim í
raun hugartæki og kennum þeim að
vinna með þeim en Davis aðferðin
leiðréttir lesblinduþáttinn og skyn-
stillir einstaklinginn.“ Skynstilling
er til þess gerð að viðkomandi nái
valdi á að beita fullri athygli með
samblandi af skynjunar- og líkams-
æfingum. Þegar skynstillingu er náð
verður strax mun auðveldara að ná
og halda athygli við lestur auk þess
sem það gefur viðkomandi stjórn á
sinni skynjun og þá er hægt að finna
þrálát mistök í lestri og leiðrétta þau.
,Unnið er markvisst með einn nem-
anda í senn og fær hann fulla athygli
leiðbeinandans meðan á þeirri vinnu
stendur eða í um það bil 30 klst. Þó er
hægt að sníða námskeiðin að einstak-
lingnum og stundum eru þau lengri.
Þetta fer þannig fram að ég fæ ein-
stakling í viku og vinn með honum
maður við mann. Um leið og einstak-
lingurinn er orðinn skynstilltur þá
getur hann lesið þokkalega vel. Eftir
vikuna er lesturinn yfirleitt orðinn
mjög góður og minnið er komið í lag.
Maður upplifir kraftaverk í næstum
hvert einasta skipti sem maður vinn-
ur með einstaklingi“, segir Þór Elis
upprifinn.