blaðið - 24.08.2005, Page 26
26 I MENNTUN
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 2005 blaðið
Nemendum sem stunda
fjamám fer fjölgandi
- Háskólinn á Akureyri með margt í boði
Þó svo að margir gefi sér ekki tíma
til þess að sitja á skólabekk er ekki
þar með sagt að þeir eigi ekki mögu-
leika á að leggja stund á nám. Fjar-
nám er eitthvað sem margir nýta
sér, bæði þeir sem ekki vilja sækja
daglegar kennslustundir og einnig
þeir sem kjósa að sinna starfi sínu
með námi.
Háskólinn á Akureyri hefur verið
vinsæll þegar kemur að námi utan
skóla enda eru þeir með marga góða
möguleika í þessu samhengi. Frá ár-
inu 1998 hefur námið verið vaxandi
þáttur í framboði skólans og nú
bjóða fjórar deildir af sex upp á fjar-
nám, auðlindadeild, heilbrigðisdeild,
kennaradeild og viðskiptadeild. Fólk
getur búið víðs vegar um landið og
stundað námið í gegnum netið auk
þess að fara einstöku sinnum til Ak-
ureyrar þegar kemur að prófunum.
Það er ýmist um að ræða fullt nám
eða nám sniðið að þörfum og starfi
hvers og eins, en þannig er hægt að
dreifa náminu á lengri tíma. Innrit-
unargjöld í skólann eru þau sömu
fyrir þá sem stunda fjarnám og þá
sem stunda fullt nám í dagskóla.
Erlendur Steinar Friðriksson, verk-
efnastjóri fjarnáms við Háskólann á
Akureyri, segir 40% nemenda við
skólann vera fjarnemendur. „Þetta
er eiginlega tvískipt. Fólk leitar í fjar-
nám til þess að þurfa ekki að flytj-
ast búferlum en vill engu að síður
stunda nám við skólann. Svo er það
fólkið sem vill stunda háskólanám
með þeirri vinnu sem það hefur en
það hefur nokkuð færst í aukana
upp á síðkastið“, segir hann og tek-
ur fram að fjarnámsfyrirkomulagið
hafi hingað til gengið mjög vel. „Við
varla önnum eftirspurn enda gefur
námið góða raun og engan mun er
að sjá á námsárangri þeirra sem eru
í fjarnámi og þeirra sem sækja tím-
ana. Það er alveg gríðarleg aðsókn í
þetta.“
Aðspurður segir Erlendur sömu
kröfur gerðar til fjarnema og ann-
arra enda séu sömu próf lögð fyrir
og sömu námskeið. „Það eru alveg
sömu kröfur - eini munurinn er sá
að fólk mætir ekki í tímana. Svo er
prófað í nokkrum landshlutum og
því oftast nokkrir á sama stað sem
taka próf samtímis. Við erum með
samning við Fræðslu- og símenntun-
arstöð en aðilar frá þeim sitja yfir á
prófatíma í Reykjavík og á öðrum
stöðum þar sem prófað er. Svo auð-
vitað eru skilaverkefni, umræðutím-
ar og próf sem fara fram á netinu“,
segir hann og bætir við að símennt-
un skólans fari afar vel af stað. „Við
erum með mjög góð námskeið í
sí- og endurmenntun en flest nýt-
ist fólki rosalega vel. Svo erum við
einnig með undirbúningsnám fyrir
háskólanám almennt, svo það er af
mörgu að taka.“ ■
Fjölbreytt fjarnám
og símenntun
SamVil ehf er eitt af þeim fyr-
irtækjum sem sérhæfa sig í
fjarkennslu og símenntun.
Að sögn Kristínar Helgu Guðmunds-
dóttur, rekstrarstjóra og umsjónar-
manns fjarnámsins, er það að færast
í aukana að fólk nýti sér nám utan
skóla.
„I nútíma þekkingarþjóðfélagi,
eins og stundum er sagt um þann
tíma sem við lifum á, gildir símennt-
un allt lífið.
Örar tækni-
breytingar og
alþjóðavæð-
ingin kalla
eftir aukinni
símenntun og
því er nauð-
synlegt að hafa
nóg framboð
af námsfögum
og námskeiðum fyrir þá sem vilja
stunda slíkt nám“, segir Kristín en
hún hefur sérhæft sig í fjarnáms-
kennslu og starfað mikið við hana.
„Meistaraverkefnið mitt við Kennara-
háskóla íslands var rannsókn sem
ég gerði árin 2002-2003 á námsstíl
fjarnemenda sem stunda nám við
Kennaraháskólann. Helstu niður-
stöður varðandi námsumhverfi fjar-
nemenda voru að fjarnemendur telja
nauðsynlegt að kennsla sé skipulögð
í samræmi við námsformið. Fjar-
nemendur vilja fjölbreyttar kennslu-
aðferðir og að framsetning námsefn-
is sé aðgengilegt á Netinu í formi
texta, hljóðs og mynda. Skipulagðar
umræður á Netinu eru mikilvægar
að mati fjarnemenda og endurgjöf
frá kennurum fyrir verkefnaskil er
þýðingamikið. Nemendur vilja auk-
inn stuðning frá kennurum í námi
og telja samskipti við kennara og
aðra nemendur mikilvæg", segir
Kristín sem leggur áherslu á þessi
atriði í sínu starfi.
Ekki ráðiegt að ætla sér um of
Aðspurð segir Kristín erfitt að
stunda fulla vinnu samhliða fjar-
námi enda taki heimanám sinn
tíma og því ekki gott að ætla sér um
of í öðru. „I öllu námi þarf að gera
ráð fyrir tima til að stunda námið.
Ef um háskólanám er að ræða tel ég
ekki ráðlegt að fjarnemandi sé í fullu
starfi með námi. I háskólanámi er
gert ráð fyrir ákveðnu vinnufram-
lagi, þ.e. ástundun náms í ákveðinn
tíma í hverri viku og ef námið á að
gagnast sem skyldi verða nemendur
að gefa sér tíma til að stunda það“,
segir hún en segist þó ekki hafa séð
nýlegar samanburðarannsóknir á
gildi staðnáms og fjarnáms við há-
skóla. „Nám er auðvitað alltaf að ein-
hverju leyti undir námsmanninum
komið. Sé viðkomandi í stakk búinn
að takast á við fjarnám mæli ég hik-
laust með því, hvort sem um fullt
nám er að ræða eður ei. Við erum
t.d. með fjölbreytt úrval námskeiða
í fjarnámi sem getur verið gagnlegt
að nýta sér samhliða öðru.“
-En stendurðu í þeirri trú að fjar-
nám komi sérjafn vel fyrir nemend-
ur oghefðbundið dagskólanám?
„Þegar stórt er spurt er fátt um
svör. Námskeið í fjarnámi eru í flest-
um tilvikum jafn góð og námskeið
í staðnámi ef þau eru hönnuð af
sérfræðingum á viðkomandi svið-
um með aðstoð kennslufræðings.
Það má með sanni segja að flestir
háskólar hér á landi standi vel að
fjarnáminu, þannig að nám í fjar-
námi er jafn gott og nám í dagskóla.
Mestu skiptir að námið sé vel skipu-
lagt en til þess að svo sé þurfa skól-
ar að huga að því að umsækjendur
sem sækja um nám í fjarnámi hafi
grunnmenntun í samræmi við kröf-
ur skólans.“ ■
halldora@vbl.is