blaðið - 24.08.2005, Blaðsíða 36

blaðið - 24.08.2005, Blaðsíða 36
36 IDAGSKRÁ MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 2005 blaöiö FJaRMöGNUN á völdum bíluni BÍLAÞING HEKLU tXúmer eilt i nohtifuni luiitnt Kletthálsi 11 Laugavegi 174 sími 590 5040 www.bilathing.is ■ Stutt spjall: Margrét Marteinsdóttir Margét er fréttamaður á Ríkissjónvarpinu Hvernig hefurðu það í dag? „Ég hef það bara mjög gott." Er mikill munur að vinna í sjónvarpi og útvarpi? „Já, það er mjög mikill munur. Mérfannst mjög gaman að vinna í útvarpi. Sjónvarpið er frábær miðill, það er hægt að gera svo mikið með hann enda er unnið með texta, umhverf- ishljóð og sjálfa myndina. Það skiptir miklu máli hvernig maður setur fréttir saman, það er ekki nóg bara að skrifa texta og hlaða svo inn einhverjum myndum. Það skiptir mjög miklu máli að vanda sig við alla þessa þætti þannig aðfréttirnar komi sem best út." Er þetta skemmtilegt starf? „Já þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert. Ég efast um að ég eigi eftir að gera nokk- uð skemmtilegra. Þetta er svo fjölbreytt." Hvað hefurðu unnið lengi í fjölmiðlum? ,Ég hef unnið hjá Sjónvarpinu síðan 1999 en ég byrjaði hjá Ríkisútvarpinu 1998. Þar á und- an var ég rúmt ár á fréttastofu á Fínum miðli." Hvað er skemmtilegast? .Nánast á hverjum degi skoðar fréttafólk ný mál og þannig lærir það eitthvað nýtt daglega. Þá talar maður við fjölmargt fólk á hverjum degi og ég hef kynnst svo mörgu merkilegu fólki í gegnum starfið. Get til dæmis nefnt gamla konu sem upplifði síðari heimsstyrjöld- ina í Þýskalandi og missti eiginmann sinn í fangabúðum nasista. Starfið er alltaf að koma á óvart. Ég hef fengið verkefni að morgni dags sem mér list ekkert á. Svo þegar ég hef kynnt mér málin, talað við fólk sem því tengist og veit allt um það verður það mjög áhugavert. Svo er ég að vinna með frábæru fólki, frétta- fundireru skemmtilegustu fundir sem ég sit." Hefur margt breyst síðan þú byrjaðir að vinna ífjölmiðlum? „Það hefur mjög margt breyst á sjö árum. Með tilkomu blaða eins og DV, Hér og nú og Séð og heyrt hefur umhverfið breyst heilmikið. Það hefur líka ýmislegt breyst í sjónvarpi, bæði hér og erlendis. Sumt jákvætt, annað neikvætt. Hverjum hefði dottið í hug fyrir áratug að stefnumót þar sem karl eða kona velur maka sinn úr hópi fólks eða lýtaaðgerðir yrði vinsælt sjónvarpsefni. Sitt sýnist hverjum um ágæti þess." Þarf maður að vera fréttafikill í þetta starf? „Fólkverður það mjög fljótlega. Vinnan er hjá flestum I þessum bransa aðaláhugamálið. Svo er starfið alltaf að koma á óvart. Fréttafólk er í rauninni alltaf á vakt. Stundum dettur manni meira að segja eitthvað í hug þegar maður er kominn upp í rúm á kvöldin." Er þetta stressandi starf? „Maður ræður því eiginlega svolítið sjálfur. Með tímanum lærir maður visst vinnulag og með því er oft hægt að koma í veg fyrir það að missa hárið af stressi. Auðvitað koma svo toppar, þegar eitthvað gerist rétt fyrir fréttir eða þegar það eru stórir dagar fréttalega séð þá er stundum mjög mikið stress. En það er bara parturaf prógramminu." ■ Eitthvað fyrir.. ...sönqvara Stöð 2 - What not to Wear (i:6) - kl. 20-3o(Druslur dressaðar upp) Raunveruleikaþáttur þar sem fatasmekkur fólks fær á baukinn. Ekki eru allir gæddir þeim hæfileika að kunna að klæða sig sóma- samlega. Það er oft erfitt fyrir vini og ætt- ingja að horfa upp á fatasóðana en brátt heyr- ir vandamálið sögunni til. Hér eru snjallar tískulöggur kallaðar til verka og árangurinn er ótrúlegur. Þeir sem áður voru til skammar fá nú ný föt til að klæðast og ef þurfa þykir er hárið og förðunin líka tekin í gegn. RÚV - Indíánar í Bólivíu - kl. 20.55 Finnsk heimildamynd um réttinda- baráttu indíána í Bólivíu, fátækasta landi Suður-Ameríku. Bólivía rambar á barmi borgarastyrjaldar. Indíánarn- ir hafa öldum saman verið kúgaðir en eru nú farnir að krefjast réttar síns. Þeir hafa farið í fjölmennar mótmælagöngur og árekstrar þeirra við lögregluna og herinn hafa ýtt undir uppreisn í landinu. Indíánar, sem eru meirihluti bólivísku þjóðarinnar, krefjast aukinna lífsgæða og hafa jafnvel farið fram á að auðlindir Bólivíu verði þjóðnýttar. Mótmæli þeirra eru mikið áfall fyrir hvítu valdastéttina í landinu og það er ósennilegt að erlendir hags- munahópar með Bandaríkjamenn fremsta í flokki láti sér nægja að fylgjast aðgerðalausir með þeirri þróun mála sem gæti mótað framtíð allrar Suður- Ameríku. ...enqla Bíórásin - My Cousin Vinny - kl. oo.oo (Vinny frændi) Gamanmynd um vinina Bill og Stan sem eru á ferðalagi um Suðurríkin þegar þeir eru handteknir og ákærð- ir fyrir morð. Bill fær frænda sinn, Vinny, til að verja þá í þessu erfiða sakamáli þar sem sönnunargögnin hrúgast upp. Vinny hefur tæpast þá reynslu sem til þarf í jafn erfiðu máli en hann er kappsfullur og trúir því að réttlætið nái fram að ganga. Aðalhlutverk: Joe Pesci, Ralph Macchio, Marisa Tomei, Fred Gwynne, Mitchell Whitfield. Leikstjóri: Jonathan Lynn. 1992. Leyfð öllum aldurshópum. 6:00-13:00 13:00-18:30 18:30-21:00 70? 17.05 Lelðarljós (Guiding Light) 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Disneystundin 18.01 Stjáni (7:11) (Stanley) 18.24 Slgildar teiknimyndir (6:38) (Classic Cartoons) 18.32 Liló og Stitch (6:19) (Lilo & Stitch) 18.54 Víkingalottó 19.00 Fréttlr, Iþróttir og veður 19.35 Kastljósið 20.10 Ed (80:83) 20.55 Indiánar í Bólivíu (Indian Revolt) Finnsk heimildamynd um réttindabaráttu Indlána 1 Bólivíu, fátækasta landi Suður-Ameriku. WT 06.58 fsland í bítið mW JM 09.00 Bold and the Beautiful W (Glæstar vonir) 09.20 (fínu formi (þolfimi) 09.35 Oprah Winfrey (Follow-Up Show: Fall 2004) Oprah Gail Winfrey er valdamesta konan í bandarfsku sjónvarpi. 10:.20 ísland í bítið 12.20 Neighbours (Nágrannar) 12.45 (fínu formi(styrktaræfíngar) 13.00 Sjálfstætt fólk (Hallbjörn Hjartarson) 13.30 Jamie Oliver (Oliver's Twist) (20:26) (Kokkurán klæða) 13.55 Hver lífsins þraut (5:8) (e) 14.25 Extreme Makeover - Home Edition (10:14) (Hús í andlitslyftingu) 15.10 Amazing Race6(11:15) (Kapphlaupiö mikla) 16.00 Barnatími Stöövar 2 Mr. Bean, Lizzie McGuire, Smá skrítnir foreldrar, Tracey McBean, Snjóbörnin, Póstkort frá Felix 17.53 Neighbours (Nágrannar) 18.18 (slandídag 18.30 Fréttir Stöðvar 2 19.00 fslandídag 19.35 The Simpsons (7:25) (e) (Simpson-fjölskyldan 8) 20:00 Strákarnir 20.30 What not to Wear (1:6) (Druslur dressaðar upp) Raunveruleikaþáttur þar sem fatasmekkur fólks færábaukinn. 0 17.55 Cheers 18.20 BrúOkaupsþátturinn Já (e) Ella sér sem fyrr um að rómantíkin fái að njóta sln og að þessu sinni verður bryddað upp á þeirri nýbreytni að fengnir verða sérfróðir aðilar til að upplýsa áhorfendur og brúðhjón um praktlsku atríðin varðandi hjónabandið. 19.15 Þak yfir höfuðið (e) 19.30 Everybody loves Raymond (e) Bandariskur gamanþáttur um hinn seinheppna fjölskylduföður Raymond, Debru eiginkonu hans og foreldra sem búa hinumegin við götuna. 20.00 Coupling - Tvöfaldur 20.50 Þakyfir höfuðið 21.00 Dr.Phil J 14.00 Sunderland - Man. City frá 23.08. 16.00 Chelsea - Arsenal frá 21.08. 18.30 Arsenal * Fulham (b) EB 2 Chelsea - WBA (b) EB 3 Bolton - Newcastle (b) EB4 Blackburn -Tottenham (b) sUs 18.30 Fréttir Stöðvar 2 19.00 TruCalling (8:20) 19.50 Supersport (6:50) 20.00 Seinfeld (The Pitch/The Ticket - part 1) 20.30 Friends 2 (19:24) (Vinir) (The one where Eddie won't go) 07.00 Olíssport 07.30 Olíssport ^ ’’ ' 08.00 Olíssport 08.30 Olíssport 16.10 Olíssport 16.40 UEFA Champions League (Liverpool - CSKA Sofia) 18.20 UEFA Champions League (Debreceni - Man. Utd.) Bein útsending frá síðari leik Debreceni og Manchester United. 20.20 UEFA Champions League (Víllarreal - Everton) Útsending frá síðari leik Villarreal og Everton í 3. umferö forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 06.00 Playing Mona Lisa jr jmmm (Eins og Mona Lisa) 08.00 CalendarGirls (Nekt fyrir málstaöinn) 10.00 Dalalíf 12.00 Josie and the Pussycats (Jósie og Kisulórurnar) 14.00 My Cousin Vinny (Vinný frændi) 16.00 Calendar Girls (Nekt fyrir málstaðinn) 18.00 Dalalíf Félagarnir Þór og Dannl ráða sig I sveit en eru alls ekki vanir að mjólka kýr og moka skít. Sigild gamanmynd sem verður betri með hverju ári. Aðalhlutverk: Eggert Þorleifsson, Karl Ágúst Úlfsson, Sigurður Slgurjónsson. Leikstjóri: Þráinn Bertelsson. 1984. Leyfð öllum aldurshópum. 20.00 Piaying Mona Lisa (Eins og Mona Lisa) Gamanmynd. Píanóleikarinn Claire Goldstein er ( öngum slnum. Kærastinn sagði henni upp og því er erfitt að taka. Hann er stöðugt i huga hennar en vinkonur Claire segja henni að gleyma honum hið snarasta. Þær eru líka með góð ráð til að krækja (karlmenn. Vertu dularfull, segja þær við Claire. Vertu svona eins og Mona Lisa. Aðalhlutverk: Alicia Witt, Harvey Fierstein, Brooke Langton. Leikstjóri: Matthew Huffman. 2000. ■ Af netinu Er búinn að vera að horfa á fyrstu seríuna afþáttum sem heita Arrested Development og ég gjörsamlega dýrka þessa þætti. Fæ ekki nóg af þeim. Er búinn að vera að horfa það mikið á þá, að síðustu nótt dreymdi mig skondinn draum sem ég tengdi beint við þættina. ht tp://eddieskimo.blogspot.com/ í dag lá ég í sófanum heima hjá mömmu meðan ég var að bíða eftir þvottavélinni. Það var ekkert í sjónvarpinu nema Brúðkaupsþátturinn Já sem ég þar af leiðandi fylgdist með. í þættinum kom fram hjónabandsráðgjöf - sem nota bene mér fannst snilld. Það voru prestarnir Bjarni og Jóna Hrönn. Þau voru að tala um að það væru til ýmis heimili. Heimili samkynhneigðra, gagnkynhneigðra, einstæðra foreldra o.s.frv. og það bæri að virða. Svo kom það sem mér fannst líka mesta snilldin. Það var þegar Jóna Hrönn talaði um einhleypinga, að sumir kysu að vera einir, sambúðarformið væri ekki fyrir þá og það bæri að virða. Ekki hrúga spurningunum um hvenær þeir/þau/þær ætli nú að ná sér í maka og ætli ekkert að ganga út. Það ber að virða hvernig hver og einn kýs að lifa sínu lífi og haga sínu heimili. Snilld. Held þau hafi ekki gleymt neinum. Finnst reyndar þessi Bjarni prestur mjög fínn. Hef ekki mikið kynnst af honum en það litla sem ég hef séð er ég virkilega að fíla hjá honum. Finnst hann vera í tengslum við fólk. Margir þyrftu einmitt að læra að virða líf annarra og hvernig þeir haga sínu lífi. Vera ekki að skipta sér af því sem þeim kemur ekki við. Hvað ætli þau viti betur hvernig annar einstaklingur geti hagað betur sínu lífi. Þetta með virðinguna kemur inn á svo margt annað - gæti minnkað fordóma til dæmis. Gæti einfaldlega gert lífið betra en þar sem maður veit náttúrulega alltaf betur en næsti maður þá getur þetta orðið erfitt! http://vargur.blogspot.com/ Þar sem internetið er ekki til staðar horfi ég töluvert mikið á sjónvarpið og ég verð að játa það að „The Biggest Loser“ er í uppáhaldi. Ég veit ekki út af hverju en ég er ginkeypt fyrir þessu. Það sem mér finnst æðislegast er að enginn fer í lýtaaðgerðir. Öðruvísi en í „The Swan“ sem ég held ekki út að horfa á. 1 „The Biggest Loser“ finnst mér svo spennandi hvað hver tapar miklu og ég gladdist mikið þegar þau voru í næst síðasta þættinum send heim og látin viðhalda lífsstílnum í þrjá mánuði. The Swan, hins vegar. Ég hef ekkert á móti lýtaaðgerðum. Hins vegar finnst mér algerlega klikkað að safna saman konum með ekkert sjálfstraust, breyta þeim í barbie- plast-súper-konur og kóróna svo ósómann með fegurðarsamkeppni, nei takk. Þetta nenni ég sko ekki að horfa á. Law and Order stendur alltaf fyrir sínu, en mikið ofleikur Jesse L. Martin stundum. (Detective Green fyrir þá sem hafa ekki aðgang að Google). Ég horfði á þáttinn í gær og fannst hann skemmtilegur, að öðru leyti en því, sem sagt, að ofleikurinn hjá manninum var alveg að gera út afviðmigáköflum... http://blog.central.is/nomdeplum

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.