blaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 10

blaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 blaftið Hert lög gegn hryðjuverkum Ný oghert lög gegn hryðjuverkum verða lögðfram í Ástralíu og Frakklandi. Eftirlit verð- ur aukið með grunuðum hryðjuverkamönnum og borgaraleg réttindi skert. Níu grunaðir hryðjuverkamenn voru handteknir í áhlaupi Parísarlögreglunnar á mánudag. Hægt verður að halda grunuðum hryðjuverkamönnum í allt að tvo sólarhringa án þess að ákæra sé lögð fram og nota rafeindatækni til að fylgjast með þeim samkvæmt nýjum lögum gegn hryðjuverkum í Ástralíu. Ennfremur verða skilyrði fyrir áströlskum ríkisborgararétti hert og lögregla fær víðtækari heim- ildir til að stöðva fólk og leita á því. Ríkisstjórn landsins samþykkti í gær yfirgripsmiklar öryggistillög- ur sem John Howard, forsætisráð- herra, lagði fram í kjölfar árásanna í London í sumar. „Við búum við afar hættulegar og ógnvekjandi að- stæður og við þeim þarf að bregðast á sterkan og afdráttarlausan hátt,“ sagði Howard í gær. Keysar Trad, for- seti Vináttusamtaka fslam og Ástral- íu, fordæmdi aftur á móti nýju lögin. ,Þessi lög verða óréttlát og kunna að leiða til að hér myndist fasistaríki,“ sagði Trad. Frakkar herða baráttuna Frönsk stjórnvöld hafa einnig kynnt nýja áætlun gegn hryðjuverkum. Eftirlitsmyndavélum verður fjölgað í landinu, aðallega á flugvöllum og á lestarstöðvum en einnig við versl- anir og banka. Áætlunin var kynnt á mánudag, aðeins örfáum klukku- stundum eftir að lögregla handtók níu menn grunaða um að vera að skipuleggja hryðjuverkaárásir. Samkvæmt nýju lögunum ber eig- endum netkaffihúsa og þeim sem reka farsímaþjónustu framvegis að Eftilitsmyndavélum verður fjölgað á lestarstöðvum, flugvöllum og víðar I Frakklandi samkvæmt nýrri áætlun stjórnvalda um aðgerðir gegn hryðjuverkum. halda skrá yfir notendur og símtöl. .Hryðjuverkamenn notfæra sér inter- netið á ótrúlegan hátt. Við beinum sjónum okkar að netkaffihúsum vegna þess að við gerum okkur grein fyrir því að þeir nota þau þar sem þeir njóta öruggrar nafnleynd- ar þar,“ sagði Nicolas Sarkozy, innan- ríkisráðherra Frakklands. Lögin um sima og neteftirlit munu aðeins gilda til þriggja ára og verður franska þing- ið að leggja blessun sína yfir þau á ný eftir árið 2008, sagði dagblaðið Le Figaro. Fjölmiðlar í Frakklandi sögðu að í áætlununum sem lagðar verða fyrir ríkisstjórnina i næsta mánuði verði yfirvöldum einnig heimilað að auka vegabréfaeftirlit í millilandalestum og ljósmynda bílnúmer og ferðamenn við landa- mærastöðvar. Þá verða viðurlög við hryðjuverkum hert til muna. Níu handteknir í áhlaupi lögreglu Fyrr um daginn hafði lögreglan í París gert skyndiáhlaup í bygging- ar í úthverfum borgarinnar. Hinir grunuðu voru teknir til yfirheyrslu hjá leyniþjónustu landsins en ekki er ljóst hvort ráðist hafi verið í aðgerð- irnar vegna upplýsinga um tiltekna eða yfirvofandi ógn við þjóðarör- yggi. Lögregla telur að hinir grunuðu tengist alsírskum hryðjuverkahópi sem hafi tengsl við A1 Kaída samtök- in. Yfirmaður frönsku lögreglunnar sagði í júlí að hópurinn hefði verið í sambandi við Abu Musab al-Zarqa- wi, leiðtoga A1 Kaída í írak, vegna mögulegra árása í Frakklandi. Einn hinna handteknu var 35 ára Alsírbúi sem nýlega losnaði úr fangelsi eftir að hafa tekið út tíu ára dóm fyrir mannskæðar sprengjuárásir í Frakk- landi árið 1995. Frönsk stjórnvöld óttast árásir íraskra hermdarverkamanna þrátt fyrir yfirlýsta andstöðu yfirvalda við stríð Bandaríkjanna og banda- manna þeirra i Irak. ■ ;Cb LYFJ A x . .. j Kal - Lifið heil www.lyfla.is c 5 s cn — o 5 Q í Það sem gerir þig öðruvísi er það sem gerir þig fallega. Loksins er kominn á markað andlitsfarði sem lagar sig að lit húðar þinnar og ljær henni eðlilega fullkomna áferð. Með einstakri “Ideal Match” tækninni getum við líkt eftir eðlilegum húðlit þínum og það gerir gæfúmuninn. Þú sérð aðeins fúllkomna áferðina, útlitið er þitt eigið. Notaðu faröann með nýja Ideal Light hyljaranum til þess að gæða húðina auknu lífi og fela það sem ástæða er til. Gjöfin þín I Lyfju: Glæsileg hátísku hliðartaska fylgir ef keypt er saman nýi farðinn og hyljarinn frá Estée Lauder. Förðunarmeistari frá Estée Lauder verður í: • Lyfju Lágmúla fimmtudag kl. 13-18 • Lyfju Smáratorgi föstudag kl. 13-18 • Lyfju Laugavegi laugardag kl. 12-16 LAUDER .... Individualist Natural Finish Makeup Hæfír þínum húðlit. Nelson Mandela: Vill meira fé til barátt- unnar gegn alnæmi Nelson Mandela hvetur þjóðir heims tii að láta meira fé af hendi rakna til baráttunnar gegn alnæmi og öðrum skæðum sjúkdómum. Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður Afríku, hvatti í gær þjóðir heims til að láta meira fé af hendi rakna i bar- áttuna gegn alnæmi og öðrum alvarlegum sjúkdómum. Hann sagði það vera til háborinnar skammar að sjóður sem ætlað er að nota í baráttuna hafi aðeins fengið um helming þess fjár sem þörf er á fyrir árin 2006 og 2007 með alþjóðlegum framlögum. „Af öllum þeim erfiðu viðfangsefnum sem heimsbyggðin þarf að takast á við er engin jafn banvænn eða útbreiddur og alnæmisfarald- urinn með þeim meinsemdum og tjóni sem honum fylgir,“ skrifaði hann í skoðanadálk vikuritsins The Times. Mandela sagði að margt hefði verið gert á síðustu fimm árum til að taka á vandamálinu með alþjóðlegum framlögum í þvi skyni að bæta meðferð og forvarnir í öllum heimshlut- um. „Það er því til háborinnar skammar að mikilvægasta tækið í baráttunni við alnæmis- faraldurinn, Alþjóðasjóðurinn gegn alnæmi, berklum og malaríu, skuli berjast í bökkum fyrir þeim flármunum sem hann þarf til að halda verk- efnum sínum áfram.“Þrátt fyrir að hafa farið vel af stað fái sjóðurinn nú á þriðja starfsári sínu aðeins um helming þeirra 7,1 milljarða Bandaríkjadala sem hann þarf á að halda. ■ Hæstiréttur úrskurðar um kosningalög Hæstiréttur Bandaríkjanna sagðist í gær ætla að skera úr um hvort að lög í Vermont ríki sem takmarka þá flárhæð sem frambjóðendur í almennum kosningum geta eytt í kosninga- baráttu standist stjórnarskrá. Dómararnir munu meðal ann- ars hafa til hliðsjónar úrskurð amerísks áffýjunardómstóls sem hafnaði þeim rökum að lög um flármögnun kosninga- baráttu gengju gegn stjórnar- skrárvörðum rétti til tjáning- arfrelsis. í tímamótaúrskurði árið 1976 komst Hæstiréttur Bandaríkjanna að því að það bryti í bága við stjórnarskrá að setja takmörk við því hversu mildu mætti eyða í kosninga- baráttu. Bandaríkjaþing hafði samþykkt lög þess efnis í kjölfar Watergate-hneykslisins. Aftur á móti leyfði rétturinn að takmörk skyldu sett á framlög til stjórnmálaflokka. ■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.