blaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 13

blaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 13
- blaöiö MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 VÍSINDI 113 Tilraunir vekja vonir: Frosnir eggjastokkar fsraelskum vísindamönnum hef- ur tekist að fjarlægja eggjastokka úr kindum frysta þá og síðan koma þeim aftur fyrir án þess að skaða eggin. Þessi tilraun hefur vakið vonir um að sama sé hægt að gera fyrir konur sem af ein- hverjum ástæðum þurfa að láta fjarlægja úr sér eggjastokkana. Störfuðu eðlilega Tilraunin fól í sér að báðir eggja- stokkar voru fjarlægðir úr átta kind- um og hægri eggjastokki síðan kom- ið fyrir í frysti í tvær vikur. Að þeim tíma loknum var eggjastokkunum komið fyrir aftur í kindunum en að þessu sinni vinstra megin. f fimm dýrum heppnaðist ígræðslan full- komlega og tveir eggjastokkar tóku til við að framleiða frjó egg. Frekari rannsóknir sýndu að eggjastokkarn- ir tveir störfuðu fullkomlega þremur árum síðar. Von gegn ófrjósemi Krabbameinsmeðferð sem felur í sér geisla- eða lyfjameðferð getur oft á tíðum skaðað eggjastokka í konum með þeim afleiðingum að þær verði ófrjóar. Margar konur sem þurfa að undirgangast slíka meðferð kjósa að láta fjarlægja og frysta egg til að úti- loka ekki barneignir í framtíðinni. Aðrar lausnir hafa falið í sér að hluti af eggjastokknum er fjarlægður og síðan komið aftur fyrir að meðferð lokinni. Því miður hafa þessar að- ferðir sjaldan reynst árangursríkar. Tilraunir ísraelsku vísindamann- anna gefa þó ástæðu til bjartsýni. Örvélmenni áfœribandi: Heill her af vélmennum Örvélmennin munu geta sinnt margvíslegum verkefnum Evrópskir vísindamenn ráðgera nú að smíða eitt þúsund örvél- menni sem eiga að geta starfað í afmörkuðu rými og tekist á við ólík verkefni. Verkefnið sem talið er að muni kosta um 4.5 milljón evra er samvinnuverkefni tíu evrópskra háskóla en stýrt af Jörg Seyfried við háskólann í Karlsru- he í Þýskalandi. Vinna líkt og skordýr Vélmennin munu samanstanda af örsmáum örgjörvum með sex til átta fótleggi. Þeir verða knúnir áfram af sólarspeglum og geta sam- stillt aðgerðir sínar með innrauðum boðskiptum eða hefðbundnum fjar- skiptum. Hægt verður að senda þau í hópum inn í afmörkuð hættuleg rými þar sem þau geta sinnt hinum ýmsum verkefnum, allt frá viðgerð- um til hefðbundinna viðhaldsstarfa. Reynt verður að líkja eftir samskipt- um skordýra til þess að hámarka af- kastagetu vélmennanna. Það verður hópur skordýrafræðinga frá háskól- anum i Graz í Austurríki sem mun hljóta það verkefni að þróa leiðir til að líkja eftir þessum samskipt- um. Vísindamennirnir vonast til að framleiðsla á vélmennunum geti haf- ist ekki seinna en haustið 2006. VOLVO for life Öll erum við einstök, hvert og eitt okkar. Enginn á sinn líkan. Fyrir okkur ert þú miðja aUieimsins. Þegar þú ert annars vegar er takmark okkar bara eitt: að uppjylla óskir þinar og þarfir á þann hátt að þú lítir á Brimborg sem öruggan stað til að vera á. Við erum meðþéralla leiðl ( brimborg Öruggur stadur til ad vera á t

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.