blaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 16
Í6 FHkoðun
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 blaðiö
Upplausn í Framsóknarflokknum
Mikill ágrein-
ingur er innan
stjórnarflokk-
anna um það
hvort ísland
eigi að leita eft-
ir sæti í Örygg-
isráði Sþ. eða
ekki. Harðasti
andstæðingur Björgvin
framboðs íslands Guðmundsson
til Öryggisráðs-...............
ins er Einar Odd-
ur Kristjánsson þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins og varaformaður
fjárlaganefndar. Hann er þekktur
fyrir að taka einarða afstöðu í mál-
um og er óhræddur við að segja
skoðanir sínar hvort sem þær falla
í kramið hjá flokksforingjunum eða
ekki. Formaður Sjálfstæðisflokksins
og fyrrverandi utanríkisráðherra
hefur einnig verið gagnrýninn á
framboð Islands til Öryggisráðsins
vegna mikils kostnaðar við framboð-
ið. Talið er að kostnaðurinn verði á
bilinu 600-1200 millj.kr. Búist var
við því.að fyrrverandi utanríkisráð-
herra.Davíð Oddsson, mundi falla
frá framboði íslands til Öryggisráðs
Sþ. En svo varð ekki.Hann ákvað að
láta eftirmann sinn um málið.
Guðni: Málið í uppnámi
En á meðan málið var í algerri
óvissu vegna ágreinings innan
stjórnarflokkanna fór forsætisráð-
herra vestur um haf og flutti ræðu
á leiðtogafundi á vegum Sameinuðu
þjóðanna í New York. Það kom öll-
um á óvart, að þar lýsti forsætisráð-
herra því yfir.að ísland sæktist eftir
sæti i Öryggisráði Sþ. Varaformanni
Framsóknarflokksins og formanni
þingflokks Framsóknarflokksins
brá mjög við þessi tíðindi. Guðni
Ágústsson varaformaður Fram-
sóknarflokksins sagði í viðtali við
Sjónvarpið, að mál þetta væri í upp-
námi. Og Hjálmar Arnason formað-
ur þingflokks Framsóknarflokksins
sagði.að málið væri óafgreitt í þing-
flokki Framsóknarflokksins. I kjöl-
far þessara yfirlýsinga birtist leiðari
i Morgunblaðinu undir fyrirsögn-
inni: Uppreisn í Framsóknarflokkn-
um. Það er ekki á hverjum degi
sem Morgunblaðið skrifar þannig
um Framsókn. En Mbl. benti á,að
þetta væri í fyrsta sinn.sem formað-
ur Framsóknarflokksins hefði ekki
stjórn á sínu liði. Ljóst er,að ýmsum
þingmönnum Framsóknarflokksins
þykir mælirinn fullur. Ekkert sam-
ráð er haft við þingflokkinn. Formað-
ur Framsóknarflokksins ákvað einn
ásamt þáverandi forsætisráðherra
að láta Island lýsa yfir stuðningi við
innrás í f rak. Málið var ekki lagt fyr-
ir þingflokk Framsóknarflokksins.
Og nú ákvað formaður Framsóknar
einn, að halda fast við það.að ísland
ætti að sækjast eftir sæti i Öryggis-
ráðinu. Það var ekki lagt fyrir þing-
flokk Framsóknar.
Einræðislegir stjórnarhættir
Formaður Framsóknar viðhefur
hér sömu stjórnarhætti og formaður
Sjálfstæðisflokksins hefur viðhaft
undanfarin ár, þ.e. einræði. Ekkert
samráð er haft við þingflokkinn fyrr
en eftir á. Þetta gerðist einnig þegar
Símapeningunum var ráðstafað. Þar
var þinginu gefið langt nef. Án þess
að bera það undir Alþingi var til-
kynnt hvernig ráðstafa ætti 167 millj-
örðum kr. Þetta hefði hvergi getað
gerst í siðmenntuðu landi nema á
Islandi. f öllum vestrænum löndum
hefði slíkt mál fyrst verið lagt fyrir
þjóðþingið. Ljóst er,að mælirinn
er fullur. Þingmönnum finnst sem
þeir séu hundsaðir í hverju málinu
á fætur öðru.
Mörgum finnst, sem kostnaður
við framboð fslands til Öryggisráðs
Sþ. sé allt of hár. Sáralitlir möguleik-
ar eru á,að fsland nái kosningu og
þá er þessum peningum á glæ kast-
að þó einhver muni segja.að ísland
fái góða kynningu á erlendum vett-
vangi. En svo mörg brýn úrlausnar-
efni bíða hér innan lands.að nær er
að nota þessa fjármuni í þau.
Mjólk gegn ofþyngd
Mjólk virðist
hafa jákvæð
áhrif á þyngdar-
stjórnunogsam-
kvæmt nýlegri
könnun þá virð-
ist sem börn
sem drekka
mjólk séu frek-
ar í eðlilegri HildurÓsk
þyngd heldur en Hafsteinsdóttir
hin sem gera það.................
ekki. f síðustu
landskönnun Bandaríkjamanna
á mataræði kom í ljós að þeir sem
borðuðu mest af kalki voru líklegri
til þess að vera í kjörþyngd heldur
en hinir sem fengu minna og undir
ráðlögðum dagskammti.
Offita er sjúkdómur og það er
eins farið með offituna sem og aðra
sjúkdóma að auðveldara er að fyrir-
byggja heldur en að lækna. Það er
einmitt þess vegna sem nauðsynlegt
er að kenna börnum að borða holla
og góða fæðu. Ef börnum er ekki
kennt að drekka mjólk í æsku munu
þau að sjálfsögðu ekki heldur drekka
mjólk þegar þau verða fullorðin.
Mjólk tengist hollri fæðu
Hugsanlegar skýringar á lægri lík-
amsþyngd þeirra sem ney ta mjólkur
gætu verið að þeir sem neyta mjólk-
ur borða yfirleitt hollari fæðu held-
ur en þeir sem gera það ekki. Við
getum tekið sem dæmi að sá sem
fær sér skyndibitafæði einhverskon-
ar fær sér varla mjólkurglas með
því. Einnig hafa neyslukannanir
sýnt það að þeir sem drekka mjólk
drekka minna af gosdrykkjum. En
hvort sem það er vegna innihalds
mjólkurinnar eða áhrifa hennar á
heildarmataræðið þá getum við eig-
inlega ekki sleppt henni. Því auk
kalksins inniheldur mjólkin 13 lífs-
nauðsynleg vítamín og steinefni og
er einstaklega próteinrík.
Minni matur, meiri hreyfing
Flest vitum við að til þess að við-
halda kjörþyngd er nauðsynlegt að
orkuinntaka sé jöfn orkueyðslu og
jafnvel lítið ójafnvægi þar á getur
með tímanum leitt til offitu. Offita
er eitt helsta heilsufarsvandamál í
heiminum í dag. Eina þekkta lausn
offitu er að borða minna og auka
hreyfingu. Hljómar mjög einfalt en
þeir sem þetta reyna gefast flestir
upp áður en tilætíuðum árangri er
náð. Það er margt sem bendir til
þess að ákveðin matvæli geti hjálpað
okkur í baráttunni gegn offitu. En
nýjustu rannsóknir á neysluvenjum
sýna að þeir sem drekka mjólk eiga
síður við offituvandamál að stríða
en hinir sem gera það ekki.
Kalkog mysuprótein
En hvers vegna, hvað inniheldur
mjólkin sem hugsanlega getur
hjálpað okkur í því að viðhalda kjör-
þyngd? f síðustulandskönnun Banda-
ríkjamanna á mataræði kom í ljós að
þeir sem borðuðu mest af kalki voru
líklegri til þess að vera í kjörþyngd
heldur en hinir sem fengu minna
og undir ráðlögðum dagsskammti.
Hugsanlegt er að kalk auki niður-
brot og brennslu fitu í frumum og
geti um leið dregið úr fitumyndun.
En það er ekki bara kalkið sem slikt
sem hefur þessa virkni, því áhrif
kalks eitt og sér t.d. í töfluformi eru
mun minni. Þess vegna lítur út fyrir
að það séu aðrir þættir í mjólkinni
sem hjálpi til og er nú talið líklegast
að um próteininnihald mjólkurinn-
ar eða lífvirka þætti úr mysuhluta
mjólkur sé að ræða. Þar að auki virð-
ist sem kalk í fæðunni geti hindrað
frásog fitu úr meltingarvegi og þar
með nýtist líkamanum ekki hluti fit-
unnar úr fæðunni.
Höfundur er nœringarfrœðingur.
www.toyota.is
RAV4 aukahlutapakki aö andvirði 185.000 kr. fylgir meö
Nú færð þú glæsilegan RAV4 með veglegum aukahlutapakka að andvirði
185.000 kr., heilsársdekk, dráttarbeisli, vindskeið, aurhlífar og krómgrind á
afturljós. Komdu, prófaðu RAV4 og upplifðu meira en þú hafðir látið þig
dreyma um. Þú gerir ekki betri kaup fyrir veturinn!
Verð frá 2.690.000 kr.
Mánaðarleg greiðsla frá 35.990 kr.*
Heilsársdekk Krómgrind Vindskeið Aurhlífar Dráttarbeisli
á afturljós
Allt að 50% afsláttur af lántökugjaldi, gildir til I. október.
* m.v. 10% útborgun og 84 mánaða bilasamning hjá Clitni.
í samstarfi viö
Glitnir TODAY TOMORROW TOYOTA
Toyota, Nýbýlavegi 4-8, sími 570 5070