blaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 14

blaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 14
14 I ÁLIT MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 blaöiö blaðið== Útgáfufélag: Árogdagurehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. EFTIR DAVÍÐ í gær tók nýtt ráðuneyti til starfa fyrir lýðveldið. Um leið lauk þeim kafla sögu þess, sem kenna má við Davíð Oddsson. Þó sá langi og farsæli fer- ill einkennist af mesta uppgangstíma í sögu þjóðarinnar hafa þeir ekki verið án átaka, eins og við er að búast þegar jafnviðamiklar þjóðfélags- breytingar eiga sér stað. Um leið og aukið athafnafrelsi og friður á vinnu- markaði hefur leitt af sér víðtækari hagsæld en áður hefur þekkst hér á landi staldra margir við auðsöfnun á fárra hendur, landlæg átök í við- skiptalífinu og nýjar átakalínur í stjórnmálum. Davíð Oddsson bar gæfu til þess að leiða margvísleg álitamál til lykta á þann hátt að flestir una við. En hitt var þó kannski ríkara í fari hans, að skerpa á skoðanamun, að draga fram hin raunverulegu deilumál og fá menn til þess að gera út um þau. Þetta var sjálfsagt ekki alltaf meðvit- að, því lundarfar hans er með þeim hætti að menn skiptast mjög í tvö horn til Davíðs. Það er ómögulegt að hafa ekki skoðun á honum og hana ákveðna. Að því leyti má segja að friðvænlegra kunni að vera á stjórnmálasvið- inu, en það verður vísast leiðinlegra líka. Eftir snerrur síðastliðinna ára kunna þó margir að fagna ró á þeim vettvangi. Um sinn. Hins vegar má vel spyrja að því hvert sé erindi ríkisstjórnar Halldórs Ásgrímssonar. Stjórnarliðar geta vísað í stjórnarsáttmálann og fundið þar eitt og annað sér til dundurs, en við brotthvarf Davíðs úr rikisstjórn- inni dofnar verulega yfir leiðarljósi hennar. Ráðherrarnir eru sjálfsagt ágætir húsverðir en hverjar eru hugsjónir þeirra? Það verkefni ríkisstjórnarinnar að finna sér stefnu er brýnt, því annars ber hún dauðann í sér. Áður gat hún að miklu leyti reitt sig á ratvísi forsætisráðherrans fyrrverandi. Hið sama á við um Geir H. Haarde, sem á ærinn starfa fyrir höndum innan Sjálfstæðisflokksins af sömu ástæðum. En hugsanlega þurfa stjórnarandstöðuflokkarnir að grípa til nákvæmlega sömu aðgerða líka. Þeirra starf og stefna hefur nefnilega ekki síður mótast af andstöðunni við Davíð en grundvallarhugsjónum flokkanna. Að því leyti var vald hans sjálfsagt meira en nokkur hugði. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar. Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aóalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiója Morgunblaósins. Dreifing: Islandspóstur. Auglýsingar . U u/ blaðiö Vandaðir gjafapokar í úrvali Eingöngu sala til fyrirtækja. Opiðfrá kl. 08.00-16.00. Réttarhálsi 2-110 Rvk Sfmi: 535-8500- Netfang: info@flora.is # GRÆNN MARKAÐUR f -EG SKíL ‘EKKí HtfERM rG Stendur A W\, cti Petta ER, 0UPÍP MiKLV /VIEiRA -púL ÉFTiR AP BVfeJUÐU fíV FLoKKA RU5Lií> ÁZi fJoW'flAy rs0$ Fárviðrinu slotar Undanfarnir dagar hafa verið stormasamir og naprir. Á laugardag hóf Baugur stórsókn á síðum Frétta- blaðsins, en vart mátti draga aðra ályktun en að Baugsmálið hefði orð- ið til á samsærisfundum í reykfyllt- um bakherbergjum. Hvað þar fór fram skipti hins vegar minna máli en hverjar söguhetjurnar voru og svo var orðalagið óneitanlega nokk- uð mergjað á stundum. Þessi fréttaflutningur hélt svo áfram á sunnudag þar sem sérstak- lega var vegið að þeim Styrmi Gunn- arssyni, ritstjóra Morgunblaðsins, og Jóni Steinari Gunnlaugssyni, hæstaréttardómara og fyrrverandi lögmanni Jóns Geralds Sullenberg- er. Þessar fréttir hefðu svo sem ver- ið misgott forsíðuefni ef þær hefðu verið réttar, en það kom brátt i ljós að þær voru meingallaðar og rangar í meginatriðum. Fyrirfram gefin niðurstaða Fréttablaðið byggði fréttir sínar - að því er virðist - á tölvupósti Jónínu Benediktsdóttur, pósti sem henni hafði borist og pósti sem hún hafði sent á drjúgu tímabili. I þeim bunka er að finna allan hennar póst og mun margt í honum varða Baug, en annað ekki eins og gengur. Fréttirnar bera þess hins vegar öll merki að blaðamaðurinn, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, hafi gefið sér niðurstöðuna fyrirfram og valið úr þá pósta, sem hentuðu kenningunni um Bláu höndina, en látið hina lig- gja milli hluta. Þessiafstaða kom enn frekar í ljós vegna þeirra „frétta“ sem reyndust hreinlega rangar. Með góðum vilja má kenna um misskilningi, en þeg- ar viðmælendur vildu ekki staðfesta tiltekinn skilning hennar á einstök- um flötum málsins, túlkaði hún það eftir hentugleikum. Þetta var skýrast í „fréttinni" um gagnasendingar Jóns Steinars til Styrmis, sem Fréttablaðið taldi vera í heimildarleysi skjólstæðings hans. Þar bar fyrirsögninni ekki almenni- lega saman við meginmálið og stang- aðist raunar á við aðra „frétt“ af mál- inu á næstu siðu. Yfirlýsingar frá Jónunum Steinari og Geraldi leiddu svo í ljós að „fréttin“ var röng. Andrés Magnússon Sigríður Dögg var þó ekki sátt við þær lyktir og telur að yfirlýsing Jóns Geralds samræmist ekki viðtal- inu við hann. Ég skora á alla að lesa viðtalið, því það eru spurningar Sig- ríðar Daggar, sem eru athyglisverð- astar. Þær eru skólabókardæmi um leiðandi viðtal þar sem blaðamaður- inn vill ekki gefast upp fyrr en hann fær „réttu“ svörin. Vindurinn snýst En það var forsíða DV, sem gerði úts- lagið. Þar var blað brotið í íslenskri fjölmiðlasögu með níðingslegri árás á þau Styrmi og Jónínu. Sú árás átti raunar ekki að koma fullkomlega á óvart, því áður voru blaðamenn hjá Fréttablaðinu farnir að hringja í vini og kunningja til þess að lesa fyrir þá safaríka bita úr pósthólfi Jónínu. Með DV-forsíðunni gengu Baugs- menn fram af þjóðinni. Það var nán- ast eins og maður fyndi vindinn í þjóðfélaginu snúast. Menn skynjuðu það hvernig átti að breyta Islandi á einni nóttu og þeir höfnuðu því nýja íslandi, sem við blasti. í boði Baugs. 1 gær datt svo allt í dúnalogn eftir fárviðrið. Áróðursmeistarar Baugs áttuðu sig á því að þeir höfðu einungis uppskorið fyrirlitningu al- mennings á vinnubrögðunum, þó skotspónar þeirra muni sjálfsagt seint losna við allan aurinn, sem þeir voru ausnir. Og hvað svo? Staðan er alveg hin sama og fyrr: Baugsmálið verður útkljáð í réttarsölum þar sem það hefur ávallt átt heima. En við erum a.m.k. einu vísari: Nú vitum við til hvers Baugsmenn hófu að safna fjöl- miðlum. Höfundur er blaðamaður. Klippt & skoríð klipptogskorid@vbl.is Igegnum árin hefur fátt náð að slá Morg- unblaðið út af laginu - blaðinu sem mitt í öllum hraða nútímans nær ennþá að halda þeim rólegheit- arblæ sem einkenndi fjölmiðla í byrjun síðustu aldar. Á þessu varð undantekning síðastliðinn mánudag þegar ritstjóri Mogg- ans, Styrmir Gunnarsson, hélt fund með starfsmönnum vegna aðkomu sinnar að hinu margrædda Baugsmáli. Fundurinn stóð í tvo tíma og endaði með lófaklappi starfsmanna. Hinsvegar hefur varla verið kiappað fyrir útgáf- unni daginn eftir, en Mogginn hefur sjaldan verið þynnri en í gær. Líklega hefur meiri tími farið f vangaveltur á göngum blaðsins í gær en vinnu. „ Um helgina breyttist Baugsmálið endanlega isápuóperu. Með forsíðufréttDVum ástir Jónínu og Styrmis, einkaspæjaranum sem varsenduráJón Geraldog síðan innkomu Arnþrúðar Karlsdóttur -sem stormaði upp á sjónvarp með tölvupóstþar sem Jónína á að heimta hvítan jeppa. I dag finnst manni þetta bara vera endaleysa; leikritmeð persónum sem haga sér óskiljan- legailla,-skrifaðaf höfundi sem er farinn að missa tökin á efninu. Allirleikendurmeð tölu eru farnir að virka mjög ósympatískir.lDallas hélduallirmeðJRaf þvl hann varsvo mikill skúrkur. En er hægtað halda með einhverjum I svona sápu?" Egill Helgason, V(si 27.9.2005 Kvennabyltingin helduráfram og nú hafa þær lagt undir sig forsætisnefnd Alþing- is. Sjálfstæðis- flokkurinn kaus þangað Drífu Hjartardóttur og eru þá allt konur í nefndinni fyrir utan Birgi Armanns- son, Sjálfstæðisflokki, sem var þar fyrir. Það mátti misskilja fréttakonu Rikisútvarpsins þegar hún sagði að hann væri eini kariinn í forsætisnefridinni - svo vitað sé. Athygli vekur að Jóhanna Sigurð- ardóttir tekur ekki við sem fyrsti varaforseti af Guðmundi Áma Stefánssyni sendiherra held- ur stökk Rannveig Guðmundsdóttir yfir hana. Hún studdi Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í formannskjörinu en Jóhanna studdi Össur. Spum- ingin er hvort Ingibjörg sé byrjuð á hreinsunum gegn stuðningsmönnum ofurbloggarans?

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.