blaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 35

blaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 35
blaðiö MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 KVIKMYNDIR I 35 400 kr. MIÐAVERÐ Á ALLAR MYNDIR kl: 12 UM HELGINA í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI 5TÆRSTA KVIKMVNDAHÚS UNDSINS • HACATORGI • S. 530191» • www.haikolablo.ls FRÁ FRAMÍBIPANITA "5HRÉK T &' 2" m JTTHE 40 YEAR-OLD VlRGIN "SUMÁR DUFUR ÉTA BRAUÐMTLSNUR.,. AÐRAR SKAPA SÖGUNfi" m KL6-8-10.30B.U6 STRÁKARNIROKKAR KL 10 KL 8-10.30 DEUCE BIGALOW: EUROPEAN GIGA10 KL 8-10.15 KL 4-6-8-10.10 KL 4-6 KL 3.50-6-8.15 KL 3.45-6-8.15-10.30 VALIANT KL6 AKUREYRI THECAVE VALIANT CHARUE & THE CHOCOLATE FACTORY SKYHIGH STRÁKARNIR OKKAR KL 8.15-10.30 8.1.16 KL6 KL 6-8.15-10.30 KL8.15 KL 10.30 B.1.14 KL 8.30-10.30 B.l. 14 THE 40 YEAR OLD VIRGIN KL8-10 KL 10.30 SKYHIGH KL 6 KL3.50 CHARUE & THE CHOCOLATE FACTORY KL8 THECAVE KL1( SINGLAN C 588 0300 ■ AKUREYRlC 461 4666 KEfLAVÍK C 42! 1170 THE 40 YEAR OLD VIRGIN KL. 5.40-8-10.20 VALIANT ísl. tal KL6 CHARLIE & THE CHOCOLATE FACTORY KL. 5.45-8-10.15 THECAVE KL.8-10 STRÁKARNIR OKKAR KL 6-8-10 THE DUKES OF HAZZARD KL. 5.50-8-10.05 B.1.14 ára B.1.16ára B.1.14 ára KEFLAVÍK KRINGLAN THE40YEAR OLDVIRGIN THE 40 YEAR OLD VIRGIN VIP VALIANT enskt tal VALIANT ísl. tal SKYHIGH CHARLIE & THE CHOCOLATE FACTORY STRÁKARNIR OKKAR THE DUKES OF HAZZARD RACING STRIPES isl. tal Ný fótboltamynd í kvikmyndahús Tónleikar til heiðurs Elvis Presley á Broadway Kvikmyndin Goal kemur í kvik- myndahús á föstudaginn. Myndin fjallar um Santiago sem býr í Los Angeles og dreymir um að verða at- vinnumaður í knattspyrnu. Hann lítur löngunaraugum til Evrópu og heldur til Bretlands þar sem hann fær að reyna fyrir sér hjá Newcastle United. Hann verður fljótt heitur og ekki bara á fótboltavellinum held- ur líka í skemmtanalífinu. Danny Cannon ætlar að sýna réttu tökin jví að hans mati hefur aldrei verið íægt að taka upp almennilega fót- joltamynd þar sem tökurnar hafa aldrei verið nógu sannfærandi. Alla- vega munu væntanlegir áhorfendur myndarinnar hafa það á tilfinning- unni að þeir séu að spila sjálfir á vell- inum. Danny Cannon leikstýrir hér spennandi fótboltamynd sem hefur fengið mjög gott umtal og er sögð spennandi og dramatísk í leiðinniJi Þann 30. september verða haldnir stórtónleikar á Broadway þar sem íslenskir tónlistarmenn ætla að heiðra Elvis Presley. Tónlist- armennirnir sem fram koma eru meðal annars, Friðrik Ómar, Regína Ósk, Heiða Idol, Jón Ólafsson, Jóhann Ásmundsson, Guðmundur Pétursson, Sammi úr Jagúar og fleiri. Meðan á sýn- ingunni stendur er „slidemyndas- how“ með myndum af ferli Elvis. Tónleikarnir voru áður haldnir í Ólafsvík í júlí síðastliðinum og vöktu mikla gleði en margar fyrirspurnir hafa komið um að tónleikarnir yrðu endurteknir. Tónleikarnir í Brodway hefjast klukkan 22:00. ■ Sveimandi kátínukántrí The Dandy Warhols: Odditorium Eitt af því sem aldrei er nóg af er góð tónlist sem maður getur látið í spilarann og jafnvel skellt á hvar sem maður er staddur. Þar sem ég hlusta mikið á tónlist í strætó á morgnanna hefur sú tónlist sem ég hef verið að spila upp á síðkastið öll komið úr ferðageislaspilaranum minum og stóru og stæðilegu heyrn- artólunum, sem útiloka umhverfis- hljóð strætisvagnsins og hleypa inn, oftast, guðdómlegum tónum einhverra meistara. Stundum reyn- ist þó erfitt að hlusta á tónlist sem maður þekkir ekki fyrir, og verða þá gamlir og góðir félagar oftar fyrir valinu í strætisvagninum, þar sem ég vil geta setið og slakað á. Það er nefnilega þannig með tónlist sem maður hefur ekki heyrt áður að hún er krefjandi, og maður þarf að hlusta nokkrum sinnum til að geta almennilega áttað sig á henni. Jafnframt er besta tónlistin oft sú sem maður „nær“ engan vegin við fyrstu hlustun, en svo vinnur hún á og verður að lokum ein af þessum gömlu og góðu félögum. En það er undarlegt með diskinn Odditorium sem bandaríska hljómsveitin The Dandy Warhols var að senda frá sér. Sú plata var ekkert sérlega krefj- andi, og hljómaði strax við fyrstu hlustun eins og gamall vinur, en samt hafði ég ekki hlustað mikið á sveitina áður. Diskurinn rennur semsagt frá byrjun vel í gegn, og heldur svo bara áfram að vinna á. Ég get helst líkt tónlist þeirra við einhvers konar sambland af The Stone Roses, eða öðrum breskum sveitum sem voru að gera tónlist í kring um 1990, og svo Beck Han- sen. Sambland þetta er sveimandi eins og bresku sveitirnar, en með undarlegum hljóðtilraunum, og smá gleði og kántrígalsayfirbragði eins og Beck. Sum laganna eru löng, yfir 7 mínútur, eða tæpar tíu eins og fyrsta eiginlega lag disksins, „Love is the new feel awful“ en svo er bryddað upp á kátínufullum inn- skotum á milli. Eins ólíkt og þetta hljómar, gengur þetta alveg prýði- lega vel saman, og úr verður sterk- ur og eigulegur gripur. Eiginlega kom þessi diskur mér gjörsamlega í opna skjöldu, því ég hafði rennt yfir einn eldri disk sveitarinnar, og fundist hann ákaflega venjulegur, og ekki fyrir minn smekk. Þegar ferðageislaspilarinn minn tók svo upp á því að detta i gólfið og brotna í gær, var fokið í flest skjól. Nú þarf ég að taka um tíu mínútur í að tjasla geislaspilaranum saman og stilla hann af og halda svo þéttings- fast saman, í hvert skipti sem ég vil spila í honum diska. Sumir myndu ekki nennaþví, en fyrir Dandy War- hols-diskinn snemma morguns, til að gera strætóferðina aðeins gleðilegri, eru þetta smámunir ein- ir saman. Tvímælalaust gleðigjafi haustsins! heiða @vbl.i Út er að koma nýtt efni frá EMI flokknum og má þar nefna: Boz Scaggs "Fade Into Light" Ný plata frá Boz Scaggs, fyrsta upplag inniheldur DVD disk með auka- efni. John Cale "Black Acetae" Önnur plata John Cale á EMI en þetta er hans 22 sólóplata. The Band “A Musical History-The Band Boxset" {5 CD+ 1 DVD) Box með yfirliti yfir feril The Band. Blind Melon "Tones OfHome-Best Of" Safnplata með öllum vinsælustu lögum Blind Melon. LP: Rolling Stones ‘A Bigger Bang” (2 LP) Nýja platan á vinyl. Nýtt efni frá Bonnier/Amigo: Katie Melua "Call OffTheSearch" Fyrsta plata söngkonunnar Katie Melua hefur verið ófáanieg hér á landi en platan sló í gegn í Bretlandi haustið 2003, platan inniheldur m.a. lagið frábæra "The Closest Thing To Crazy". Katie Melua “Piece By Piece" Nýja platan með Katie Melua er að koma út í Bretlandi í dag 26. sept- ember. Fyrsta smákífan af plötunni er þegar farin að hljóma hér á landi en það er lagið “Nine Million Bicydes".

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.