blaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 28

blaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 28
28 I FYRIR KOltfUR MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 blaðiö íslandsmeistarakeppni í naglaásetningu Neglur með þorskroði og beirti Síðasta laugardag var haldin íslandsmeistarakeppni Professi- onails í naglaásetningu og voru keppendur fjölmargir. Svala Gunnarsdóttir hlaut fyrsta sætið fyrir fantasíuneglur þar sem þem- að var dýraríkið. Módelið hennar vakti mikla athygli enda skreytt úr alvöru þorskroði. Svala segir að það hafi verið frábær tilfinn- ing að vinna. Aðspurð að því hvernig Svölu hefði dottið í hug að hafa fyrirmynd- ina þorsk segir hún: „Þetta dettur bara alltaf út úr kollinum á mér. Ég þarf ekkert að hugsa fyrir neinu. Ég æfði mig ekki einu sinni. Ég er með mikið listamannseðli og mér finnst þetta mjög gaman. Ég er bæði nagla- fræðingur og förðunarmeistari og svo á ég bara eftir sveinsprófið í snyrtifræði. Á neglurnar setti ég roð, heimatilbúin augu og svo fiskbein. Ég fór bara í næstu fiskbúð og fékk beingarð sem ég sauð.“ Blaðamanni Opið: Virka daga kl. 11-18 Laugardaga kl. 10-14 Sími 567 3718 HAUSTVÖRUR NÝ SENDING GLÆSILEGT ÚRVAL NÁNAR Á NETSÍÐU www.svanni.is Svala Gunnarsdóttir ásamt módelinu sínu dettur helst í hug að módelið hafi lyktað eins og þorskur en Svala segir að svo hafi ekki verið. „Ég var búin að hreinsa og sótthreinsa þetta.“ Stefnir á alþjóðakeppnir Svala lærði naglaásetningu fyrir fimm árum og var því snögg að klára módelið sitt. „Við máttum setja neglur á aðra hendina kvöldið áður sem ég og gerði. Svo byrjaði ég um kl. sex á laugardagsmorgninum. Þetta tók rúmlega fjóra tíma, með hvíldum. Þetta er rosalegt álag á módelið, meira en á mér, þetta er svo lýjandi fyrir þau.“ Svala segist stefna á alþjóðakeppni í nöglum sem verður haldin erlendis á næsta ári en til þess verður hún að vinna ís- landsmeistarann eftir ár. Hún segist því stefna ótrauð á sigur á næsta ári. „Nú ætla ég að æfa mig aðeins en ég geri aldrei neitt sem ég hef séð áður. Eg skapa mínar hugmyndir sjálf “ svanhvit@vbl.is Glerártorg Akureyri Tyrirfconur á breytingaskeiði S: 462-1889 • heilsuhorn@simnet.is • www.simnet/heilsuhorn.is Útsölustaðir m.a: Yggdrasil, Fjarðarkaup, IVIaður lifandi, Lífsins lind -Hagkaup, Lyfjaval og Ámes apotek Selfossi. Póstsendum um land allt ATVINNA friendrex Heimakynningar á tískufatnaði! Við leitum að duglegum hressum sölukonum. Til að selja fallegan tískufatnað á heimakynningum Hafðu samband við okkur í síma 568-2870 og fáðu nánari upplýsingar. Drasl Við eigum svo mikið af öllu - líka mikið af drasli. Það er almennt lítið í umræðunni hér að spara eða að hlutir eigi að endast. Yfirleitt er ódýrara að kaupa nýtt heldur en að setja í viðgerð. Og það er eins og fólk sé búið að sætta sig við það að barnaleikföng séu nánast einnota. Hjá börnunum sem ég hitti í Kenýa er einn blýantur og fallegt strokleður eins og fínasta gull. Þetta er handleikið með aðdáun og passað upp á hlutina. En í töskunni minni eru stundum 10 blýantar og 10 pennar. Stundum ekki neitt. Maður týnir þessu smátt og smátt og það gerir ekkert til því hér er allt yfirfullt af öllu. Barnaafmæli eru gott dæmi um þetta.Nútíðkastaðbjóðaheimöllum bekknum, allri leikskóladeildinni eða alla vega öllum af sama kyni og afmælisbarnið. Gestirnir koma með pakka sem kosta frá 500 krónum og upp úr. Börnin hafa gaman af því að kaupa þessar gjafir og afmælisbarnið gleðst yfir öllum pökkunum. En hvað erum við að gefa og hvaða skilaboð erum við að senda? Yfirleitt er þetta fjöldaframleitt drasl sem endist í nokkra daga. Börnin læra að hlutirnir eiga ekki að duga neitt og hvort sem er fá þau eitthvað nýtt fljótlega. Ég hef séð börn sem fá einhverja smáhluti næstum daglega. Þetta fylgir með einhverju sælgæti, skyndibita eða það er bara látið undan suði og eitthvað keypt. Kostar kannski litið en það gleður líka stutta stund. Þessi börn verða óþolinmóð og eins og litlir fiklar sem verða að fá eitthvað nýtt í hvert sinn sem farið er út í.búð. Barnaherbergin eru full af hlutum sem sjaldan eru skoðaðir og veita enga gleði. Ef rýnt er ofan í dótakassana má víða sjá brotnar flugvélar, skakkar skutlur, fótalausa karla, handalaus skrímsli og ónýt tölvuspil. Með þessari ofgnótt erum við að ala upp neyslufíkla sem bera litla virðingu fyrir hlutum. En hvað er til ráða? Ekki er gaman að sleppa þvi að gefa afmælisgjafir og ekki geta allir keypt dýra og vandaða hluti. En við getum alla vega spáð í þessi mál á foreldrafundum eða í kaffitímum. Er ekki betra að gefa 500 krónaseðil og fallegt kort. Margt smátt gerir eitt stórt og afmælisbarnið getur fengið sér eitthvað sem það hefur þörf fyrir. Eða hvernig væri að gefa bara eitthvað nytsamlegt, skrautlega sokka, fjörlega vettlinga eða fá nokkra með sér og slá saman i leikhús- eða biómiða? Hægt er að kaupa barnabækur á bókamörkuðum því eldri bækur eru ekki verri en þær nýjustu. Nú, svo getum við líka bara haldið áfram að kaupa ódýrt, einnota dót og ala upp kaupglaða neytendur. Ég hefði viljað ræða þetta við foreldra á bekkjarfundi um daginn. í bekknum eru 20 börn að hefja skólagöngu sína. En aðeins 4 börn áttu fulltrúa á fundinum. Öll börnin eiga foreldra, sumir líka stjúpforeldra, afa og ömmur. En samt gátu svona fáir séð sér fært að mæta á vel skipulagðan fund um námogstarfbarnsinssemeraðhefja skólagöngu. Kennararnir kynntu vetrarstarfið í máli, myndum og tónum. Boðið var upp á nýbakaðar kökur með kaffinu, fræðsluerindi um næringu barna. Þetta hefði ekki getað verið betra - nema hvað það voru aðeins foreldrar fjögurra barna úr „mínum bekk”. Erum við að vinna of mikið fyrir öllu þessu „dóti.” Kveðja, Sirrý Komdu í magadans! Ný námskeið byrja 3.október Magadansskólinn Belly dance school sími 581-1800 www.magadans.is Byrjendanámskeið, klukkan 18.00 mánudaga og miðvikudaga, og klukkan 20.00 þriðjudaga og fimmtudaga. * %rpððw ÍLjQU

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.