blaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 26

blaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 26
26 I FYRIR KONUR MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 blaöiö Hvar eru m inn ism erkin um konurnar? Minnismerki sem reist eru um land allt gefa til kynna hvernig forgangs- raðað er í samfélaginu og hverja við teljum hafi skarað fram úr. Það vek- ur atygli þegar minnismerki lands- ins eru skoðuð að flest þeirra eru af karlmönnum. Fáar konur hafa þótt þess verðugar að vera minnst í stytt- um bæjarins. Það er áhugavert að skoða hverjir það eru og fyrir hvaða málstað þeir standa sem eru andlit styttanna. Ef vitnað er í Sigurð Gylfa Magnússon sem skrifaði bókina „For- tíðardraumar“ og hefur rannsakað málefnið þá segir hann stytturnar aðallega af stjórnmálamönnum og skáldum sem standa á stalli í ein- hverju opinberu rými og hafa flest fengið umfjöllun um sig til dæmis í ævisögum. Þær konur sem steypt- ar hafa verið í brons er sjaldnast fjallað um sem einstaklinga heldur er frekar fjallað um imynd þeirra í samfélagslegu samhengi og má þar nefna sameiginlegt tákn þeirra eins og Pallas Aþena, þvottakonan, móð- ir og svo framvegis. Sigurður Gylfi segir myndastyttunum ætlað að vera „minni” þjóðarinnar af einstakling- um sem mikilvægir þykja og mikil- vægt sé að halda á lofti. Þetta er mjög áhugavert þegar skoðað er hvernig stytturnar skiptast á milli kynjanna. Þær styttur sem uppi eru af konum eru yfirleitt af verkum þeirra eins og styttan af þvottakonunni sem stend- ur í Laugardal. Styttan af Tómasi hefur táknræna merkingu Sigurður nefnir umræðuna um Tóm- as og styttuna af honum og segir að fólk virðist ekki átta sig á að minn- isvarði er ekki bara brons og andlit heldur hefur það mjög táknræna merkingu og sklrskotun. Ffann segir að það sé í raun verið að reisa minn- isvarða um fortíðina eða eins og ein- hver tiltekinn hópur vill að við hugs- um um fortíðina og sá hópur hefur eflaust eitthvað markmið eða skoðun á því hvernig Islendingar eigi að nálg- ast sína sögu og sína fortíð. í umræð- unni hefur fólk spurt sig hvar konurn- ar séu þegar reisa á minnisvarða og í þeim skilningi segir Sigurður það mjög skiljanleg viðbrögð. Fjalla ber um konur og karla á nýjan og ferskan hátt „Þetta er ekki spurning um að koma konum á framfæri með þvi að reisa af þeim minnisvarða held- ur er mikilvægara að fjalla um konur og menn á nýjan og fersk- an hátt eins og verið sé að gera í fræðaheiminum út um allt“ segir Sigurður. Hann segir að það vanti krítískari umræðu um hvort fólk sé á móti Tómasi eða með honum eða á móti konum eða með konum. Hann kallar þetta kennileiti minn- inga og spyr hvers konar minn- ingum við eigum að halda á lofti og hver eigi að ráða valinu. Þegar kennileitin eru skoðuð er það líka móttakandinn sem þarf að hugsa um málið en það er hann sem veg- ur og metur og útkoman er ekki alltaf sú sama. Þess vegna segir hann mikilvægt að hafa mótvægi við stytturnar í bænum og annars konar umfjöllun. Það er umdeilan- legt hvort það hafi tekist í kennslu- bókum, uppeldi og lögum. ■ N£WI *im ftwMtw A VrUMtn K Extra finnmg Thígh & Leg Gel Þrenning sem skilar árangri... HEALING BEAUTY Grenningarlínan sem virkar... Stinnari magi, rass og læri án appelsínuhúðar láttu líkamann njóta þess besta... Tigh & Leg Gel Þéttir - stinnir - mótar Exfoliating Leg Polisher Skrúbbur - SPA meðferð Anti Cellulite Creme Appelsínuhúð - frábær árangur Fæst í Hapkaupum, snyrtivöruverslunum, og apótekum

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.