blaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 blaöiö Væntingavísitala Gallup Neytendur svartsýnni en áður Islendingar hafa minni trú á efnahagslífinu og atvinnu- ástandinu nú en fyrir mánuði síðan samkvæmt væntingavisi- tölu Gallup sem birt var í gær. Dregið hefur úr væntingum almennt og er samdrátturinn óháður tekjum einstaklinga, menntun og aldri. Þó eru þeir einstaklingar sem eru bjartsýn- ir fleiri þeir svartsýnu. „Tiltrú neytenda minnkaði þrátt fýrir lítið sem ekkert at- vinnuleysi um þessar mundir og mikinn hagvöxt. Skýringin er að öllum líkindum verð- bólguskotið sem átti sér stað 1 september og sú neikvæða efnahagsumræða sem fylgdi í kjölfarið í fjölmiðlum. Þá lækk- aði hlutabréfaverð í Kauphöll íslands í september og lækkun- in hefur vafalítið jafnt kallað fram frekari svartsýni hjá neyt- endum og nærst á henni“ segir f Morgunkorni íslandsbanka um málið. Þar kemur ennfremur fram að færri einstaklingar huga að húsnæðiskaupum nú en fyrir ári en á móti kemur að fleiri huga að utanlandsferð- um og bílakaupum. „Þessar niðurstöður styrkja þá skoðun okkar að hækkunahrinan á íbúðaverði hafi þegar hjaðnað” segir ennfremur í Morgunkorninu. H Illræmt Evrópumet íslendinga Vinnuvikan styttist hvarvetna erlendis meðan þróuninni er öfugtfarið hérlendis. Laun margra hópa hérlendis hyggjast á því að vinnuvikan er lengri en œskilegt er. Verkalýðs- hreyfingin kallar á breytingar. Meðalvinnuvikan í flestum löndum hefur verið að styttast allverulega undanfarin misseri samkvæmt frétt bandaríska ritsins The Economist. Þar er vitnað í könnun efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, þar sem fram kemur að um alla Evrópu hefur vinnuvikan styst um u.þ.b. io% og í Japan hefur hún styst um 12% á síðustu fimmtán árum. Hér heima hefur þróunin gengið mun hægar og samkvæmt síðustu könn- un Hagstofunnar hefur meðalvinnu- vika Islendinga lengst frá því sem var fyrir tveimur árum. Lítið Qölskyldulíf Halldór Grönvold, aðstoðarfram- kvæmdastjóri AJþýðusambands fs- lands, segir að um alllangan tíma hafi íslendingar átt illræmt Evrópu- met í lengd vinnuvikunnar. „Reynd- ar hefur þetta verið að styttast lítillega þó að svona fari vissulega í sveiflum.“ Halldór segir að ástand- ið sé komið langt út fyrir það sem talist getur eðlilegt og ásættanlegt. „Þetta kemur niður á okkur með ýms- um hætti. Það getur verið heilsuspill- andi og haft þannig áhrif á heilsu fólks auk þess sem það lifir ekki lífi utan vinnunnar. Þannig tekst ekki að samræma atvinnuþátttöku og fjölskyldulíf." Endurskipulagning fyrirtækja „Reyndar er okkar skoðun að fyrir samfélagið sé þetta óæskilegt ástand sem felur í sér margvíslegan kostn- Hvergi í Evrópu er vinnuvikan lengri en hér á landi, úrbóta er þörf. að. Til dæmis veldur þetta auknum kostnaði á heilbrigðiskerfið", segir Halldór. Hann bendir á að klárlega sé samband milli vinnuslysa og langs vinnutíma. Þá segir hann að framleiðni og gæði vinnu oft vera í öfugu hlutfalli við lengd vinnutíma. „Það mæla öll rök gegn þessu og eng- um öðrum þjóðum dettur í hug að láta svona viðgangast. í grundvall- aratriðum snýst þetta um að taka ákvörðun um að breyta þessu sem svo þarf að fýlgja eftir. Það þarf að gera með almennri samstöðu og með endurskipulagningu fyrirtækja með það að markmiði að draga úr vinnu- BlaÖiÖ/SteinarHugi tíma án þess að verðmætasköpun minnki.“ Ennfremur segir Halldór að skoða þurfi laun og launakerfi í þessu tilliti. „Það er ljóst að fyrir marga hópa í samfélaginu byggjast laun á löngum vinnutíma.“ Halldór segir að þessu þurfi að breyta. H SOLUMENH ÓSKAST Vegna aukinna umsvifa óskar Blaðið eftir sölumönnum í fulla vinnu. Um er að ræða skemmtilegt starf hjá fyrirtæki í örum vexti með skemmtilegu fólki. Góðir tekjumögu- leikar fyrir gott fólk. Blaöiö Bæjarlind 14-16 201 Kópavogur Ný lögreglustöð í Mjóddinni Lögreglan í Reykjavík ætlar í dag að færa sig nær íbúum Breiðholts með þvf að opna lögreglustöð í Mjódd- inni. „Lögreglustöðin í Mjóddinni verður í mikilli nálægð og í nánum tengslum við Þjónustumiðstöð Breið- holts. Með því móti er samstarf lög- reglunnar í Reykjavík og Reykjavík- urborgar aukið í Breiðholtinu og er markmiðið að byggja á góðu starfi lögreglunnar f Breiðholtinu og efla það enn frekar“, segir í tilkynningu. Gefist vel í Grafarvogi Aðalvarðstjóri hefur þegar verið skipaður til að veita stöðinni for- stöðu og auglýst hefur verið eftir lög- reglumönnum sem eingöngu munu vinna í Breiðholti. Aukþess er hverf- islögreglumaður áfram starfandi í Breiðholti. Með þessu móti er tekið upp sama fyrirkomulag á löggæslu og verið hefur í Grafarvogi undan- farin ár og gefist mjög vel. Stjórn- andi og hverfislögreglumaður eru starfandi á almennum dagvinnu- tíma en lögreglumenn frá stöðinni verða á vöktum frá hádegi og vel fram yfir miðnætti. Auk þess mun eftir sem áður almennri löggæslu og umferðarlöggæslu verða sinnt af lög- reglumönnum sem eru á vakt allan sólarhringinn eins og verið hefur. AftilefniopnunarinnargefstBreið- hyltingum og öðrum áhugasömum tækifæri á að skoða lögreglustöðina og kynna sér starf lögreglunnar á laugardaginn næstkomandi. Tæki- færi gefst til að skoða lögreglubíl, setjast á lögreglumótorhjól og heilsa upp á lögregluhund. H 22 punda lax í Geirlandsá Umsóknir sendist á atvinna@vbl.is “Það var helvíti kalt og þetta var eini fiskurinn sem við veiddum,” sagði Árni I. Bjarnason sem veiddi 22 punda lax í Geirlandsá í Vest- ur-Skaftafellssýslu fyrir nokkrum dögum. Þó alltaf veiðist laxar í ánni á hverju sumri er áin frægari fyrir sjóbirtinga en laxa. “Fiskurinn tók svo svakalega að það var alls ekki hægt að sleppa hon- um aftur í ána,” sagði Bjarni Árna- son veitingamaður og faðir Árna, sem var með honum að veiða i kuld- anum ásamt Grimi Jónssyni. ■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.