blaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 11

blaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 11
blaðið MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 ERLENDAR FRÉTTIR 111 Hosni Mubarak tók viö embaetti forseta Egyptalands í fimmta sinn í gær. Mubarak tekur við embætti í fimmta sinn Fimmta sex ára kjörtímabil Hosni Mubaraks sem forseta Egyptalands hófst í gær. Mubarak sem er 77 ára hlaut yfirgnæfandi kosningu til embættisins í fyrstu eiginlegu forsetakosningum landsins þann 7. september síðastliðinn. í ávarpi bað Mubarak egypsku þjóðina, einnig þá sem kusu mótframbjóð- endur hans, til að vinna saman á kjörtímabilinu. „Ég rétti hverjum Egypta útrétta sáttarhönd til þess að við gætum skapað framtíð okkar i sameiningu. Við erum öll á sama bátnum," sagði Mubarak sem sagð- ist ennfremur vera þess fullviss að þingkosningar í landinu í nóvember yrðu frjálsar og réttlátar. Mubarak hefur verið forseti Egyptalands sið- an 1981. ■ Heimsins stærsta teppi Iranar hyggjast blása nýju lífi í teppaiðnað landsins með því að vefa heimsins stærstu mottu. Mott- an góða mun vera nærri 6000 fermetrar að flatarmáli, vega 35 tonn og kosta 8,2 milljónir Banda- rikjadala. „Við verðum með tvær þúsund manna vaktir sem vinna sleitulaust í fjórtán mánuði til þess að teppið verði tilbúið tímanlega,“ sagði Karam Reza Haseli, aðstoðar- framkvæmdastjóri í ríkisrekinni teppaverksmiðju sem hefur verkið á hendi. Teppið var pantað af mosku sjeiks Zayeds sem verið er að byggja í Abu Dhabi í Saudi Arabíu. Með þessu vonast íranar til að slá eig- ið met en þeir eiga heiðurinn að heimsins stærsta teppi sem er 4400 fermetrar að flatarmáli og var ofið fyrir mosku Qaboos soldáns í Musc- at. Þrátt fyrir að handofin teppi séu yfirleitt helsta útflutningsvara írans á eftir olíu hefur iðnaðurinn átt erfitt uppdráttar vegna ódýrra eftirlíkinga af hefðbundnum írönsk- um teppum frá Pakistan, Indlandi og Kína. ■ Barn ekur á fjölskyldu sina Átján mánaða barn ók á móður sína, fjögurra ára systur og afa í litlu þorpi í suðurhluta Póllands um helgina. „Barninu tókst einhvern veginn að ræsa bílinn og rann hann aftur á bak en lyklarnir höfðu verið skildir eftir í kveikjulásnum," sagði talsmaður lögreglu. Móðir barnsins reyndi að stöðva bílinn en varð fyr- ir honum ásamt fjögurra ára dóttur sinni. ökuferðin endaði á hlöðuvegg þar sem afinn festist milli veggs og bíls. Dóttirin hlaut alvarlegustu meiðslin en móðirin og afinn slös- uðust einnig lítillega. ■ Stríðið í írak: Aðstoðarmaður Zarqawis drepinn Abu Azzam, næstæðsti leiðtogi A1 Kaída í írak, var skotinn til bana í Bagdad á sunnudag. Bandarísk hern- aðaryfirvöld greindu frá þessu í gær en talið er að dauði Azzams kunni að draga tímabundið úr mætti og umsvifum samtakanna í landinu. Azzam var hægri hönd Abu Musab al-Zarqawi, helsta leiðtoga A1 Ka- ída samtakanna í Irak sem hefur Talsmaður Ibrahims Jafari, forsætisráðherra Iraks, greinir frá dauða Azzams í gær. lengi verið leitað af bandarískum og íröskum hersveitum. Á undan- förnum mánuðum hafa nokkrir að- stoðarmenn Zarqawis ýmist verið handteknir eða drepnir. Af þeim sökum telja bandarísk heryfirvöld sig vera búin að þrengja hringinn um Zarqawi sjálfan. Zarqawi er Jórd- ani og tengdur Osama bin Laden og samtökum hans. Hryðjuverkahópur hans hefur lýst yfir ábyrgð á mörg- um mannskæðustu árásum í írak og hefur heitið allsherjarstríði gegn sjít- um sem eru í meirihluta í landinu. Bandarískar og íraskar hersveit- ir eltu Azzam uppi í fjölbýlishúsi í borginni á sunnudag og skutu hann en þær höfðu verið á hælum hans um skeið. Ekki er ljóst hversu miklar upp- lýsingar um samtökin og starfsemi þeirra hafi fengist við drápið, sér staklega í ljósi þess að Azzam virðist hafa verið myrtur án þess að hafa verið yfirheyrður fyrst. Azzam var grunaður um að hafa fyrirskipað aðgerðir samtakanna í Bagdad og í öðrum borgum landsins auk þess að fjármagna árásir og flutning viga- manna frá öðrum löndum til Iraks. Tölvunám í viðurkenndum skóla - skráðu þig núna á námskeið Vertu betri! Komdu á tölvunámskei Nýttu þér tölvunám TV til aukinnar þekkingar. Núna! Eyddu ekki tíma og peningum. Menntaðu þig hjá viðurkenndum skóla sem veitir þér öruggari aðgang að betra starfi til framtiðar. Tölvuskóli Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar við Grensásveg er viðurkenndur af menntamálaráðuneytinu sem einkaskóli á framhaldsskólastigi. Skólinn er elsti tölvuskólinn á (slandi og hafa yfir 31.000 nemendur sótt tölvumenntun sina til skólans. Nýttu þér tækifærin og skráðu þig strax. Hringdu núna ( síma 520 9000 og talaðu við okkur um greiðslukjör. Veldu námskeið sem hentar þér og skráðu þig í nám hjá Tölvuskóla TV: Tölvuskóli TV er vottaður af innlendum og erlendum aðilum til að tryggja hagsmuni nemenda. Tölvmnsir www.tv.is CERTIFIED Bókhald Stnd. Klst. Llstaverð Hagnýtt bókhaldsnám 94 63 99.900 kr. Excel Stnd. Klst. Listaverð Excel 1: Almenn töflureiknisnotkun 22 15 22.500 kr. Excel 1: Almenn töflureiknisnotkun 22 15 22.500 kr. Excel lla: Sérhæfð töflureiknisnotkun 18 12 24.500 kr. Excel llb: Fjármálastjórn, bókhald og rekstur 18 12 29.900 kr. Excel III: Fjölvar og forritun með VBA 32 21 45.900 kr. Gagnagrunnar Stnd. Klst Listaverð Access 1: Almenn gagnagrunnsgerð 22 15 25.900 kr. Access II: Sérhæfð gagnagrunnsgerð 18 12 34.900 kr. Access III: Fjölvar og forritun með VBA 36 24 52.900 kr. FileMaker 1 - grunnþekking 18 12 26.500 kr. FileMaker II - forritun 22 15 32.500 kr. Góð byrjun Stnd. Klst. Listaverð Windows XP fyrir byrjendur 9 6 10.900 kr. r Internetið frá A til ö 9 6 10.900 kr. Fingrasetning - tölvuvélritun 4,5 3 6.900 kr. Windows, Word og Internetið 31 21 29.900 kr. Almennt tölvunám 85 57 69.900 kr. Hönnun og teikning Stnd. Klst. Listaverð Freehand: Teikning, umbrot og auglýsingagerö 21 15 31.900 kr. Visio 18 12 24.500 kr. Ljósmyndun og myndvinnsia Stnd. KlsL Listaverð \ Photoshop 1: Ljósmyndavinnsla og myndgerð 22 15 26.900 kr. Stafræn Ijósmyndun 13 9 16.900 kr. Netumsjón og tölvurekstur Stnd. KlsL Listaverð MCP 70-284: Exchange Server 2003 49 33 89.900 kr. MCP 70-290: Windows 2003 Server 60 40 89.900 kr. MCP 70-291: Stjórnun og rekstur Windows neta 49 33 89.900 kr. Netumsjón: MCP II 99 66 159.900 kr. Nýttu tölvuna betur Stnd. KlsL Listaverð Nýttu Excel betur 4,5 3 7.900 kr. Nýttu Internetiö betur 4,5 3 7.900 kr. Nýttu Outlook betur 4,5 3 7.900 kr. Nýttu PowerPoint betur 4,5 3 7.900 kr. Nýttu tölvuna betur 27 18 39.900 kr. Nýttu Windows XP betur 4,5 3 7.900 kr. Nýttu Word betur 4,5 3 7.900 kr. U) 5 +j 5 PowerPoint PowerPoint I og II PowerPoint I: glærugerö og -notkun PowerPoint II: hreyfimyndir og hljóð Ritvinnsla Word I: Almenn ritvinnsla Word II: Kraftmikil ritvinnsla Word: Dreifibréf og markpóstur Word: Töflur og eyðublöð Word: Vinnsla langra skjala Stýrikerfi fyrir lengra komna Windows XP fyrir lengra komna Tíma- og verkefnastjórnun Nýttu tlmann betur OneNote: Glósur og minnispunktar Outlook: tlmareiöa, verkefnayfirlitog póstkerfi PRINCE2: Verkefnastjórnunaraðferðin Microsoft Project verkefnastjórnun Verkefnastjórnun Útgáfa Publisher: útgáfa bæklinga og kynningarefnis Vefsmíði Vefsíðugerð I: Front Page2003 Vefsfðugerð II: FrontPage 2003 DreamWeaver - MX 2004 vefsíðugerð Vefsfðugerð - grunnur (án Photoshop) Vefsfðugerð - grunnur (með Photoshop) Flash MX margmiðlun ASP .NET vefforritun ASP vefforritun Vefhönnun og margmiðlun Stnd. KlsL Listaverð i 22 15 24.500 kr. 13 9 16.900 kr. 9 6 13.900 kr. Stnd. KlsL Ustaverð 22 15 22.500 kr. 22 15 26.900 kr. 4,5 3 6.900 kr. 4,5 3 6.900 kr. 13 9 16.900 kr. Stnd. KlsL Ustaverð 18 12 23.900 kr. Stnd. KlsL Listaveró 4,5 3 7.900 kr. 4,5 3 6.900 kr. 13 9 16.900 kr. 18 12 34.500 kr. 22 15 34.500 kr. 58 39 89.900 kr. Stnd. KlsL Ustaverð 13 9 16.900 kr. Stnd. KlsL Ustaverð 22 15 22.500 kr. 22 15 24.500 kr. 27 18 29.900 kr. 45 30 44.500 kr. 67,5 45 68.900 kr. 13 9 18.900 kr. 40 27 69.900 kr. 31 21 45.900 kr. 121 81 129.900 kr. \s° • VR, Efling og flest önnur stéttarfélög styöja félagsmenn sína til náms hjá okkur • Afsláttur er vertturtil félaga íVR, Eflingu ogöðrum félögum, allt aö 15% • 30 daga ókeypis sfmaþjónusta að loknu námi • Ókeypis forfallatrygging felur f sér að þú getur bætt þér upp veikindi og fotföll, innan árs Tölvunám TV til betri verka - hringdu núna í síma 520 9000 - og skoðaðu www.tv.is til að fá meiri upplýsingar - eða komdu f heimsókn, þú ert alltaf velkomin(n)! Mjög hagstæðirgreiösluskilmálar • 36 mánaöa raögreiöslulán • 5 ára námslán M::m: tölvu- og ■•■■■■ VERKFRÆÐIÞJONUSTAN Grensásvegi 16 • 108 Reykjavík ■ Sími 520 9000 • tv@tv.is • www.tv.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.