blaðið - 04.10.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 04.10.2005, Blaðsíða 6
6 I IWWLEWDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 blaðiö Rækjuiðnaðurinn í kreppu Rœkjuvinnslur voru fyrir skömmu 16 en nú stefnir í að innan við fimm verði starfandi eftir áramót. Gera má ráðfyrir að í lok þessa árs hafi yfir 300 einstaklingar misst vinnuna í rækjuiðnaðinum á rúmu ári. Rækjuveiðiskip (shafs hf„ Aldey ÞH, liggur nú við bryggju á Húsavík en öllum starfs- mönnum fyrirtækisins var sagt upp nú um mánaðamótin. Vandi fyrirtækja sem stundað hafa rækjuvinnslu og -veiðar hefur verið mikill að undan- förnu. í viðbót við lélega veiði og lágt afurðaverð hefur sterkt gengi krón- unnar gert fyrirtækjum í þessari grein sjávarútvegsins ákaflega erf- itt fyrir. „Það stefnir í algert hrun í rækjuvinnslunni um næstu áramót” segir Arnar Sigmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva. Hann gerir ráð fyrir að hægt verði að telja fyrirtæki í rækjuvinnslu á fingrum annarar handar eftir áramót, sem er mikil breyting frá því að um 16 fyr- irtæki voru í þessari vinnslu fyrir aðeins um ári síðan. Fjöldi fólks hefur fengið upp- sagnarbréf að undanförnu Fjöldi einstaklinga sem vinna í þess- um geira hafa fengið sent uppsagnar- bréf á síðustu vikum. Margir þeirra eru ennþá við störf, en missa vinn- una í kringum áramót. „Það kæmi mér ekkert á óvart að um 200 einstaklingar missi vinn- una í þeim uppsögnum sem nú eru í gangi“ segir Arnar. Við það bætist að fjöldi einstaklinga hefur misst vinnuna við rækjuvinnslu síðasta árið. Gera má ráð fyrir að þegar all- ar uppsagnir hafi tekið gildi um ára- mót hafi um 300 einstaklingar misst vinnuna. Vaxtahaekkun hafði gríðarleg áhrif Sterk staða krónunnar hefur aug- ljóslega mikið að segja. Eftir síðustu vaxtahækkun Seðlabankans styrkt- ist krónan um tæp 2,9%. Arnar bendir á að ef gert væri ráð fyrir að breytingin héldist í heilt ár, myndi það þýða fjögurra milljarða króna samdrátt í útflutningstekjum í sjáv- arútveginum einum. „Það sem gert var núna um mán- aðamótin hafði gríðarleg áhrif og mér sýnist að Seðlabankinn sé kom- inn upp við vegg og ráði ekki við þetta ástand. Ég trúi ekki öðru en að mörgum þingmönnum líði illa um þessar mundir, sérstaklega þing- mönnum landsbyggðarinnar“ segir Arnar að lokum. Frambjóðendur í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík Að neðan er listi yfir frambjóðendur í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík dagana 4.-$. nóvember ásamt sætum þeim sem þeir sækjast eftir. 1. Gísli Marteinn Baldursson v-3 dagskrárgerðamaður 1. 2. 2. VilhjálmurÞ. Vilhjálmsson f —-r*l borgarfulltrúi 1 Hanna Birna Kristjánsdóttir Júlíus Vífilllngvarsson Kjartan Magnússon Jórunn Frímannsdóttir lí borgarfulltrúi lögfræðingur ~t borgarfulltrúi á hjúkrunarfræðingur 4. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttirráðgjafi menntmálaráðherra arkitekt Birgir Þór Bragason dagskrárgerðamaður 4.-5. Örn Sigurðsson % Kristján Guðmundsson O - > húsasmiður Ragnar Sær Ragnarsson ” '' fyrrverandi sveitarstjóri Sjálfstæðismenn í Reykjavík: Jónína ekki með í prorkjori Athygli vekur að Jónína Benediktsdóttir hefúr hætt við boðað framboð sitt í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem fram fer 4.-5. nóvember næstkomandi. I samtali við Blaðið kvaðst Jónína hafa ákveðið að draga sig í hlé eftir fjölmiðlafár und- anfarinna daga. Sagði hún að ljóst væri að framboð hennar myndi snúast um allt aðra hluti en til hafi verið stofnað. Áhugi sinn á borgarmálum hafi síst dofnað, en hún myndi beita sér fyrir breyttum áherslum í Reykjavík á öðrum vettvangi. Hrafn þreytir skákmaraþon í Kringlunni aðra helgi Safnaö fyrir taflsettum handa 500 börnum á Austur-Grænlandi Dagana 14. og 15. október mun Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, tefla skákmaraþon í Kringlunni, en það gerir hann til styrktar söfnun Hróksins fyrir taflsettum handa öllum grunnskólabörnum á Austur- Grænlandi. Hrafn stefnir að því að tefla 250 skákir og er áætlað að mara- þonið taki allt að 40 klukkustundir. Hrókurinn skipuleggur maraþonið ásamt Barnaheillum á íslandi, Ka- lak - vinafélagi Islands og Græn- lands og Kátu biskupunum. Maraþonið hefst klukkan 9 að morgni, föstudaginn 14. október og stendur fram eftir laugardeginum 15. október. Tefldar verða hraðskák- ir og koma áskorendur Hrafns úr öllum áttum. Skákirnar verða send- ar út beint á heimasíðu Hróksins og bein útsending verður líka af svið- inu í Kringlunni, með stuðningi Sím- ans. Hrókurinn hefur undanfarin ár unnið að landnámi skáklistarinnar meðal nágranna okkar á Grænlandi. Þar var skákin að kalla óþekkt, en óhætt er að segja að Grænlendingar hafi tekið skákinni tveimur hönd- um. Búið er að stofna skáksamband á Grænlandi og taflfélög hafa sprott- ið upp víða. Börnin á Grænlandi hafa tekið skákinni fagnandi og því vilja skipu- leggjendur maraþonsins fylgja eftir góðum árangri með því að færa öll- um grunnskólabörnum á Austur- Grænlandi taflsett í jólagjöf. Samhliða maraþoni Hrafns í Kringlunni verður sett upp sýning í Kringlunni á ljósmyndum frá skák- landnáminu á Grænlandi. Leitað verður til fyrirtækja og ein- staklinga um framlög í söfnunina fyrir grænlensku börnin og er tak- mark skipuleggjenda að safna einni milljón króna. Hrafn hefur áður teflt skákmara- þon, en það var sumarið 2004 og glímdi hann þá við 222 áskorendur á 32 klukkustundum. Allir geta skorað á Hrafn í mara- þoninu í Kringlunni og eru áhuga- samir hvattir til að skrá sig sem fyrst á netfanginu hrokurinn@hrok- urinn.is. S.-6. Steinn Kárason v , -rf k 5.-7. Guðni Þór Jónsson 5. -7. Sif Sigfúsdóttir 6. Loftur Már Sigurðsson 6. Marta Guðjónsdóttir f1 I % 7. Benedikt Geirsson 7. Björn Gíslason W 7. Davíð Ólafur Ingimarsson 7. -8. Eggert Páll Ólason 8. Gústaf Adolf Níelsson 9. Jóhann Páll Símonarson 10. -i2.Gunnar Dofri Ólafsson p Bolli Thoroddsen háskólakennari og ráðgjafi í sölustjóri M.A. í mannauðsstjórnun v sölustjóri É * Á kennari við Tjarnarskóla skrifstofumaður m slökkviliðsmaður hagfræðingur lögfræðingur útvarpsmaður sjómaður 'J menntaskólanemi verkfræðinemi : % íi 577700 ‘Hráunéœr 121 Opnunartími Sun - Fim 11 -22 Fös og Lau 11-23:30

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.