blaðið - 04.10.2005, Blaðsíða 24

blaðið - 04.10.2005, Blaðsíða 24
24 I HEIMILI OG HÖNNUN ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 blaöiö Uppáhaldshluturinn minn: Fer með sólgieraugun i bíó Pegar Blaðið hringdi í Guð- mund Steingrímsson til að forvitnast hver væri uppá- haldshluturinn hans var hann ein- staklega liðlegur þrátt fyrir að vera á fullu að undirbúa Kvöldþáttinn á Sir- kus. „Já, uppáhaldshluturinn minn eru sólgleraugu með styrkleika. Mér þykir sérstaklega vænt um þau vegna þess að þau hafa oft bjargað mér. Mér finnst svo gott að vera með sólgleraugu og er oft með þessi vegna þess að ég á ekki venjuleg gler- augu. Þegar ég er ekki með linsur þá er ég með þessi gleraugu og þá spyr fólk mig oft hvort ég sé þunnur eða eitthvað svoleiðis því ég er oft með þau inni og kannski líka í vinnunni snemma á morgnana. Þá hef ég svo góða afsökun því ég get sagt að þau séu með styrkleika“. Guðmundur seg- ir að gleraugun henti sér sérstaklega vel því honum finnist svo þægilegt að vera með sólgleraugu. „Einu sinni gekk ég svo langt að ég var eiginlega með þau meira og minna í heilt ár, fór með þau í bíó til dæmis. Það get- ur verið að ég hafi litið furðulega út í augum einhverra, með sólgleraugu í bió,“ segir Guðmundur með kímni í röddinni. „En fólk er svo sem ekkert mikið að horfa á hvort annað i bíó.“ Guðmundur segist ekkert vera á leið- inni að fá sér gleraugu enda er hann yfirleitt með linsur. „Ég hef brotið alveg svakalega mörg gleraugu í gegnum tíðina en ekki þessi,“ segir Guðmundur sem hefur notað gler- augu eða linsur síðan hann var þrett- án ára. „Þessi gleraugu hafa gengið með mér í gegnum súrt og sætt og svo eru þau líka mjög góð ef maður er þunnur" svanhvit@vbl.is Glöggt er gests auga Þegar selja á húsnæði eru nokkr- ir einfaldir hlutir sem hafa ber í huga sem gæti auðveldað söluna. Flestir hafa ákveðna tilfinningu fyrir heimili sínu en flestum hættir til að hætta að sjá galla sem lengi hafa ver- ið til staðar. Margir eru farnir að huga að því hvað gera skal í nýju húsnæði áður en nýja heimilið er selt og gleyma að huga að húsnæðinu sem þeir eru að selja. Þetta ber að varast því það eru oft smáatriði sem geta breytt miklu og geta haft áhrif á kaupendur. Margt er hægt að gera án þess að eyða miklum peningum. Hér koma nokkur atriði: Hafa skal í huga að oft hefur fyrsta sýn mestu áhrifin og því ber að huga vel að aðgangi að húsnæðinu en oft þarf ekki að gera mikið til að bæta hann t.d. gangstíga, grasflöt, bílastæði og slíkt. • Það er aldrei of oft nefnt að það skiptir ákaflega miklu máli að húsnæðið sé hreint og það virkar vel að þvo glugga að innan og utan svo þeir glansi. • Huga ber að aðgangi að rusli og mikilvægt er að fjarlægja allt rusl úr augsýn. • Reynið að fjarlægja alla auka, óþarfa hluti sem gætu truflað áhorfandann. Litlir drusluleg- ir hlutir eins og sjampóflöskur, og aðrar hálf tómar flöskur er auðvelt að fjarlægja. • Það getur verið þess virði að fjarlægja húsgögn og jafnvel leigja geymslupláss fyrir auka húsgögn ef það lítur út fyrir að vera of troðið í húsnæðinu því það auðveldar kaupendum að nýta ímyndunaraflið og sjá sína hluti fyrir sér í húsnæðinu. • Ef veggirnir eru sjúskaðir þá gæti borgað sig að mála í hlut- lausum lit. • Lykt skiptir gífurlegu máli og oft er sagt að lyktin sem virkar best á fólk sé lykt af bökuðu brauði. Það gæti því verið snilld- ar ráð að baka eina litla brauð- bollu eða kanilsnúð til þess að fá góða lykt. • Gott ráð er að skipta um hand- klæði og passa upp á að hafa hrein gestahandklæði.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.