blaðið - 04.10.2005, Blaðsíða 18

blaðið - 04.10.2005, Blaðsíða 18
margar gerðir, ný munstur 18 I HEIMILI OG HÖNNUN þriðjudagur 4. október 2005 blaðiö Guðrún Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Arkitektafélags fslands. Glæslbí&sf5S2 0978 www.damask.is Hert gler frá íspan. stutcur afgreiðslufrestur Breytingar á húsnœðum: Arkitektar ekki smámunasamir Á undanförnum árum hafa komið upp tilvik þar sem hagsmunir hús- eigenda og arkitekta hafa rekist á varðandi stórar brey tingar á húsnæði. í flestum tilvikum hafa verið um smámál að ræða sem auðvelt hefur verið að leysa þó vissulega séu undantekningar þar á. Að sögn Guðrúnar Guðmunds- dóttur, framkvæmdastjóra Arki- tektafélags íslands, byggir réttur arkitekts til að ákvarða breytingu á húsnæði sem hann hefur hann- að á höfundalögum. „Það eru til landslög sem heita höfun- dalög. Þau vernda höfundarrétt sem gengur síðan í erfðir til nánustu ætt- ingja í fimmtíu ár, að mig minnir. Þetta eru landslög en ekki lög Arki- tektafélags íslands. Síðan geta alltaf komið upp álitamál varðandi höf- undarréttinn sjálfan og í rauninni er það matsatriði hverju sinni hvenær er verið að brjóta höfundarréttinn og hvenær ekki,“ segir Guðrún. Hún segir að slík mál komi ekki á borð til sín heldur séu annað hvort leyst manna á milli út í samfélaginu eða hjá dómstólum. Hins vegar reyni arkitektar að sýna sanngirni og ekki sé verið að eltast við smáatriði þeg- ar kemur að heimilum fólks. Annað gildir hins vegar um opinberar bygg- ingar. „Auðvitað þegar við erum að tala um heimili þá dettur fáum í hug að fara að beita sér eitthvað óg- urlega sterkt í því að það megi ekki vera þessi litur á veggjunum eða eitthvað slíkt. Öðru máli gegnir um opinberar byggingar sem eru svona fyrir almenning og meira áberandi í umhverfinu. Auðvitað er bygging- arlistin stór hluti af okkar umhverfi sem allir þurfa að umbera.“ Siðareglur Guðrún segir að hjá Arkitektafélagi íslands séu í gildi ákveðnar siðaregl- ur sem kveða á um samstarf milli arkitekta þegar kemur að breyting- um á tiltekinni byggingu. „Hins veg- ar erum við með siðareglur sem taka fyrst og fremst á því hvernig arkitekt- ar koma fram hver við annan. Það þykir sjálfsagt að kollegar hafi sam- band við hvorn annan þegar einhver leitar til arkitekts um breytingar á húsi sem annar arkitekt hefur teikn- að. Þá er það samkvæmt siðareglum okkar góð venja að hafa samráð við þann sem hannaði og teiknaði bygg- inguna upprunalega." Fagnar opinni umræðu Nokkuð hefur verið um að pistlahöf- undar út í bæ hafi verið að gagnrýna íslenskan arkitektúr og hafa ósjald- an stór orð fallið. Guðrún segir að arkitektar taki þetta ekki persónu- lega heldur fagni opinni umræðu og líti svo á að eðlilegt sé að menn hafi skoðanir á byggingarlist. Hún bend- ir einnig á að henni finnist umræð- an alls ekki hafa verið bara neikvæð heldur frekar blönduð ef eitthvað er. Samkvæmt Guðrúnu er þverfag- leg ráðstefna um Vatnsmýrina það næsta á döfinni hjá félaginu þar sem leitast verður við að opna um- ræðugrundvöll fyrir ólíkar skoðan- ir faghópa. „Við ásamt fagfélögum landslagsarkitekta, verkfræðinga, skipulagsfræðinga og tæknifræð- inga munum standa saman að ráð- stefnu um Vatnsmýrina og viljum efna til opinnar umræðu um svæðið á breiðum og faglegum grunni. Það stendur til að Reykjavíkurborg efni til samkeppni um Vatnsmýrina og við lögðum áherslu á að vera með slíka umræðu áður en hún fer af stað,“ segir Guðrún að lokum. hoskuldur@vbl. is iy Ljósin í bænum 1 mmml ■+ suðurveri Stigahlíö 45 105 Reykjavík Sími 553 7637

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.