blaðið - 04.10.2005, Síða 12

blaðið - 04.10.2005, Síða 12
12 I SKOÐUN ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 blaAÍÖ Efnahagsstefna stjórnarinnar komin í þrot Ástandið í efna- hagsmálum þjóðarinnar er slæmt um þessar mundir. „Ójafn- vægið er jafnvel meira nú (en um aldamótin): Viðskiptahalli meiri, raungengi hærra.íbúðaverð lengra yfir lang- tímajafnvægi og skuldsetning heim- ila, fyrirtækja og þjóðarbúskaparins í heild töluvert meiri.“ Þetta er ekki áróður frá stjórnarandstöðunni eins og menn gætu haldið. Nei, þetta er komið frá Seðlabankanum. Þetta er nokkurs konar yfirlýsing Seðlabank- ans um gjaldþrot efnahagsstefnu rík- isstjórnarinnar. Efnahagskerfíð þolir ekki fram- kvæmdirnar fyrir austan Það er nú komið í ljós að hið litla íslenska efnahagskerfi þolir ekki þær gífurlegu framkvæmdir sem nú eiga sér stað á Austurlandi, virkj- unarframkvæmdir og byggingu álverksmiðju.Við þessar miklu fram- kvæmdir hefur allt farið úr skorð- um.Þensla og verðbólga er orðin svo mikil að ójafnvægið í efnahags- málum er meira en var í lok 20.aldar- innar. Þenslan í efnahagskerfinu er gífurleg. Allt vinnuafl er á uppboði. Mikill skortur er á vinnuafli í mörg- um greinum. Mikið er flutt inn af erlendu vinnuafli, ekki aðeins til framkvæmdanna við Kárahnjúka heldur einnig í margar aðrar grein- ar. Einkaneysla hefur stóraukist og er hún að miklu leyti fjármögnuð með lánsfé úr bönkunum. Útgjöld hins opinbera eru mikil. Viðskiptahallinn hefur stóraukist og er nú orðinn hættulega mikill. Viðskiptahallinn nam 72,7 millj- örðum króna árið 2004 eða 8,2% af landsframleiðslu! Einkaneyslan jókst um 6,9% árið 2004. Á öðrum ársfjórðungi yfirstandandi árs jókst einkaneyslan enn meira en áður eða um 14,1%. Er það mesta aukning einkaneyslu á einum ársfjórðungi síðan 1997. Verðbólgan er nú langt yfir viðmiðunarmörkum Seðla- bankans eða 4,8 % á ársgrundvelli. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5% með 1,5% frávikum þannig að efri þolmörk eru 4%. Spáð er að verðbólgan muni enn aukast á næst- unni. Hátt gengi ógnar útflutningi Ráð Seðlabankans í baráttunni við verðbólguna hefur verið að hækka stýrivexti. Eftir síðustu hækkun bankans á stýrivöxtum um 0,75 prósentustig eru stýrivextir orðnir 10,25%. Eru þessir vextir hér nú orðn- ir hærri en í nokkru nálægu landi og voru raunar hærri hér áður en vaxta- hækkunarhrina Seðlabankans hófst. Afleiðing vaxtahækkana Seðlabank- ans hefur verið mikil styrking á gengi íslensku krónunnar og er styrkur krónunnar nú í sögulegu hámarki. Er hið háa gengi íslensku krónunnar fyrir löngu farið að valda útflutningsgreinunum og ferðaiðnað- inum miklum erfiðleikum. Útflutn- ingfyrirtækin fá sífellt færri krónur fyrir útfluttar vörur þó tilkostnaður innanlands sé sá sami og áður og jafn- vel meiri. Fyrirtæki sem flutti út vör- ur á dollarasvæði fyrir 110 milljónir króna fyrir nokkrum árum fær í dag ekki nema rúmar 60 milljónir króna fyrir sama magn af útfluttum vörum. Tapið á þessu magni útflutnings er 50 milljónir króna. Slíkt tap þola ekki lítil eða miðlungsstór fyrirtæki enda hafa mörg þeirra verið að leggja upp laupana undanfarið. Það er til lítils að hækka stöðugt vextina ef það leið- ir til þess að framleiðslufyrirtækin stöðvast. Nú er svo komið að menn telja nóg komið af slíkum aðgerðum og vilja að snúið verði við blaðinu. Verkalýðshreyfingin í startholunum Hagfræðingar segja að ríkið hafi ekki dregið nægilega úr útgjöldum og framkvæmdum á meðan hinar miklu framkvæmdir Landsvirkj- unar standa yfir á Austurlandi. Vinstri grænir vilja stöðva frekari stóriðjuframkvæmdir. Ljóst er að eitthvað verður að gera. Sennilega er vaxtahækkun Seðlabankans orðin of mikil og getur leitt til koll- steypu. Það sem verra er þá hefur hún ekki stöðvað verðbólguna. Hún eykst stöðugt. Verkalýðshreyf- ingin er í startholunum vegna of mikillar verðbólgu og hótar upp- sögn kjarasamninga. Mikil hætta er þvi á því að allt fari í bál og brand á næstunni. Björgvin Guðmundsson Björgvin Guömundsson Slippstööin á Akureyri og heimskuleg ákvörðun Ríkiskaupa Ég get ekki orða bundistyfirþeim hremmingum sem Slippstöðin á Akureyri glím- ir við þessa dag- ana. Ríkiskaup efndi til útboðs á viðgerð og breyt- ingum til dæmis á varðskipinu Ægi og fleirum síðast- liðinn vetur. Þegar þau voru opnuð kom í ljós að Slippstöðin var með næstlægsta tilboðið en það lægsta var frá skipa- smíðastöð í Póllandi. Munurinn var um 20 milljónir. Ráðamenn Ríkis- kaupa töldu að ódýrara væri að taka pólska tiboðinu og gerðu það. Þeir vissu vel að mikil útgjöld eru því samfara að senda hluta áhafnar með skipið út til Póllands og sækja það aftur og hafa íslenskan eftirlits- mann þar ytra á góðum launum í nokkra mánuði. Ríkiskaup reiknaði þá upphæð um 7-8 millj. króna en mér segir svo hugur um að sú upp- hæð verði miklu hærri. Ef af líkum lætur munu ráðamenn fyrirtækis- ins fara i fokdýrar heimsóknir bæði til að taka við skipinu, undirrita samninga o.fl.. Þeir minntust heldur ekki einu orði á það að íslenska ríkið varð af töluverðum skatttekjum sem það hefði fengið af störfum íslenskra starfsmanna hjá Slippstöðinni. Það virðist vera tíska að fara með öll störf sem hægt er til útlanda og hugsa ekkert um afkomu almennings eða íslenskra fyrirtækja. Það læðist að manni sá grunur að margir telji át- vinnuleysi af hinu góða þar sem ís- lenskt starfsfólk hafi alltof há laun og sterka verkalýðshreyfingu sem lætur ekki líðast að níðast á fólki. Eftir situr Slippstöðin verkefna- laus og var hún í gær úrskurðuð gjaldþrota. Steininn tekur þó úr þeg- ar sagt er að banki haldi 40 milljón- um króna sem stöðin á í gíslingu svo ekki er unnt að greiða starfsmönn- um um 20 millj. króna sem þeir eiga inni vegna vangoldinna launa und- anfarnar vikur. Svona háttalag æðstu ráðamanna hjá íslenska ríkinu kalla ég að pissa í skóinn sinn. Herdís Helgadóttir, mannfrœðingur HYUNDAI - RENAULT • BMW • LAND ROVER Sama hvernig i&ooo Bl£**S§Niht- fáöu kaupaukann beint í veskiö Bensínkort með 50 þúsund króna inneign og frí Q VÖROLJF ábyrgðar- og kaskótrygging* fylgir nú ölium nýjum ^ bílum frá B&L. Ef þú ert í bflahugleiðingum, fáöu þér nýjan og glæsilegan Hyundai, Renault, Land Rover eða BMW með kaupauka sem þú færð beint í veskið, að verðmæti allt að 140 þúsund krónur. Komdu við hjá okkur. Við erum með bllinn handa þér. x Frí ábyrgöar- og kaskótrygging í 1 ár. Gildir ekki meö öörum tilboöum. HYUnDRI hefur gœðin REMAULT B&L - Grjóthálsi 1 - 110 ReykjavÍk - 575 1200 - WWW.BL.IS OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 10 TIL 18 OG LAUGARDAGA FRÁ KL 12 TIL l6. G0 BEYOND™ Bflasala Akureyrar sfmi 461 2533 • Bílás Akranesi sfmi 431 2622 • SG Bílar Reykjanesbæ símí 421 4444 Áki Sauöárkróki sími 453 6140 • Bíla- og búvélasalan Hvammstanga sfmi 451 2230 • Álaugarey Höfn sími 478 1577

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.