blaðið - 04.10.2005, Blaðsíða 25

blaðið - 04.10.2005, Blaðsíða 25
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBERW 2005 HEIMILIOG HÖNNUN I 25 Falleg blóm í skreytingar: Appelsinugul blóm á haustin Þegar halda skal veislu er margt sem þarf að undirbúa og skipu- leggja og skreytingar eru eitt af því. Blóm eru tilvalin skreyting- arefni enda fást þau í ýmsum gerð- um og litum. Í Blómahönnun í Listhúsinu í Laugardal fást falleg- ar skreytingar sem myndu prýða hvaða veislu sem er. Ragnhildur Fjeldsted og María Másdóttir féllust á að sýna Blaðinu fallegar veisluskreytingar enda öllu vanar. Ragnhildur segir að það sé mjög al- gengt að fólk sem er að halda veislur eða matarboð komi til þeirra. „Við leigjum vasana sem skreytingarnar eru í og gefum líka ætíð kostnaðar- áætlun sem vekur mikla lukku.“ María segir að það hafi aukist að fólk kaupi afskorin blóm sem og aðra hluti til að skreyta með, eins og bambus, laufblöð, steina og svo framvegis. Stöllurnar segja að það sé mjög árstíðabundið hvaða litir séu valdir, í sumar var það bleiki lit- urinn sem var allsráðandi en núna er það brúnn, vínrauður og appels- ínugulur. Ragnhildur segir að fólk sé líka mikið á höttunum eftir öðru- vísi blómum, eitthvað sem hefur ekki mikið sést. svanhvit@vbl.is Falleg og stór skreyting sem myndi prýfia vel á hlaðborfii Snyrtileg skreyting sem hentar vel ( matarbofiið Vigtað með stæl: Vandaðu yalið á vigtinni Vigtir hjálpa manni að fylgjast með aukakílóunum. Vigtir geta verið misgóðar og misfallegar og er ekki skemmtilegra að fá slæmu fréttirnar allavega frá huggulegri vigt. í verslunum á höfuðborgar- svæðinu má finna skemmtilegar og vel hannaðar vigtir þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Svöt og gegnsæ Hanson stafræn vigt frá Deben- hams. Afskaplega stílhrein vigt sem hæfir vel á flísalögðu bað- j herbergisgólfi. Glerið lætur gólfið njóta sín þannig að lítið fer fyrir vigtinni. Verð 5.990 kr. / Hlýleg og persónuleg Skemmtileg Soehnle vigt frá Byggt og Búið. Það hlýtur að vera gaman á köldum vetrardegi að fá slæmu fréttirnar frá eins skemmti- legri og lit- ríkri vigt eins og þessi er. Ef fréttirnar eru góðar verður ánægjan bara tvöföld. Verð 2.793 kr. Stílhrein Beurer vigt frá Byggt og búið. Falleg vigt sem passar ast hvar sem er. Hringlaga skífan gef- ur vigtinni sígildan blæ. Liturinn er einnig hlýleg- ur. Verð 5.374 kr. Flott græja Hanson stafræn vigt frá Deben- hams. Þrusu græja fyrir þá sem hafa gaman af fallegum hlutum. Vigtin er silfruð og einföld í útliti. Hún býð- ur af sér þokka sem hverjum tássl- um væri heiður að fá að njóta. Verð 5.990 kr. Cover er póstalaust qlerbrautakerfi, sérhannað Fyrir svalalokanlr, sólstoFur o.þ.h. Kerfið er 95% opnanlegt og einstaklega auðvelt í notkun. Cover-glerbrautakerfið er eina kerfið sem rennur á jafnstórum hjólum að ofan og neðan sem útilokar moguleika á glamri og stirðleika. Með Cover Færð þú: Öruggt og sterkt glerkerfi sem stenst íslenskt veðurfar. 98% lokun og koma PVC-plastlistar á milli glerja með öllu gleri. Cover er 95% opnanlegt og eru þrif einstaklega auðveld því glerið opnast inná við (þrif báðum meginj. Tært útsýni og nánast engin útlitsbreyting. Cover-gler setur fallegan blæ á fasteignina. Alltaf logn og Hreínar svalir. GlerkerH sem er auðvelt og fljótlegt í uppsetningu og frágangur aliur til sóma. Gler & Drautir ehf • GllsduD 7 • 210 GarDadær • Siml 517 1417 • www.cover.ls

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.