blaðið - 04.10.2005, Blaðsíða 38

blaðið - 04.10.2005, Blaðsíða 38
38IFÓLK ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 blaöiö SMÁboraarinn GRÁMYGLA HVERSDAGSINS Smáborgarinn hefur nokkrar áhyggjur af æsku þessa lands, sem og í raun æsku allra vest- rænna landa. Þrátt fyrir að vera ekki gamall maður man Smá- borgarinn nefnilega eftir þeim tíma þegar ekkert sjónvarp var á fimmtudögum, og að sjónvarpið fór i frí í svona eins og einn mán- uð á hverju sumri. Á þessum sjónvarpslausa tíma sótti Smáborgarinn oftar en ekki í bókasafn hússins, sérstaklega ef veðrið var það vont að ekki fékkst leyfi hjá foreldrunum til að fara út að leika. Bækurnar sem urðu fyrir valinu fjölluðu um menn eins og Frank og Jóa sem leystu hin ýmsu sakamál af mikilli snilld, eða ævintýrakrakka í Ævintýrabókunum sem lentu í margvíslegum ævintýrum þar sem lumbra þurfti á skúrkum af ýmsu tagi. Smáborgarinn man eftir að hafa legið uppi í rúmi með slíka bók og velt því fyrir sér hvernig stóð á því að hann lenti aldrei í slíkum ævintýrum. Hann man einnig eftir að hafa lesið bók, sem hét Gúmmítarsan eða eitt- hvað slíkt og fjallaði um dreng sem tók til sinna ráða - æfði sig í því að sveifla sér milli húsa í köðl- um og lemja mann og annan með prikum - og varð að lokum hetja dagsins. Smáborgarinn hélt þeg- ar út í hlöðu með prik og ætlaði að æfa sig í þessum sömu hlutum, en hafði ekki í það þolinmæði og náði því aldrei að verða sérstök hetja eða bjarga degi nokkurs með kaðalsveiflum og prikabar- smíðum. Smáborgarinn man eftir því sem barn að hafa bölvað hinni óspennandi tilveru sinni. Það sem Smáborgarinn hefur hins- vegar verið að velta fyrir sér að undanförnu er að nú til dags verða börn fyrir sífelldu áreiti þar sem sagt er frá öðrum börnum sem lenda í gríðarlega skemmti- legum og spennandi ævintýrum. Þó Smáborgarinn hafi lesið sinn skammt sem barn af slíku er það ekkert miðað við það magn sem nútímabarnið innbyrðir. Dæmi um slíkt eru bækurnar um Harry Potter. 1 þeim er lýst ævintýra- heimi galdrafólks og gert óspart grín að hinni gráu og leiðinlegu tilveru hins almenna, ógaldrandi einstaklings. Skilaboðin eru að tilvera okkar sem lifum venju- legu lífi er alls ekkert skemmtileg. Sömu skilaboð er að finna í fjöl- mörgum þáttum barnatímanna og í öðrum barnabókum. Þegar Smáborgarinn hugsar til baka upplifði hann fjölmörg ævintýri í æsku þrátt fyrir að hafa ekki hitt alvöru glæpamann fyrr en á gamalsaldri. Liklega hefði hann bara orðið hræddur ef slíkur hefði birvtst, og flúið í stað þess að góma náungann og bjarga deg- inum. Ef hann hefði gert eitthvað eru líkurnar meiri á því að hann hefði meitt sig en að hann hefði náð að góma vondu kallana. Von- andi átta sem flest börn sig á þes- su fyrr en Smáborgarinn gerði. SU DOKU talnaþraut 64. gata 8 3 7 3 6 1 9 7 7 4 5 8 2 3 6 2 9 9 2 7 3 1 1 5 7 4 5 9 8 4 Lausn á 63. gátu lausn á 63. gátu 5 7 1 8 9 4 2 6 3 9 4 3 1 6 2 7 5 8 2 8 6 5 7 3 4 1 9 8 6 7 3 1 5 9 4 2 3 9 2 6 4 8 1 7 5 4 1 5 9 2 7 8 3 6 1 5 4 2 3 9 6 8 7 6 3 9 7 8 1 5 2 4 7 2 8 4 5 6 3 9 1 Lausn á 64. gátu verður að finna i blaðinu á morgun Leiðbeiningar Su Doku gengur út á að raða tölu- num frá 1-9 lárétt, lóðrétt og í þar til gerð box sem innihalda 9 reiti. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í hverri línu og innan hvers box. Allar gátur er hægt að ráða út frá þeim tölum sem gefnar eru upp í upphafi. Leitað er að talnapörum og reynt að koma þeirri þriðju fyrir. Tökum dæmi ef talan 7 er í efsta boxinu vinstra megin og því neðsta líka, ætti ekki að vera erfitt að átta sig á hvar 7 á að vera í miðju-boxinu. Ef möguleikarnir eru tveir er ágætt að skrá þá hjá sér og halda áfram. 1.SÆTI METSÖLULISTA 16 milljóna punda hús Brad og Jen Áttu auka 16 milljónir punda og lang- ar þig í vel ríflega þinn skerf af lúx- uslífi? Þá ættirðu að kíkja inn á ákveðna fasteignasölu í LA og fá að skoða fyrrverandi ástarhreið- ur Brad Pitt og Jennifer Aniston. Hús þeirra er farið í sölu þar sem skilnaður þeirra gekk end- anlega í gegn í dag. Báðar stjörn- urnar hafa tekið allt sitt dót og öll húsgögnin. Það eina sem þau skildu eftir var hjónarúm- ið í stærsta svefnherberginu. í húsinu er meðal annars kvik- myndasalur, listagallerí, ör- yggiskerfi sem er stýrt með fingraförum og leynistígur sem liggur frá tennisvellin- um að nærliggjandi götu. Sið- an parið skildi í byrjun árs hafa bæði Brad og Jen flutt í íbúðir í Malibu. Brad keypti sér 4,5 milljóna punda heim- ili í apríl en Jennifer er að leigja 8,5 milljóna punda strandhús. ■ Kate eyðir degi með Lila Kate Moss hefur fengið leyfi til að eru sérstakir fjölskyldudagar. Kate eyða degi úr meðferðinni með dótt- Moss þurfti svo að fara aftur í með- ur sinni Lila Grace. Faðir Lilu, Jef- ferðina eftir heimsóknina. í þess- ferson Hack, flaug frá London til ari viku á hún að fara í spjall hjá að leyfa Kate að hitta dóttur sína, í ráðgjafanum sínum þar sem grafið fyrsta fríinu frá strangri meðferð- verður djúpt ofan í bernsku hennar inni í The Meadows, nærri Phoenix og reynt að komast að ástæðunum í Arizona. Heimsóknir eru leyfðar fyrir fikn hennar. ■ milli 11 og 18 hvern sunnudag, sem Myers mun leika Moon Mike Myers mun leika Keith Moon, trommarann knáa úr hljómsveitinni The Who, í bíómynd sem ver- ið er að gera um líf hans. Roger Daltrey, sem er söngv- ari The Who, mun ásamt Nigel Sinclair sjá um framleiðslu myndarinnar, en hún hefur enn ekki fengið nafn. Daltrey og Sinclair hafa verið að vinna að gerð þessarar myndar með hléum í um tíu ár. Nú er loks verið að taka á verkefninu með trompi, og tilkynnt verður um leik- stjóraval bráðlega. Keith Moon var einn af villtustu mönnum rokksins og einnig þekktur sem einn besti trommarinn. Hann dó vegna of stórs skammts af eiturlyfjum árið 1978. ■ HVAÐ SEGJA STJÖRNURNAR? Steingeit (22. desember-19. janúar) ý Vinnumórallinn gæti verið að trufla þig eitt- hvað, en ýttu því bara til hliðar og einbeittuiþér að verkefnunum á borðinu. Samskipti við viðskipta- vini gætu verið þvinguð. V Ekki láta framagirnina koma þér í bobba. Ekki það að þú eigir ekki að vinna vel, því það áttu að 'jera. Þu verður bara að stvra framhjá mögulegum ið einhverja þér ddri. Lstrum, sérstaklega við einhverja þér élc Vatnsberi (20. janúar-18. febrúar) $ Persónuleg mál eru að trufla vinnuna, en þú gætir lært afþessu öllu saman. Jafnvægi er lykilorð aagsins og þu ættir ekki að eiga í vandræðum með að finna þao. V Ertu til í að prófa eitthvað nýtt? Þitt fræga fé- lagslyndi dregur að þér nýja vini (og kannski ein- hverja sem verða meira en vinir) en passaðu þig að gefa af þér til að tengjast fólki betur. OFiskar (19. febrúar-20. mars) s Hjálp þín er nauðsynleg fyrir einhvern í vinn- unni. Pað gæti verið vioskiptavinur eða jafnvel yfir- maður. Hver sem það er,þa muna þeir eftir þér og halda upp á þig þegar allt er yfirstaðið. V Það er allt í lagi að hugsa stundum aðeins um síðasta sambana á rómantískan hátt. En ekki gleyma að það er búið og leyfðu því hjartanu að vera í núinu. Hrútur (21. mars-19. apríl) S Frestaðu eigin verkefnum því þú þarft að Sa við mikiívægari hluti. Þu séro mikilvægi a þinna ef þú nugsar um hópinn í stað þess ab einbeita þér að eigin störfum. V Án efa snýst alheimurinn um þig, en að láta vita að þú veist af því er ekki mjöe góður kostur. Fyrir bestu rómantísku niðurstöouna, láttu þá aðra í fyrsta sætið. Spurðu, hlustaðu og sláðu gull- hamra._____________________________________ ©Naut (20. apríl-20. maí) $ Dagurinn í dag er frekár íéttur svo notaðu hann tfl að huga að því hvernig þú átt að höndla stress. Finndu upp nýjar vinnuleiðir sem hjálpa þér þegar allt er brjálað að gera. V Njóttu þess að vera löt/latur. Leitaðu eftir hj% ffá öðrum, nvort sem það eru vinir, íjölskylda eða vinnufélagar. Ekki það að þau eigi að gera allt fyrir þig, en þú átt bara skilið smá eigingjarna sjálfsast. ©Tvíburar .(21.maí-21fjún0................ $ Huesaðuþig vel um áður en þú talar í dag. Þú hefur tnna til að fullkomna þau skilaboð sem þú lætur frá þér fara og þeim tíma er vel eytt. V Er hægt að skemmta sér of vel? Já líklega. Þú hittir fyrir svipað þenkjandi fólk og þú sem er með skriðu af nugmyndum og innblástri, og kraft til að framkvæma. ®Krabbi (22. júní-22. júlí) $ Undirbúðu þig fyrir holóttan veg framundan þegar óvænt (en smávægileg) vanaamál koma upp. Sveigjanleiki binn leysir málin, en þú verður a o treysta á aðra líka. V Ef þú ert að taka uppáhaldsflíkina úr óhreina tauinu og þefa af henni áður en þú ferð í hana gæti verið kominn tfmi á að gera allt fínt í stað þess að skreppa á eitthvað tiútt. Pá geturðu líka verið skín- andi íín/n síðar í vixunni. Ljón (23. júlí- 22. ágúst) $ Reyndu að fá viðtal við tilvonandi viðskipta- vin eða atvinnurekanda. Samskipti þín í dag eru með besta móti og þú ættir að koma vel fyrir án þess að titra eða svitna. V Þú klikkar ekki ef þú fýlgir innsæi þínu. Hvort sem það tengist skyndikaupum, eða skipulagn- ingu a óvæntu partýi Hvað sem þú gerir þá verður það ffnt.* Meyja (23. ágúst-22. september) $ Kaup og sala eru á dagskrá í dag og það er mikilvægt að fá alla til að vera samstíga áour en ákvarðanir eru teknar. Fólk er opið fyrir þínum hugmyndum, svo sannfærðu þau. V Þér er alveg sama um fullkomnun og ert áhugasamari um að finna meiningu hlutanna. Það er hollt ástand fyrir bæði hjarta og huea. Finndu vin til að spjalla við um þessi mái og pið munið taka miklum heimspekilegum framförum. ®Vog (23. september-23. október) $ Þú geislar svo skært í dag að þú færð róman- tísk tilboð frá viðskiptavinum eða samstarfsfélög- um í vinnunni. Ef þu ert spennt/ur fyrir því geng- ur það hratt og vel. Ef ekki pá endar það líka vel. V Fylltu eyru og augu af frábærri tónlist eða áhugaverðri list. Þú verður bara að njóta lista og fegurðar í dag og hver veit - kannski hittirðu ein- hvern til að deila listinni með þér? Sporðdreki (24. október-21. nóvember) $ Þú getur sigrað, þótt þú virðist vera að tapa, ef þú tímasetur aflt vel í dag. Einhver náinnþér er að reyna að taka yfir en þú snýrð stöðunni þér í hag með því að þykjast gefast upp V Hví að ákveða sig ef þú þarft þess ekki? Ef þér tekst að vera heiðarleg/ur við alla sem málið varða, þá er engin ástæða tiíað velja akrein, ef þú nennir pví ekki. Bogmaður (22. nóvember-21. desember) $ Dragðu yfirmann þinn afsíðis og talaðu út um drauma pína. Ef þú nærð að orða þa eru meiri lík- ur á að peir rætist og þú gætir heyrt af möguleik- um sem þú vissir ekfi um. V Þetta er fullkominn dagur til að skoða stóru myndina og gera framtíðaráform. Aðrir vilja heyra hvað þú hefur að seeja og þeir eru tilbúnir og (og himinlifandi) að hjáípa þér að ná því sem þú vilt.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.