blaðið - 04.10.2005, Blaðsíða 32

blaðið - 04.10.2005, Blaðsíða 32
32 I MENWING ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 blaöið -J Hilmir Snœr Guðnason vekur hrifningu í Ég er mín eigin kona Svona gera bara snttlingar Hilmir Snær Guðnason á stórleik í Ég er mín eigin kona eftir Doug Wright sem sýnt er í Iðnó, en þar fer hann með 35 hlutverk. Ástæða er til að hvetja alla til að sjá þessa frábæru sýningu sem byggir á ævi klæðskiptingsins Charlottu von Mahlsdorf. Blaðið leitaði viðbragða þriggja frumsýning- argesta sem voru hreint út sagt heillaðir af leik Hilmis Snæs. Tær kúnst ,Svona gera bara snillingar,“ segir Súsanna Svavarsdóttir. „Það var nán- ast óraunverulegt að verða vitni að þeirri tæru kúnst sem Hilmir Snær býr yfir - og ég var svo fegin að eng- diskóstemmningin í Vestur-Berlín ógleymanleg. Hins vegar verð ég játa að það brutust fram tár þegar Charlotte virtist eiga bágast. Eg hef ekki orðið fyrir viðlíka áhrifum í leikhúsi áður.“ Leiksigur „Hilmir Snær vinnur algeran leiksig- ur í þessari sýningu,“ segir Heimir Már Pétursson. „Það er fáum lista- mönnum gefið að fá mann til að hlæja og gráta á sama tíma. Charlie Chaplin var snillingur í þessu og Hilmir Snær og Stefán Baldursson ná að galdra þetta fram einnig. En þeir eru líka með mjög gott leikverk í höndunum. Andstæðurnar og öf- 99........................................ Ekki hægt að hugsa sér betra kvöld í leikhúsi. inn var með honum á sviðinu. Það rifjaðist upp fyrir mér hvers vegna ég varð leikhúsfíkill; fyrst og fremst vegna nautnarinnar sem felst í því að horfa á afburða leikara vinna. Það jafnast ekki mörg listaverk á við það.“ Hilmir Snær toppar sjálfan sig Karl Th. Birgisson er ekki síður hrif- inn. „Maður á alltaf von á miklu þeg- ar Hilmir Snær á í hlut, en í þessu verki toppar hann sjálfan sig. Maður þurfti sífellt að minna sjálfan sig á að bæði hann og aðalpersónan eru karlmenn, þrátt fyrir allt, slíkir voru taktarnir og túlkunin,“ segir Karl. .Verkið er bæði fyndið og dramatískt og erfitt að velja uppáhaldspunkta. Þó eru danski geðlæknirinn og garnar í Þýskalandi nasismans og síðan kommúnismans, fá á sig nýtt og forvitnilegt ljós í ævi klæðskipt- ingsins Lothars. Aðstæðurhans, eða hennar, sýna manni einhvern veg- inn betur en margar aðrar sögur af örlögum fólks við sömu aðstæður, hvað alræðisstjórnir eru í eðli sínu ómannlegar og mannfjandsamlegar. Sýnir okkur líka hvað það fólk sem stendur upp gegn slíkum stjórnum er hugrakkt, þótt aðstæðurnar leiki það oft á tíðum grátt. Það var unun að horfa á Hilmi Snæ flakka á milli karaktera án nokkurrar áreynslu og þótt hann skipti aldrei um búning fannst manni að það væru margir leikarar á sviðinu þegar hann stóð þar allan tímann einn. Ekki hægt að hugsa sér betra kvöld í leikhúsi." „Ég hef ekki orðið fyrir viðlfka áhrifum í leikhúsi áður." Skrímsli með gervitennur Lóa Hjálmtýsdóttir er ein 15 listamanna sem þessa dagana sýna verk sín í Reykjavíkur- akademíunni. Verk Lóu eru nokkuð sérstök en hún sýnir lítil skrímsli úr leir sem eru með gervitennur. „Þetta byrjaði með því að ég fann einn daginn neðri gervigóm á götu, hirti hann og í einhverju gríni tróð ég honum upp í svampakarl sem ég hafði búið til. Þá var kominn karl sem þurfti ekki að gera mikið við,“ segir hún. „Það vill svo til að ég þekki þrjár manneskjur sem tengj- ast gervitannaheildsölum sem fóru að bera í mig tennur. Síðan fór ég að leika mér að því að búa til skrímsli úr leir og setja á þau gervitennur “ Lóa hefur ítrekað fengið martraðir sem tengjast tönnum. „Kannski er ég í og með að reyna að vinna bug Lóa Hjálmtýsdóttir.„Ég hef selt nokkur skrímsli en finnst erfitt að láta þau frá mér." á þeim með þeim með þessari list- sköpun. Ætli ég haldi ekki áfram að vinna með tennur þangað til ég fæ leið á þeim.“ Hún seg- ir viðbrögð við verk- unum vera mis- jöfn. „Sumum þykja þau fynd- in, öðrum þykja þau ógeðsleg. Eg hef selt nokkur skrímsli en finnst erfitt að láta þau frá mér.“ „Svik” í bókmennta- þýðingum Viola Guulia Migho heldur á fimmtudaginn kemur, 6. október, fyrirlestur í stofu 103 í Lögbergi kl. 12.15 sem fjallar um þau svik sem þýðendur bókmennta verða að fremja við frumtexta sinn til þess að koma honum yfir á mál sem lesandinn skilur og getur samsamast. Hún leikur sér með ítalska orðatiltækið traduttore, traditore sem þýða mætti sem þýð- andi=svikari og kemur með dæmi um það sem hún kallar „svik”. Viola heldur því fram að að- eins sé unnt að skilja „svikin” ef bókmenntaverkið sem slíkt er skoðað sem samfelldur klettur þar sem hver ögn á sinn stað og engu má breyta. Þetta breyt- ist hins vegar þegar þýðingin er skoðuð sem menningarleg speglun af frumtextanum. Greining Violu mun kasta ljósi á nýlegar íslenskar þýðingar á íslenskum skáldsögum (eftir Hallgrím Helgason og Halldór Lax- ness) og ljóðum (eftir ísak Harðar- son) yfir á ítölsku og íslenska þýð- ingu á ítölsku skáldsögunni Cento colpi di spazzola eftir Melissu P. sem Edda mun gefa út á þessu ári. Dæmin munu sýna að í stað þess að tala um einn svikara, má allt eins tala um samsæri þar sem allir sem hlut eiga að útgáfu texta, frá höfundi til ritstjóra, eru sekir um svik í einhverjum mæli. Fyrirlesturinn er á ensku og er öllum opinn. Aðgangur er ókeypis. Saga kommúnismans „Mér hefur lengi fundist vera þörf fyrir bók þar sem kommúnisminn er skoðaður í heild sinni, bæði sem kenning og sem stjórnmála- stefna út um allan heim,“ segir Jakob F. Ásgeirsson útgefandi bók- arinnar Kommúnisminn - sögulegt ágrip eftir Richard Pipes. „Það hefur ekki verið til nein bók á íslensku um kommúnismann þar sem fjallað er um hann með hlutlægum hætti,“ segir Jakob. „Þarna er fræðilegur kafli um kenningarnar sem kann að reyn- ast einhverjum torveldur en að öðru leyti er þetta mjög læsileg bók, stutt og aðgengileg." Er bókin fordœming á kommúnismanum? „Bara í þeim skilningi að hún segir sannleikann um hann,“ segir Jakob.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.