blaðið - 04.10.2005, Blaðsíða 10

blaðið - 04.10.2005, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 blaóiö BanatUræði við olíu málaráðherra íraks Eigandi veitingastaðar í bænum Hilla kannar skemmdir eftir að sprengja sprakk á staðn- um og varð tveimur að bana og særði sex. Apynja hætt- ir að reykja Simpansi sem býr í dýragarði í norðvesturhluta Kína er hættur að reykja eftir að hafa stundað þann leiða ósið í 16 ár. Starfsmenn dýragarðsins höfðu áhyggjur af því að heilsufari apynjunnar Ai-Ai væri farið að hraka og vöndu hana því af reykingum með því að bjóða henni í staðinn upp á betra fæði og alls kyns afþreyingu. „Starfsmenn dýragarðsins reyndu allar mögu- legar leiðir til að leiða huga simp- ansans frá sígarettunum til dæmis með gönguferð eftir morgunmat, tónlist eftir hádegismat og leikfimi eftir kvöldmat," segir í frétt frá kín- versku fréttastofunni Xinhua. Talið er að Ai-Ai hafi reykt til að komast yfir einmanaleika og sorg. Hún byrj- aði að reykja árið 1989 stuttu eftir að maki hennar drapst. Eftir fráfall annars maka hennar átta árum síð- ar og brottflutning dóttur hennar gerðist hún hins vegar keðjureyk- ingaapi. Ekki fylgir sögunni hver hafi komið apynjunni á bragðið eða útvegaði henni eitrið. ■ Ibrahim Bahr al-Uloum, olíumála- ráðherra íraks, lifði af morðtilraun í Bagdad í gær en þrír lífverðir hans fórust. Sprengja sprakk í vegakanti í borginni þegar bílalest ráðherrans fór framhjá á leið til olíuvinnslubæj- arins Bajii þar sem hann hugðist taka þátt í opinberri athöfn. Tals- maður forsetans sagði eftir árásina að honum heilsaðist vel og myndi ræða við starfsfólk sitt. Tveir bílar eyðilögðust í sprengingunni. í síð- ustu viku fórust sex starfsmenn olíumálaráðuneytisins þegar sjálfs- morðssprengjumaður ók bíl sínum á rútu sem fólkið var í. Það var mannskæðasta árás sem beitt hefur verið gegn olíuiðnaðinum síðan upp- reisnarmenn tóku til við að sprengja olíuleiðslur og ráða af dögum fólk sem vann í olíugeiranum eftir fall Saddams Hussein árið 2003. Einnig fórust tveir írakar og sex særðust þegar sprengja sprakk á veit- ingahúsi í bænum Hilla sunnan af Bagdad í gær. Átta Al Kaída liðar felldir Átta menn sem grunaðir eru um að vera A1 Kaída liðar voru drepnir af bandarískum hersveitum í bænum Karabila rétt hjá landamærum Sýr- lands ásunnudag. Um 1000 hermenn berjast nú við uppreisnarmenn á svæðinu. „Tilgangur aðgerðarinnar er að uppræta hryðjuverkamenn A1 Kaída sem starfa innan svæðisins og trufla stoðkerfi uppreisnarmanna," sagði í tilkynningu frá bandaríska hernum. ■ Gamlar gyðj- ur koma í ljós Tvær marmarastyttur í lík- amsstærð af grísku gyðjunum Aþenu og Heru hafa fundist við fornleifauppgröft á eyjunni Krít. Stytturnar voru gerðar á valdaskeiði Rómverja í Grikk- landi á milli annarrar og fjórðu aldar. Þær prýddu upprunalega rómverska leikhúsið í bænum Gortyn að sögn Anna Micheli, fornleifafræðings hjá ítalska fornleifafræðiskólanum. Hún sagði ennfremur að stytturnar væru í góðu ástandi fyrir utan að höfuð vantar á styttuna af Heru. „ Við vonumst til að finna höfuðið í nágrenninu," sagði Micheli. Sjaldgæft er að styttur sem þessar finnist á þeim stöðum þar sem þær stóðu upprunalega. Fornleifa- fræðingar vonast til að meira af skreytilist leikhússins komi f ljós við ffekari uppgröft. ■ Bát hvolfdi á George-vatni A þriðja tug farast Björgunarsveitarmenn á vettvangi slyssins á George-vatni í New York fylki. I gær hófst rannsókn á slysi sem varð 21 ellilífeyrisþega að bana á George-vatni í New York fylki á sunnudag. Vitni sögðu að skemmti- bátur sem fólkið var á hefði lent í kjölfari stærri báts sem varð til þess að hann fór á hliðina. Farþegar féllu útbyrðis af efra þilfari bátsins og höfðu ekki ráðrúm til að klæða sig í björgunarvesti. Mikil umferð báta hafði verið á vatninu um daginn enda var veður gott og vatnið speg- ilslétt. Alls voru tæplega 50 manns á aldrinum 55 til 90 ára um borð í bátnum og 27 þeirra voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar eftir slys- ið. Sumir áttu erfitt með andadrátt, aðrir voru með hjartatruflanir eða brotin rifbein. ■ Falieg aðkoma að heimilinu skiptir máli. Teppi er slitsterkt gólfefni sem auðvelt er að þrífa, hljóðeinangrandi og hlýlegt. Við seljum vönduð og endingargóö teppi sem eru ofnæmisprófuð og á góðu verði. a 32 Sími 533 5060 www.stepp.is Kuroyanagi, forseti Mitsubishi UFJ, og Tamakoshi, stjórnarformaöur þess, klippa á boröa til aö fagna samrunanum í gær. Stærsti banki heimsins MJfJTTT^TWB Á 1,68 milljón milljónir Bandaríkjadala Stærsti banki í heimi, Mitsubishi UFJ Financial Group Inc., varð til á laugardag við samruna annarrar og fjórðu stærstu fjármálastofnunar Japans. Mitsubishi-bankinn hafði betur við keppinaut sinn Sumitomo Mitsui í baráttu um yfirtöku á UFJ- bankanum. Heildareignir nýja fyrir- tækisins eru metnar á um 1,68 biljón- ir Bandaríkjadala sem er meira en heildareignir Citigroup sem áður var stærsta fjármálastofnun heims. Með yfirtökunni fækkar hinum stóru bönkum Japans úr fjórum í þrjá. Hún er ennfremur talin til marks um að fjármálastarfsemi í landinu sé að ná sér á strik en hún hefur átt við erfiða skuldastöðu að stríða. Móðurfyrirtækin voru samein- uð á laugardag en bankastarfsemi þeirra rennur ekki saman fyrr en 1. janúar næstkomandi vegna tafa við samtengingu tölvukerfa þeirra. Mitsubishi UFJ verður ef til vill ekki Iengi stærsti banki Japans þar sem Junichiro Koizumi, forsætisráð- herra landsins, hefur í hyggju að einkavæða póstþjónustu landsins en eignir hennar eru metnar á um 2,92 biljónir Bandaríkjadala. ■ Miers tilnefnd sem dómari George Bush, Bandaríkjaforseti, hef- ur tilnefnt Harriet Miers, ráðgjafa ríkisstjórnarinnar, sem dómara við hæstarétt Bandaríkjanna í stað Söndru Day O’Connor. Ef öldunga- deild Bandaríkjaþings, þar sem repúblikanar eru í meirihluta, sam- þykkja tilnefninguna verður Miers annar kvendómarinn við réttinn og þriðja konan frá upphafi til að gegna embættinu. Miers, sem er 60 ára gömul, hefur aldrei gegnt embætti dómara en hefur víðtæka reynslu af lögfræðistörfum og var meðal ann- ars í forsvari fyrir samtök lögmanna í Dallas og Texas. ■ George Bush kynnir tilnefn- ingu Harriet Miers til embættis dómara við hæstarétt Banda- ríkjanna.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.