blaðið - 05.10.2005, Page 10
10 I !
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 blaöiö
Sala tónlist-
ar á netinu
þrefaldast
Sala tónlistar á netinu hefur
þrefaldast á einu ári. Á sama
tíma hefur dregið úr sölu á
hefðbundnum geisladiskum.
Samkvæmt upplýsingum ffá
Alþjóðasamtökum hljómplötu-
framleiðenda sem kynnt var í
gær er áætlað að sala tónhstar
á netinu á fyrri helmingi ársins
hafi numið um 790 milljónum
Bandaríkjadala sem eru um
6% af öllum tónlistarmarkaðin-
um. Á sama tímabili árið 2004
nam sala tónlistar á netinu
ekki nema 220 miEjónum dala.
Minna drukkið
á Októberfesti
Minna var teygað af miði á
hinu árlega Októberfesti í
þýsku borginni Múnchen í ár
en í fyrra þrátt fyrir að hátíðin
hefði staðið degi lengur. Alls
kneyfúðu gestir hátíðarinnar
um sex milljónir lítra af hinum
gyllta og görótta drykk en það
myndi nægja til að fylla einar
sex sundlaugar af stærstu gerð.
Það er um 100.000 lítrum
minna en á hátíðinni í fyrra. Há-
tíðin var framlengd úr sextán
dögum í sautján í ár vegna þess
að sameiningardagur Þýska-
lands bar upp á mánudag. Talið
er að minni neyslu megi skýra
með óvenju köldu veðurfari
í október og nýrri reglugerð
sem takmarkar hljóðstyrk
eftir klukkan sex á morgnana.
>---
•7 *
/
Þrátt fyrir að hafa svolgrað einar sex
stórar sundiaugar af bjór drukku
gestir Októberfestsins í Miinchen
minna af miði í ár en f fyrra.
Króatía hefur aðildarviðræður
Króatar hafa fengið grœnt Ijós á að hefja aðildarviðrœður við
Evrópusambandið. Samvinna þjóðarinnar við Alþjóðastríðsglœpa-
stólinn hefur batnað. Landiðfœr hugsanlega aðild árið 2008.
Carla del Ponte, saksóknari við Alþjóðastrfðsglæpadómstólinn í Haag og Ivo Sanader,
forsætisráðherra Króatíu.
Króatía getur loksins hafið viðræður
um aðild að Evrópusambandinu eft-
ir að yfirvöld í Zagreb lýstu því yfir
að þau myndu sýna Stríðsglæpadóm-
stólnum fulla samvinnu. Aðildarvið-
ræður áttu upphaflega að hefjast í
mars en þeim var frestað vegna þess
að yfirvöld í Zagreb þóttu ekki nógu
samvinnuþýð við Alþjóðastríðs-
glæpadómstólinn í Haag.
Við tókum sögulega ákvörðun í
nótt, fyrir hönd Króatíu, og við höf-
um hafið aðildarviðræður," sagði
Jack Straw, utanríkisráðherra Bret-
lands í gær en Bretar eru í forsæti
sambandsins um þessar mundir.
Ivo Sanader, forsætisráðherra Króa-
tíu tók í sama streng á sameiginleg-
um fréttamannafundi þeirra. „Ég er
þess fullviss að þessi ákvörðun Evr-
ópusambandsins muni ekki aðeins
gera Króatíu kleift að halda áfram
með umbætur heldur einnig öðrum
löndum í Suðaustur Evrópu,“ sagði
Sanader.
Króatar samvinnuþýðir
Carla del Ponte, saksóknari við
stríðsglæpadómstólinn, fagnaði
áfanganum og lýsti yfir ánægju
með að stjórnvöld í Zagreb sýndu
samvinnuvilja í leitinni að Ante
Gotovina fyrrverandi hershöfðingja
sem grunaður er um stríðsglæpi.
Gotovina sem er þjóðhetja í augum
margra Króata hefur verið á flótta
síðan 2001 þegar hann var kærður
fyrir stríðsglæpadómstólnum vegna
glæpa gegn Serbum í stríðinu á milli
þjóðanna frá 1991 til 1995.
Þó að enn hafi ekki tekist að hafa
hendur í hári Gotovina er Del Ponte
vongóð um að hann náist bráðlega
og verði leiddur fyrir dómstólinn.
Aðild árið 2008
Stipe Mesic, forseti Króatíu, telur
að Króatía gæti hugsanlega gengið
í Evrópusambandið árið 2008 en
lagði samt áherslu á að mikið starf
væri framundan. Aðildarumsókn
Króatíu hefur notið mikils stuðn-
ings nágranna þeirra í Austurríki
en stjórnvöld í Vín stóðu jafnframt
í vegi fyrir því að viðræður Tyrkja
um aðild að sambandinu gætu haf-
ist. Aðildarviðræður Tyrkja hófust
loks í fyrradag eftir að utanríkisráð-
herrar Evrópusambandsins komust
á elleftu stundu að samkomulagi
um viðræðugrundvöll. ■
Ástralar hljóta Nóbelsverðlaun
Ástralarnir Barry J. Marshall og Ro-
bin Warren hljóta Nóbelsverðlaun-
in í læknisfræði í ár fyrir að hafa
sýnt fram á að bakteríusýking en
ekki streita valdi magasári og maga-
bólgu. í úrskurði úthlutunarnefnd-
arinnar segir að uppgötvun þeirra
hafi breytt magasári úr því að vera
krónískur og hamlandi sjúkdómur
í það að vera sjúkdómur sem mætti
lækna á auðveldan hátt með lyfja-
meðferð. Uppgötvun Ástralanna var
mjög umdeild á sínum tíma enda
var almennt talið að magasár stafaði
af streitu og lífsstíl fólks. Þurftu þeir
að hafa mikið fyrir því að sannfæra
heimsbyggðina um réttmæti hennar.
Árið 1985, þremur árum eftir hana,
greip Marshall til dæmis til þess
ráðs að smita sjálfan sig með bakter-
íunni til að sýna fram á að hún ylli
sjúkdómnum.
Barry J. Marshail og Robin Warren fögnuðu þegar Ijóst var að þeir hlytu Nóbelsverðlaunin
í læknisfræði í ár.
Háttsettur
leiðtogi ETA
handtekinn
Harriet Aguirre einn valda-
mesti leiðtogi Aðskilnaðarsam-
taka baska (ETA) hefur verið
handteldnn í Frakklandi ásamt
tveimur félögum sínum. Agu-
irre sem talinn er vera leiðtogi
hernaðararms samtakanna
var handtekinn í Aurillac í mið-
hluta Frakklands. Jose Antonio
Alonso, innanríkisráðherra
Spánar, sagði að handtaka
Aguirres og félaga hans væri
mjög mikilvæg og lagði áherslu
á að hér væri um leiðtoga
samtakanna að ræða en eklci
óbreytta fótgönguliða. Hann
bætti við að engar vísbendingar
væru um að hinir handteknu
hefðu verið að undirbúa árás.
Sprengjuvarpa og fleiri vopn
fundust við handtökurnar sem
voru sameiginlegt verkefni
frönsku og spænsku lögregl-
unnar. Handtökurnar eru enn
eitt áfallið fyrir ETA en dregið
hefur úr árásargetu þeirra á
undanfórnum mánuðum. Þær
eiga sér stað nákvæmlega
ári eftir að franska lögreglan
handsamaði Mikel Albizu
Iriarte, sem grunaður er um að
vera pólitískur leiðtogi ETA, og
samstarfsmann hans nálægt
spænsku landamærunum. ■
Harriet Aguirre, einn valdamesti
leiðtogi Aðskilnaðarsamtaka baska,
var handtekinn á dögunum.
Schröder ýjar
að eftirgjöf
Gerhard Schröder, kanslari
Þýskalands, gaf í fyrradag í
skyn að hann kynni að láta af
kröfúm um að hann yrði áfram
kanslari landsins þrátt fyrir
að flokkur hans hafi fengið
litlu minna fylgi en Kristilegir
demókratar í þingkosningun-
um í síðasta mánuði. Hann
sagði ennfremur í viðtali við
RTL-sjónvarpsstöðina að
hann berðist fyrir áframhald-
andi setu í kanslarastól vegna
hagsmuna flokksins og stefnu
hans en ekki vegna persónu-
legs metnaðar.„Þetta snýst
ekíd um kröfur mínar og svo
sannarlega snýst þetta ekki um
mig. Þetta snýst um heimtingu
flokksins míns á því að vera
í forystu,“ sagði Schröder og
bætti við að það væri í höndum
framkvæmdastjórnar flokksins
að taka frekari ákvarðanir um
málið. „Ég mun sætta mig við
hvaða ákvörðun sem hún tekur.
Ég mun ekki standa í vegi fyrir
að umbótaferlið sem ég hóf geti
haldið áfram," sagði Schröder.
Gerhard Schröder, kanslari Þýska-
lands, ýjaði að því að hann kynni að
láta af kröfum um kanslarastólinn
I viðtali við sjónvarpsstöðina RTL