blaðið - 05.10.2005, Síða 14
blaðið-----------------------------------
Útgáfufélag: Árogdagurehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Karl Garðarsson.
AÐ FJÁRMAGNA NEYSLU
MEÐLÁNUM
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gerði lántökur lands-
manna að umtalsefni í stefnuræðu sinni í gærkvöldi. Hann
varaði fólk við því að fjármagna neysluútgjöld sín með lán-
tökum eins og borið hefur á upp á síðkastið. Þessi varnaðarorð eru rétt
hjá forsætisráðherra. Rauð ljós blikka víða. Fyrir skömmu voru birtar
svimandi tölur yfir hvað landsmenn eru að borga í yfirdrátt á hverju ári
- hjá mörgum fjölskyldum er ekki litið á slíkar lántökur sem eiginleg lán
heldur peninga í húsi. Þannig hefur verðmætaskyn okkar brenglast. Lífs-
gæðakapphlaupið verður sífellt meira - krafan um nýjan bíl eða sófasett
verður háværari og meiri peningar í buddunni þýðir einfaldlega meiri
eyðsla. Víst vinna íslendingar mikið, en vandinn er ekki síst heimatilbú-
inn. Stjórnvöld, með Framsóknarflokkinn í broddi fylkingar, bera þar
mikla ábyrgð. Þær breytingar sem gerðar voru á húsnæðiskerfinu leiddu
til þess að mun fleiri en áður gátu fengið lán á mun betri kjörum en áður
þekktist. Góður hluti þessara lána hefur farið í almenna neyslu og þann-
ig hafa stjórnvöld sjálf kynt undir þenslu og verðbólgu. Vaxtahækkanir
nú, til að stemma stigu við því ástandi sem er að skapast, leysir ekki
nema lítinn hluta vandans. Fjölmargir hafa fjármagnað neyslu sína með
erlendum lánum, sem bankakerfið hefur haldið á lofti, og borgað þann-
ig mun lægri vexti en tíðkast hér á landi. Vaxtahækkun hefur ekki áhrif
á þessa aðila, nema að litlu leyti. Ábyrgðin er því ekki síst stjórnvalda
og það er ljóst að þau höfðu ekki hugsað til enda hvaða afleiðingar það
hefði að auka frjálsræði á lánamarkaði.
Þessu til viðbótar eru sífelld vandamál með íslensku krónuna. Styrkur
hennar, sem aftur er stjórnvöldum að „þakka,” hefur valdið útflutings-
fyrirtækjum miklum erfiðleikum - þau fyrstu eru þegar orðin gjald-
þrota og fleiri munu fylgja á eftir á næstu mánuðum. Það er einfaldlega
óþolandi fyrir fyrirtæki í útflutningi að þurfa að búa við það að gengi
krónunnar geti sveiflast um tugi prósenta. Hvernig í ósköpunum á að
vera hægt að gera raunhæfar rekstaráætlanir við þessar aðstæður? Enn
og aftur bera stjórnvöld ábyrgð - en einhverra hluta vegna þótti forsætis-
ráðherra ekki ástæða til að minnast á það í ræðu sinni í gærkvöldi.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréfá auglýsingadeild: 510.3711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaösins. Dreifing: íslandspóstur.
Auglýsingar
P" M 0%. f®B f f
■ B I I J I/. a
Mj
■ 1 1
p|
1 / LLLL
blaðið=
Gjafabox fyrir flest
milli himins og jarðar!
j Opíð frá kl. 08.00-16.00. GRÆNN
MARKAÐUR
i Réttarhálsi 2- 110 Rvk - Sfmi: 535-8500- Netfang: info@llora.is
14 I ÁUT
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 blaöiö
TYwGBFiÐl Mí ÉG WokKup
StíngA THm JyRÍR. MMhl
SK&T Á SiG i WVAlTiTlViuUM
íiMA BLEYJUSki.PTA
karlaklosett i-p
l 'A mHGtemH
-- n——.
Hvernig borg
má bjóða þér?
Bjóddu mér London, bjóddu mér
París, bjóddu mér Róm. Bjóddu mér
Edinborg, Amsterdam og endilega
Stokkhólm. Bjóddu mér Utrecht og
auðvitað Köben. Bjóddu mér Berlín.
Bjóddu mér BORG.
Þannig svara ég spurningu Lista-
safns Reykjavíkur sem er yfirskrift
sýningar í Hafnarhúsinu á hug-
myndum genginna kynslóða um
skipulag höfuðborgarinnar. Sýning-’
in nær einnig til framtíðardrauma
og spurningin og svörin eru liður í
undirbúningi að alþjóðlegri skipu-
lagssamkeppni sem halda skal um
það svæði sem mikilvægast er fyrir
framtíðarþróun höfuðborgarinnar,
þ.e.a.s. flugvallarsvæðið og Vatns-
mýrina.
Samráð við almenning
í febrúar 1999 voru stofnuð þverpól-
itísk samtök áhugafólks um skipu-
lagsmál, Samtök um betri byggð.
Um vorið buðu þau tveim breskum
arkitektum, John Thompson og
Ross Peedle, hingað til lands til þess
að kynna aðferðir sínar við borgar-
skipulag með þátttöku almennings.
I apríl 2001 var fyrirtækið Alta stofn-
að í anda Thompsons and Partners
og það sem Bretarnir kölluðu „acti-
on planning” fékk á íslensku heitið
samráðsskipulag. Nokkur sveitar-
félög hafa sýnt þessum aðferðum
áhuga og athyglisvert er framtak
hóps áhugamanna á Akureyri sem
réði Alta til að undirbúa alþjóðlega
samkeppni um nýtt miðbæjarskipu-
lag undir kjörorðinu „Akureyri í
öndvegi”. Þátttaka fór langt fram úr
vonum og framúrskarandi tillögur
bárust.
S.l. laugardag lauk svo Opnum
samráðsdögum í Reykjavík undir
stjórn Alta þar sem borgarbúum og
reyndar landsmönnum öllum gafst
tækifæri til þess að tjá sig um skipu-
lag hins verðmæta og umdeilda flug-
vallarsvæðis. I Hafnarhúsinu var
vart þverfótað fyrir áhugafólki um
borgarskipulag. Karlar, konur, ung-
ir, aldnir, leikir og lærðir sátu þar
saman við borð og teiknuðu borg
drauma sinna á kort, reistu hana úr
Steinunn Jóhannesdóttir
kubbum, eða skrifuðu óskir sínar
og athugasemdir á miða og hengdu
upp á töflur eða stungu í kassa. Hug-
myndirnar streymdu fram, fólk
skiptist á skoðunum, andinn hófst
áflug.
Sagan og Borgin
Helgina áður voru gönguferðir í
útjaðri svæðisins undir leiðsögn
fróðra manna um skipulag, fuglalíf
og flugsögu og ég fór að sjá fyrir mér
hvernig byggðin myndi rísa. f borg-
inni minni verður SAGAN varðveitt
í skipulaginu. Þar sem núverandi
flugbrautir liggja verða breiðgötur
framtíðarinnar og þær bera sömu
nöfn. Norðurbraut, Suðurbraut,
Austurbraut, Vesturbraut. f skurð-
punkti brautanna verður torg og við
torgið rís há og fögur bygging sem
hýsir alþjóðlega starfsemi á sviði
vísinda, stjórnmála eða menning-
ar sem dregur til sín fólk frá öllum
heiminum. Húsin meðfram breið-
götunum verða glæsileg verslun-
ar-, skrifstofu- og íbúðarhús og alls
staðar er fólk á ferli. Byggðin verður
þéttust og hæst næst kjarnanum en
lækkar út til jaðranna þar sem hún
mætir íbúða- og háskólahverfunum
sem fyrir eru. Vatnagarður verð-
ur í Vatnsmýrinni. Greið leið frá
Reykjavíkurhöfn eftir Lækjargötu,
Fríkirkjuvegi, Sóleyjargötu, Norð-
urbraut og Suðurbraut út að Skerja-
firði og á brú yfir Fossvoginn út á
Kársnes. Fólk kemst leiðar sinnar
jafnt á eigin bíl, í strætó á hjóli og fót-
gangandi til vinnu, í skóla, á fund, út
að borða, á tónleika, í feikhús, heim.
Þannig borg má bjóða mér.
Höfundur er rithöfundur
Klippt & skoríð
Undanfarna daga hefur miklð veriö
rætt um fjölmiðla og hvernig þeim
kunni að
vera misbeitt (þágu
eigenda. Nýr vinkill
á umræðuna birtist á
síðum Morgunblaðs-
insígær.en þargagn-
rýnirPáll Heimisson,
laga- og þýskunemi
við Háskóla (slands,
Magnús Björn Ólafsson, hinn nýja ritstjóra
Stúdentablaðsins, harðlegafyrirefnistökf blað-
inu og útlit raunar lika. Telur hann Magnús nán-
ast hafa breytt Stúdentablaðinu ( málgagn
vinstrigrænna í stað þess að vera málgagn
allra stúdenta óháð skoðunum þeirra.
P
hann fyrir val á fulltrúum félagsins til SUS-
þings um liðna helgi og töldu hann hafa valið
vildarvini sína þangað.
Ekki síður hefur ritdeila
hans við Dag Snæ Sæv-
arsson, formann ungra
vinstri grænna, á siðum
Morgunblaðsins vakið at-
hygli, en þarsakar Dagur
kollega sinn um að hafa
skráð unga forystumenn
úr öðrum stjórnmála-
flokkum í Heimdall til þess að tryggja sér end-
urkjör á nýafstöðnum aðalfundi Heimdalls.
Bolli kveðst ekki hafa neinar áhyggjur af þessu
og fer keikur (prófkjör Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík og sækist eftir öruggu sæti, sem þýð-
ir að hann vill fara (2.-8. sæti ef að Ifkum lætur.
að gustar um formann Heimdallar,
Bolla Thoroddsen, þessa dagana.
Margir Heimdellingar gagnrýndu
klipptogskorid@vbl.is
„Ekki hóruhús
I frétt afsölu húseignarinnar Túngötu 34 hér í
blaðinu á laugardag gættimisskilnings. Sagt
var aöhér væri um þekkt hóruhús að ræða
frá gamalli tíð en svo er alls ekki. Vlðfrægt
hóruhús við Túngötu er á öðrum stað við
götuna og leiðréttistþetta hér með. Beðist er
velvirðingaráþessu.“
LEiBstTTiNGlDV4.10.2005.
Islenskir blaðamenn hafa ekki getað kvart-
að undan gúrkutfð undanfarna mánuði.
Hins vegar virðist umheimurinn þjakaður
af henni, þv( þegar litast var um á fréttayfirliti
Google í gær voru helstu fregnir heimsbyggð-
arinnar sagðar vera þær að verkföll væru í
Frakklandi, Bandarikjamenn væru of feitir og
aðstriðværiiírak.