blaðið - 05.10.2005, Page 22

blaðið - 05.10.2005, Page 22
22 I HEIMILI MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 blaöiö Svala ogfjölskyldafluttu búferlumfrá Akureyri til Hafnarfjarðar Flott að hafa miðbœ, höfn og fjöllin i kring -líkt og á Akureyri Svala Fanney Njálsdóttir flutti ásamt fjölskyldu sinni búferlum frá Akureyri um síðustu áramót. Leiðin lá í Hafnarfjörðinn þar sem fest voru kaup á fallegri fjögurra herbergja íbúð. Svala og sambýlismaður hennar, Árni Páll jóhannsson, eiga samtals þrjár dætur þannig að þegar mest er eru heimasæturnar þrjár - þá er eins gott að hafa nóg pláss fyrir dót og dúllerí. „I desember í fyrra fór Árni suður til að líta á nokkrar íbúðir, meðal annars þessa sem við svo keyptum. Á meðan lá ég á meðgöngudeildinni á Akureyri og komst því ekki með,“ segir Svala Fanney en hún og Árni eignuðust dótturina Sylvíu Mist í lok júní. Árni hreifst svo af íbúðinni að Svala samþykkti kaup á henni án fess að hafa borið hana augum sjálf. dag segist hún sannarlega ekki sjá eftir því - fjölskyldunni líði vel í íbúðinni og ekki síst bæjarfélaginu. „Bæjarfélögin tvö eru í raun ekki svo ólík. Bæjarbragurinn er ekki ósvipaður Akureyri og Hafnarfjörð- ur er gróinn bær eins og Akureyri. Við erum með höfnina og fjöllin hér í kring og það er miðbær hérna, sem svipar mjög til þess á Akureyri. Sam- félagið er mjög samhent og það er einmitt það sem við eigum að venj- ast frá Akureyri," segir Svala. Hún segist geta hugsað sér að búa í Hafn- arfirði áfram nema ef að Árni, sem nú stundar nám við Lögregluskól- ann, fengi stöðu fyrir norðan þegar námi hans lýkur. „Hugurinn sækir alltaf heim. Síðan á Árni auðvitað dóttur fyrir norðan og hún væri stór ástæða fyrir því ef við flyttum aftur norður,“ segir Svala. Útsýni í þrjár áttir Hvað íbúðina varðar segir Svala, Árna hafa staðið sig vel í hús- næðisleitinni. „Það þurfti auðvitað að gera ýmis- legt, eins og gengur og gerist þegar flutt er í nýja íbúð og ýmsu er ólok- ið enn. Við eigum eftir að fjárfesta í ljósum, klára að mála og annað slíkt. Það fyrsta sem við gerðum var mála veggi í stofunni sem að voru fagurgulir - við máluðum þá í að- eins meira nýmóðins lit. Síðan höf- um við smám saman verið að gera eitt og annað, eigum eftir að mála svefnherbergin öll til dæmis. Næst á dagskrá er að skipta um borðplötu Blalil/Frikkl Svala Fanney og Sylvía Mist sem er rúmlega þriggja mánaða gömul. I forgrunni er skemmtileg haustskreyting sem Svala gerði. Einfalt er að skreppa út i garð með skæri og klippa reyniber, setja þau svo í skál. Fallegt og ódýrt i senn. og flísar í eldhúsinu," segir Svala. Emelía Kolka sem er fjögurra ára fékk sitt eigið herbergi í nýju íbúð- inni og er himinlifandi með það. Húsgögnin voru keypt í versluninni Baby Sam og henta sérstaklega vel í stelpuherbergi. Hillan er keypt í IK- EA og hentar mjög vel því hægt er að hafa svo gott skipulag með henni. Hægt er að hafa kassa á hillunni og geyma alls kyns dót í kössunum. „Ibúðin hæfir okkur mjög vel þó að hún verði of lítil þegar fram líða stundir. Það væri gaman ef allar stelpurnar gætu fengið sitt eigið her- bergi. Skipulagið í íbúðinni er mjög gott. Hún er opin en þó ekki of op- in. Við erum með útsýni í þrjár áttir. Sjáum meðal annars Snæfellsjökul við góð skilyrði," segir Svala Fanney að lokum. Herbergið hennar Emelíu Kolku er líflegt og skemmtilegt. Sniðugt er að hafa hengi fyrir neðan kojuna þar sem tilvalið er að geyma dót. Hillan nýtur sín líka mjög vel og er mjög hentug fyrir bækur og dót. Séð frá forstofunni yfir sjónvarpsholið og inní eldhúsið. Skreytingin i forgrunni var gjöf frá móður Svölu. Skeljar eru settar í hólfaðan kertastjaka og kerti þar ofan i. Hillurnar fyrir sjónvarpið njóta sín líka sérstaklega vel. Gamlir hlutir sem hafa mikið gildi prýða stofugluggann. Smásjá sem faðir Svölu fékk í fermingargjöf, myndavél sem afi hennar heitinn átti auk gamallar tindósar sem líkega var einhvern tímann notuð undirtóbak.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.