blaðið - 05.10.2005, Page 24

blaðið - 05.10.2005, Page 24
Heimilisofbeldi mjög algengt Sumar konur búa við ótrúlega skelfingu í bókunum Hulduslóð og Friðland eftir Liza Marklund sem bókafor- lagið ARI gaf út má lesa ótrúlega frásögn konu sem varð fyrir ítrek- uðu heimilisofbeldi af hendi fyrr- verandi maka síns í mörg ár. Svo alvarlegt var heimilisofbeldið og svo lítið gátu sænsk yfirvöld gert að það endaði með því að þessi sterka kona varð að flýja heimkynni sín og varð fyrsti pólitiski flóttamaður- inn i Bandarikjunum sem fékk land- vistarleyfi vegna heimilisofbeldis. Sagan er sönn þó ótrúlegt megi virðast en þessi sama kona býr enn í Bandaríkjunum, loksins orðin örugg eftir margra ára baráttu. Heimilisofbeldi er staðreynd sem þúsundir íslenskra sem erlendra kvenna lifa við daglega og jafnvel í mörg ár. 1 bókunum er hægt að lesa hvernig ofbeldismaðurinn sviptir konuna frelsi sínu og sjálfsmati og Sigriður Halldórsdóttir, prófessor á Heilbrigðisdeild Háskólans á Ak- ureyri, segir að það sé einkennandi fyrir heimilisofbeldi. Sigríður hefur hlustað á sögur margra íslenskra kvenna sem búa við heimilisofbeldi og hún segist hafa kannast við margt þegar hún las bækur Lizu Marklund. „Að lesa þessar bækur var eins og að hlusta á konurnar sem ég hef rannsakað, þetta var alveg sama ferlið. Konur sem lenda í heimilisofbeldi eru lokkaðar í net þar sem ofbeldismað- urinn lætur sem hann geti alls ekki lifað án hennar. Það má eiginlega líkja heimilisofbeldi við fótboltavöll. í eðlilegu sambandi þá hefur hvor sinn vallarhelming en það sem gerist í heimilisofbeldi er að annar aðilinn tekur alltaf meira og meira af vallar- helmingi hins aðilans þar til hann er kominn út í horn. Heimilisofbeldi er klárlega mannréttindabrot. Þetta er þvílíkt niðurbrot á einni mannssál.“ Konur hnepptar í ánauð Sigríður segir að konur sem lifi við heimilisofbeldi lifi í fangelsi. „Of- beldismennirnir hneppa þessar kon- ur í ánauð. Við sjáum ekki rimlana sem eru fyrir fangelsinu sem þessar konur eru í en þeir eru mjög raun- verulegir. Mannsandinn hefur svo mikinn hæfileika til að aðlaga sig og 99......................... Allir vilja lifa í friði þannig að 'konurnar standa smám saman uppi allslausar, engir vinir, fjarlæg fjölskylda. það sem þessir menn gera er að þeir færa sig stöðugt upp á skaftið. Kon- urnar hugsa í sífellu að þær geti nú lifað við þetta og hitt þangað til þær er orðnar algjörlega aðþrengdar. Yf- irleitt má konan ekki eiga neina vini og makinn talar illa um fjölskyldu og vini. Það er eitt sem gerist, það vill enginn láta skamma sig því allir vilja lifa í friði þannig að konurnar standa smá saman uppi allslausar, engir vinir, fjarlæg fjölskylda." Fáránlegt að konur sé veikara kynið Sigríður segir að heimilisofbeldi sé mjög algengt. „Þetta er svo algengt að það er óhugnanlegt. Ef ég tala um heimilisofbeldi i tólf kvenna hópi þá er mjög algengt að stór hluti hóps- ins þekki það af eigin raun. Ég hef haldið því fram að það sé heimilisofbeldi í gangi í þriðjungi sambanda og ég tel að heimilisofbeldi sé samfélagslegurvandi. Við vanmetum styrk kvenna enda eru kon- ur á íslandi í dag van- nýttur auður. Þetta er þvílíkur auður því konur eru orðn- ar svo vel menntaðar en það hefur orðið svokölluð menning- arleg mishröðun. Við höfum ekki aðlag- að ýmis gildi við þessa staðreynd að við eigum þennan fjölda menntaðra kvenna og konur fá þau skilaboð að þær eigi að sjá um heimilið þó þær séu í fullri vinnu og stundum meiri vinnu en karlmaðurinn. Flestar konur eru undir miklu meira álagi en karlmenn. Og svo erum við að tala um að konur séu veikara kynið, þetta er náttúrulega fáránlegt. ís- lenskar konur eru sannarlega ekki veikara kynið.“ Djöflar í mannsmynd Aðspurð um ofbeldismennina sjálfa segir Sigríður að það sé einhver skýr- ing á þessari hegðun. „Þegar ég heyri sumar lýsingar þessara kvenna þá segi ég að þeir séu djöflar í manns- mynd en ég vil ekkert vera að dæma þessa menn, það er náttúrulega skýr- ing á atferli þeirra. Út frá þessum lýs- ingum sem ég hef fengið þá finnst mér þessir menn vera brotnir að ein- hverju leyti, eitthvað sem hefur gerst í þeirra uppeldi sem hefur skaðað þá en þeir eiga eitthvert innra óöryggi sameiginlegt." Stöðugt niðurbrot í sambandinu Það merkilega við frásögn Sigríðar er að enginn þessara kvenna sem hún hefur rætt við fór í Kvennaat- hvarfið og Sigríður segir að það sýni að konur sem leita í athvarfið séu að- eins toppurinn á ísjakanum. „Það er mjög algengt að þessir menn finni að útliti kvenna þannig að sjálfs- myndin verði alltaf minni og minni. Það virðist vera að markmiðið sé að þær eigi að vera svo þakklátar að fá að hafa þessa menn sem maka. Það er þetta tilfinningalega ofbeldi sem felst i þessu niðrandi tali, þess- um tilfinningalegu árásum á sjálfs- myndina, árás á sambönd við aðra þangað til að konan stendur uppi og eina sambandið sem hún er í er við þennan mann sem stöðugt er að brjóta hana niður. Ég dáist að þess- um konum, að lifa þetta af.“ Sigríður segir að það sé þó alltaf einhver von. „Ég myndi ráðleggja konum í þessari aðstöðu að finna sér trúnaðarmann- eskju, annað hvort prestinn sinn, lækni eða einhvern sem þær geta algjörlega treyst. Margar eru mjög hvekktar því þær byrja að opna sig og svo er það komið allan hringinn og staða þeirra verður því verri en áður. Ég hvet konur til að fara sér hægt, hugsa vel um alla möguleika þvi þetta er miklu meira en að segja það að koma sér út úr þessu en þær verða að hafa stuðning. “ svanhvit@vbl.is Full búð af nýjum Carter's ungbarnafatnaði O jUóðumst Hamraborg 7 s: 564 1451 www.modurast.is GLÆSILEG VERSLUN MEÐ MERKJAVÖRU FRÁ Stílistinn, tíska og stíll. Sunnumörk, Hveragerði Sími 483-4121 falleg hönnun, gæði og stíll! Verslun með sérstöðu, rekin af stílista! ■ - •' 80 stilistinn Ráðgjöf ásamt þjónustu. Fatastíll og litgreining ncco uero

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.